Hugum vel að þjálfun starfsfólks í ferðaþjónustu – þannig græða allir Bryndís Skarphéðinsdóttir og Margrét Wendt skrifa 15. júní 2022 11:30 Eftir tvö erfið ár fyrir íslenska ferðaþjónustu blasa við bjartari tímar. Allt stefnir í annasamt sumar og mörg fyrirtæki hafa staðið í ströngu við ráðningar á nýju starfsfólki. Öll viljum við taka vel á móti gestunum okkar og veita faglega þjónustu, en til þess þarf að tryggja að starfsfólk fái viðeigandi þjálfun. Af hverju ættu ferðaþjónustufyrirtæki að fjárfesta í þjálfun starfsfólks? Starfsfólk í ferðaþjónustu er oft ráðið tímabundið til þess að sinna störfum yfir sumartímann. Jafnframt hefur hlutfall erlends starfsfólks í greininni hækkað. Oft er því litið svo á að þjálfun starfsfólks í ferðaþjónustu borgi sig ekki: Af hverju eiga fyrirtæki að fjárfesta í þjálfun starfsfólks, ef það snýr mögulega ekki aftur til starfa? Svarið við þessari spurningu er hins vegar afar einfalt. Góð fræðsla og þjálfun starfsfólks skiptir gríðarlega miklu máli fyrir velgengni fyrirtækja, því hún eykur ánægju viðskiptavina jafnt sem starfsfólks. Starfsfólk sem hefur fengið góða þjálfun er betur í stakk búið til að þjónusta viðskiptavini. Með góðri móttöku og þjálfun starfsfólks getur fyrirtæki jafnframt dregið úr starfsmannaveltu og orðið að eftirsóknarverðum vinnustað. „Starfsfólkið er okkar mesti auður“ Á dögunum stóðu Hæfnisetur ferðaþjónustunnar og Samtök ferðaþjónustunnar fyrir Menntamorgni. Á fundinum fór Jóhanna Sigríður Svavarsdóttir, starfsmannastjóri Gentle Giants, yfir fræðslu- og þjálfunarmál og sagði: „Starfsfólkið er okkar mesti auður og með góðri þjálfun og áherslu á menntamál fyrirtækisins þá búum við til eftirsóknarvert starfsumhverfi og við gefum okkar fólki tæki og tól til að takast á við margar áskoranir sem upp geta komið.“ Þjálfun starfsfólks skilar sér í aukinni arðsemi fyrirtækja, eins og kom fram í máli Þóris Erlingssonar, framkvæmdastjóra Tailwind og reynslubolta í íslenskri ferðaþjónustu. Á Menntamorgni ferðaþjónustunnar hélt hann erindi um mikilvægi menntunar, fræðslu og þjálfunar og sagði að „menntun, fræðsla og þjálfun eru lykillinn að auknum gæðum, hamingjusamari viðskiptavinum, hamingjusamara starfsfólki og aukinni arðsemi“. En felur þjálfun starfsfólks ekki alltaf í sér ákveðinn kostnað? Vissulega felur þjálfun starfsfólks í sér kostnað, en á móti kemur að góð þjálfun eykur gæði, ýtir undir ánægju viðskiptavina og dregur úr starfsmannaveltu. Allt eykur þetta arðsemi fyrirtækja. Auk þess geta fyrirtæki sótt um niðurgreiðslu fyrir fræðslu hjá starfsmenntasjóðum í gegnum Áttina (áttin.is) og þannig dregið verulega úr kostnaði. Sala jókst um tæp 40% eftir að starfsfólk fór á sölunámskeið Hæfnisetur ferðaþjónustunnar hefur heimsótt fjölmörg ferðaþjónustufyrirtæki víðsvegar um landið og aðstoðað þau við að koma á fræðslu og þjálfun starfsfólks. Reynslan hefur sýnt að fyrirtæki sem leggja ríka áherslu á fræðslu ná umfangsmiklum árangri. Sem dæmi má nefna hótel þar sem skorið á booking.com fór úr 7.9 í 8.3 á innan við sex mánuðum. Annað dæmi er af ferðaþjónustufyrirtæki þar sem sala jókst um tæp 40% eftir að starfsfólk fór á sölunámskeið. Fyrirtæki sem vilja ná raunverulegum árangri þurfa því að gera þjálfun starfsfólks hátt undir höfði. Fræðsluefni fyrir stjórnendur og starfsfólk í ferðaþjónustu Til þess að auðvelda móttöku nýs starfsfólks hefur Hæfnisetur ferðaþjónustunnar í samstarfi við Ferðamálastofu þróað efni sem nýtist við þjálfun starfsfólks. Um er að ræða upplýsingavef á hæfni.is, þar sem stjórnendur jafnt sem starfsfólk geta nálgast gagnlegt fræðsluefni sem aðgengilegt er á nokkrum tungumálum. Stjórnendur í ferðaþjónustu geta kynnt sér móttökuferli nýliða í einföldum skrefum, ásamt ítarlegum gátlista. Jafnframt er þar að finna gagnlegt efni fyrir stjórnendur í ferðaþjónustu, svo sem leiðbeiningar sem auðvelda ráðningu erlends starfsfólks og upplýsingar um námskeið í boði. Núna er ferðaþjónustan komin á fullt fyrir sumarið. Þó er mikilvægt er að staldra við og huga að þjálfun og móttöku nýs starfsfólks því þannig græða allir. Með góðri þjálfun eykst jákvæð upplifun starfsfólks jafnt sem viðskiptavina sem skilar sér í aukinni arðsemi fyrirtækja. Þannig stuðlum við saman að gæðum og velgengni íslenskrar ferðaþjónustu til framtíðar. Höfundar eru sérfræðingar hjá Hæfnisetri ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Vinnumarkaður Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Sjá meira
Eftir tvö erfið ár fyrir íslenska ferðaþjónustu blasa við bjartari tímar. Allt stefnir í annasamt sumar og mörg fyrirtæki hafa staðið í ströngu við ráðningar á nýju starfsfólki. Öll viljum við taka vel á móti gestunum okkar og veita faglega þjónustu, en til þess þarf að tryggja að starfsfólk fái viðeigandi þjálfun. Af hverju ættu ferðaþjónustufyrirtæki að fjárfesta í þjálfun starfsfólks? Starfsfólk í ferðaþjónustu er oft ráðið tímabundið til þess að sinna störfum yfir sumartímann. Jafnframt hefur hlutfall erlends starfsfólks í greininni hækkað. Oft er því litið svo á að þjálfun starfsfólks í ferðaþjónustu borgi sig ekki: Af hverju eiga fyrirtæki að fjárfesta í þjálfun starfsfólks, ef það snýr mögulega ekki aftur til starfa? Svarið við þessari spurningu er hins vegar afar einfalt. Góð fræðsla og þjálfun starfsfólks skiptir gríðarlega miklu máli fyrir velgengni fyrirtækja, því hún eykur ánægju viðskiptavina jafnt sem starfsfólks. Starfsfólk sem hefur fengið góða þjálfun er betur í stakk búið til að þjónusta viðskiptavini. Með góðri móttöku og þjálfun starfsfólks getur fyrirtæki jafnframt dregið úr starfsmannaveltu og orðið að eftirsóknarverðum vinnustað. „Starfsfólkið er okkar mesti auður“ Á dögunum stóðu Hæfnisetur ferðaþjónustunnar og Samtök ferðaþjónustunnar fyrir Menntamorgni. Á fundinum fór Jóhanna Sigríður Svavarsdóttir, starfsmannastjóri Gentle Giants, yfir fræðslu- og þjálfunarmál og sagði: „Starfsfólkið er okkar mesti auður og með góðri þjálfun og áherslu á menntamál fyrirtækisins þá búum við til eftirsóknarvert starfsumhverfi og við gefum okkar fólki tæki og tól til að takast á við margar áskoranir sem upp geta komið.“ Þjálfun starfsfólks skilar sér í aukinni arðsemi fyrirtækja, eins og kom fram í máli Þóris Erlingssonar, framkvæmdastjóra Tailwind og reynslubolta í íslenskri ferðaþjónustu. Á Menntamorgni ferðaþjónustunnar hélt hann erindi um mikilvægi menntunar, fræðslu og þjálfunar og sagði að „menntun, fræðsla og þjálfun eru lykillinn að auknum gæðum, hamingjusamari viðskiptavinum, hamingjusamara starfsfólki og aukinni arðsemi“. En felur þjálfun starfsfólks ekki alltaf í sér ákveðinn kostnað? Vissulega felur þjálfun starfsfólks í sér kostnað, en á móti kemur að góð þjálfun eykur gæði, ýtir undir ánægju viðskiptavina og dregur úr starfsmannaveltu. Allt eykur þetta arðsemi fyrirtækja. Auk þess geta fyrirtæki sótt um niðurgreiðslu fyrir fræðslu hjá starfsmenntasjóðum í gegnum Áttina (áttin.is) og þannig dregið verulega úr kostnaði. Sala jókst um tæp 40% eftir að starfsfólk fór á sölunámskeið Hæfnisetur ferðaþjónustunnar hefur heimsótt fjölmörg ferðaþjónustufyrirtæki víðsvegar um landið og aðstoðað þau við að koma á fræðslu og þjálfun starfsfólks. Reynslan hefur sýnt að fyrirtæki sem leggja ríka áherslu á fræðslu ná umfangsmiklum árangri. Sem dæmi má nefna hótel þar sem skorið á booking.com fór úr 7.9 í 8.3 á innan við sex mánuðum. Annað dæmi er af ferðaþjónustufyrirtæki þar sem sala jókst um tæp 40% eftir að starfsfólk fór á sölunámskeið. Fyrirtæki sem vilja ná raunverulegum árangri þurfa því að gera þjálfun starfsfólks hátt undir höfði. Fræðsluefni fyrir stjórnendur og starfsfólk í ferðaþjónustu Til þess að auðvelda móttöku nýs starfsfólks hefur Hæfnisetur ferðaþjónustunnar í samstarfi við Ferðamálastofu þróað efni sem nýtist við þjálfun starfsfólks. Um er að ræða upplýsingavef á hæfni.is, þar sem stjórnendur jafnt sem starfsfólk geta nálgast gagnlegt fræðsluefni sem aðgengilegt er á nokkrum tungumálum. Stjórnendur í ferðaþjónustu geta kynnt sér móttökuferli nýliða í einföldum skrefum, ásamt ítarlegum gátlista. Jafnframt er þar að finna gagnlegt efni fyrir stjórnendur í ferðaþjónustu, svo sem leiðbeiningar sem auðvelda ráðningu erlends starfsfólks og upplýsingar um námskeið í boði. Núna er ferðaþjónustan komin á fullt fyrir sumarið. Þó er mikilvægt er að staldra við og huga að þjálfun og móttöku nýs starfsfólks því þannig græða allir. Með góðri þjálfun eykst jákvæð upplifun starfsfólks jafnt sem viðskiptavina sem skilar sér í aukinni arðsemi fyrirtækja. Þannig stuðlum við saman að gæðum og velgengni íslenskrar ferðaþjónustu til framtíðar. Höfundar eru sérfræðingar hjá Hæfnisetri ferðaþjónustunnar.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun