Samkeppni er ekki á dagskrá hjá ríkisstjórninni Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 15. júní 2022 08:00 Íslenskur almenningur er reglulega minntur á mikilvægi virkrar samkeppni og kostnaðinn sem fylgir samkeppnisskorti. Hvort sem um er að ræða fákeppni í bankaþjónustu, á tryggingarmarkaði eða eldsneytismarkaði, í landbúnaði eða sjávarútvegi. Áhrifin eru alltaf þau sömu, neytendum í óhag. Enda almannahagsmunir settir til hliðar. Fákeppni og sérhagsmunir Fákeppnishagnaður í fjármálakerfinu er ástæða þess að hér er dýrasta bankaþjónusta í Evrópu. Þennan kostnað þurfa fyrirtæki og almenningur í landinu að sitja uppi með. Við höfum sennilega flest öll kvartað yfir háum lántökukostnaði og rándýrri greiðslumiðlun sem kostar okkur tugi milljarða á ári hverju. Sömu sögu má segja af tryggingarþjónustunni. Þessi fákeppni er afleiðing margra þátta en það er fyrst og fremst óstöðugur gjaldmiðill okkar sem veldur því að erlendir aðilar vilja síður hefja hér rekstur í samkeppni við innlenda aðila. Þeim þykir fjárfestingin of áhættusöm og sjá fram á meiri ábata af fjárfestingum annars staðar. Það hefur verulega neikvæð áhrif á samkeppnisumhverfið innanlands. Hátt verð á nauðsynjavörum svo sem eldsneyti og matvælum hefur einnig leikið okkur grátt. Þær landbúnaðarvörur á matvörumarkaði sem ekki falla undir samkeppnisreglur hafa í gegnum tíðina leitt vagninn þegar kemur að verðhækkunum. Þessi vandamál blasa við nánast hvert sem er litið og þau eru að mestu leyti afleiðing samkeppnisleysis og pólitískra ákvarðana sem taka ekki tillit til hagsmuna neytenda. Hagsmuna neytenda ekki gætt Virkari samkeppni á markaði er brýn nauðsyn. Það er augljóst mál. Hins vegar verða engin skref tekin í átt að aukinni samkeppni á meðan þetta er eitt af forboðnum umræðuefnum stjórnvalda. Ríkisstjórnin kýs að stinga höfðinu í sandinn frekar en að ræða af einhverri alvöru hvernig tryggja megi eðlilega samkeppni á vöru- og þjónustumarkaði hér innanlands. Þess vegna er enginn áhugi á tillögum okkar um að almennar samkeppnisreglur ríki í landbúnaði og enginn áhugi á að markaðslögmál gildi í sjávarútvegi. Þess vegna var tillaga okkar um heildstæða úttekt á áhrifum virkrar samkeppni ekki afgreidd úr nefnd á sínum tíma. Ekki heldur á þinginu sem nú er að líða. Rétt eins og tillagan okkar um mat á samkeppnisrekstri ríkisins. Svo er auðvitað enginn áhugi á að ræða vaxtamuninn í fjármálaþjónustu og áhrif sífelldra gengisbreytinga á íslenskt atvinnulíf og almenning allan. Fjölmargt má hér nefna og það segir allt sem segja þarf um raunverulegan vilja stjórnvalda. Samkeppni er einfaldlega ekki á dagskrá hjá ríkisstjórninni. Það bitnar á neytendum. Samkeppni og almannahagur Kostir virkrar samkeppni eru margir. Neytendur fá vörur og þjónustu á sem lægstu verðum þegar heilbrigð samkeppni ríkir á mörkuðum. Hún tryggir aukið vöruframboð, aukið valfrelsi og betri þjónustu. Samkeppni skapar aukinn hvata fyrir nýsköpun í framleiðslu, stuðlar að umbótum í rekstri og dregur úr hvatanum til sóunar. Heilt yfir er ábati bæði neytenda og framleiðenda augljós. Samkeppnin gagnast öllu samfélaginu í heild. Hún bætir hag alls almennings og eykur lífsgæði fólks. Samkeppni er sérstaklega mikilvæg á tímum mikillar verðbólgu. Hvatinn til að veita vöru og þjónustu á hagstæðu verði skiptir öllu máli þegar verðbólgan rýrir kjör launþega. Heilbrigð samkeppni er fyrirtækjum líka nauðsynleg þegar rekstrarkostnaður eykst vegna verðbólgunnar. Þá getur nýsköpun reynst bjargvættur á tímum mikilla erfiðleika í hagkerfinu. Loks er samkeppnisaðhald utan frá ein besta trygging okkar gegn sífellt hækkandi vöruverði. Það héldi aftur af verðbólguþrýstingi ef auðveldara yrði fyrir íslenska neytendur að eiga í viðskiptum við erlenda aðila, þar myndi mestu muna að draga úr viðskiptahindrunum og létta undir með neytendum með því að samrýma skattakjör milli ríkja. Verðbólgan er auðvitað þess eðlis að erfiðara verður að tryggja alla þessa kosti virkrar samkeppni. Hærri verðbólga ýtir undir fákeppni og getur skaðað samkeppnisumhverfið til langs tíma litið. Af þeim sökum er einmitt mikilvægt að við bætum ekki á vandann með samkeppnishindrunum og pólitískum ákvörðunum og aðgerðum sem gera ekkert nema að draga úr samkeppni og tryggja aukna fákeppni á mörkuðum. Því miður hefur þessi ríkisstjórn sýnt að hún aðhyllist ekki sömu sjónarmið. Fyrir vikið eru sérhagsmunir í forgangi. Höfundur er þingmaður og formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Samkeppnismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Sjá meira
Íslenskur almenningur er reglulega minntur á mikilvægi virkrar samkeppni og kostnaðinn sem fylgir samkeppnisskorti. Hvort sem um er að ræða fákeppni í bankaþjónustu, á tryggingarmarkaði eða eldsneytismarkaði, í landbúnaði eða sjávarútvegi. Áhrifin eru alltaf þau sömu, neytendum í óhag. Enda almannahagsmunir settir til hliðar. Fákeppni og sérhagsmunir Fákeppnishagnaður í fjármálakerfinu er ástæða þess að hér er dýrasta bankaþjónusta í Evrópu. Þennan kostnað þurfa fyrirtæki og almenningur í landinu að sitja uppi með. Við höfum sennilega flest öll kvartað yfir háum lántökukostnaði og rándýrri greiðslumiðlun sem kostar okkur tugi milljarða á ári hverju. Sömu sögu má segja af tryggingarþjónustunni. Þessi fákeppni er afleiðing margra þátta en það er fyrst og fremst óstöðugur gjaldmiðill okkar sem veldur því að erlendir aðilar vilja síður hefja hér rekstur í samkeppni við innlenda aðila. Þeim þykir fjárfestingin of áhættusöm og sjá fram á meiri ábata af fjárfestingum annars staðar. Það hefur verulega neikvæð áhrif á samkeppnisumhverfið innanlands. Hátt verð á nauðsynjavörum svo sem eldsneyti og matvælum hefur einnig leikið okkur grátt. Þær landbúnaðarvörur á matvörumarkaði sem ekki falla undir samkeppnisreglur hafa í gegnum tíðina leitt vagninn þegar kemur að verðhækkunum. Þessi vandamál blasa við nánast hvert sem er litið og þau eru að mestu leyti afleiðing samkeppnisleysis og pólitískra ákvarðana sem taka ekki tillit til hagsmuna neytenda. Hagsmuna neytenda ekki gætt Virkari samkeppni á markaði er brýn nauðsyn. Það er augljóst mál. Hins vegar verða engin skref tekin í átt að aukinni samkeppni á meðan þetta er eitt af forboðnum umræðuefnum stjórnvalda. Ríkisstjórnin kýs að stinga höfðinu í sandinn frekar en að ræða af einhverri alvöru hvernig tryggja megi eðlilega samkeppni á vöru- og þjónustumarkaði hér innanlands. Þess vegna er enginn áhugi á tillögum okkar um að almennar samkeppnisreglur ríki í landbúnaði og enginn áhugi á að markaðslögmál gildi í sjávarútvegi. Þess vegna var tillaga okkar um heildstæða úttekt á áhrifum virkrar samkeppni ekki afgreidd úr nefnd á sínum tíma. Ekki heldur á þinginu sem nú er að líða. Rétt eins og tillagan okkar um mat á samkeppnisrekstri ríkisins. Svo er auðvitað enginn áhugi á að ræða vaxtamuninn í fjármálaþjónustu og áhrif sífelldra gengisbreytinga á íslenskt atvinnulíf og almenning allan. Fjölmargt má hér nefna og það segir allt sem segja þarf um raunverulegan vilja stjórnvalda. Samkeppni er einfaldlega ekki á dagskrá hjá ríkisstjórninni. Það bitnar á neytendum. Samkeppni og almannahagur Kostir virkrar samkeppni eru margir. Neytendur fá vörur og þjónustu á sem lægstu verðum þegar heilbrigð samkeppni ríkir á mörkuðum. Hún tryggir aukið vöruframboð, aukið valfrelsi og betri þjónustu. Samkeppni skapar aukinn hvata fyrir nýsköpun í framleiðslu, stuðlar að umbótum í rekstri og dregur úr hvatanum til sóunar. Heilt yfir er ábati bæði neytenda og framleiðenda augljós. Samkeppnin gagnast öllu samfélaginu í heild. Hún bætir hag alls almennings og eykur lífsgæði fólks. Samkeppni er sérstaklega mikilvæg á tímum mikillar verðbólgu. Hvatinn til að veita vöru og þjónustu á hagstæðu verði skiptir öllu máli þegar verðbólgan rýrir kjör launþega. Heilbrigð samkeppni er fyrirtækjum líka nauðsynleg þegar rekstrarkostnaður eykst vegna verðbólgunnar. Þá getur nýsköpun reynst bjargvættur á tímum mikilla erfiðleika í hagkerfinu. Loks er samkeppnisaðhald utan frá ein besta trygging okkar gegn sífellt hækkandi vöruverði. Það héldi aftur af verðbólguþrýstingi ef auðveldara yrði fyrir íslenska neytendur að eiga í viðskiptum við erlenda aðila, þar myndi mestu muna að draga úr viðskiptahindrunum og létta undir með neytendum með því að samrýma skattakjör milli ríkja. Verðbólgan er auðvitað þess eðlis að erfiðara verður að tryggja alla þessa kosti virkrar samkeppni. Hærri verðbólga ýtir undir fákeppni og getur skaðað samkeppnisumhverfið til langs tíma litið. Af þeim sökum er einmitt mikilvægt að við bætum ekki á vandann með samkeppnishindrunum og pólitískum ákvörðunum og aðgerðum sem gera ekkert nema að draga úr samkeppni og tryggja aukna fákeppni á mörkuðum. Því miður hefur þessi ríkisstjórn sýnt að hún aðhyllist ekki sömu sjónarmið. Fyrir vikið eru sérhagsmunir í forgangi. Höfundur er þingmaður og formaður Viðreisnar.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar