Framtíðarsýn í málefnum útlendinga Katrín Jakobsdóttir skrifar 14. júní 2022 12:30 Lög um útlendinga voru samþykkt á Alþingi árið 2016. Þau voru afrakstur áralangrar þverpólitískrar vinnu og mörkuðu ákveðin tímamót í málaflokknum hér á landi. Segja má að þar hafi náðst mjög breið sátt um þá nálgun að mikilvægt sé að hafa skýrt og gagnsætt regluverk í kringum flóttafólk og tryggja að kerfið sem á að taka á þessum málum sé sanngjarnt og réttlátt. Markmið laganna voru að kveða á um réttarstöðu og tryggja réttaröryggi útlendinga sem koma til landsins eða fara frá því, sækja um dvalarleyfi eða dveljast hér á landi samkvæmt lögunum og að tryggja mannúðlega og skilvirka meðferð stjórnvalda í málefnum útlendinga. Það er mikilvægt að rifja þetta upp nú, sex árum eftir að þessi lög voru samþykkt. Á þeim tíma hefur margt breyst í heiminum í kringum okkur. Fólksflutningar í heiminum hafa aldrei verið meiri en talið er að yfir 281 milljón manna sé á faraldsfæti eða um 3,6% jarðarbúa. Það er gríðarlegur fjöldi fólks. Allar spár benda til þess að þessir fólksflutningar muni aukast enn, vegna loftslagsbreytinga og versnandi umhverfisaðstæðna. Heimurinn hefur breyst frá samþykkt útlendingalaga. Íslenskt samfélag hefur líka breyst en nú eins og þá er ríkur vilji til að Ísland taki vel á móti því fólki sem hingað leitar eftir skjóli eða kemur í leit að betra lífi. Framkvæmd laganna á þeim árum sem eru liðin hefur oft verið umdeild og breytingar hafa verið gerðar, flestar í þá átt að gera kerfið mannúðlegra, til dæmis með því að stytta málsmeðferðartíma í málum þar sem börn koma við sögu. Þannig var hámarkstími málsmeðferðar styttur á síðasta kjörtímabili, bæði í hælismálum og verndarmálum þegar börn eiga í hlut. Þá hefur jafnframt verið lögð áhersla á að um hámarkstíma sé að ræða og málsmeðferð eigi alla jafna að taka skemmri tíma. Vilji stjórnvalda er því skýr um að sérstaklega þurfi að gæta að hagsmunum barna við afgreiðslu umsókna um alþjóðlega vernd. Í þessu samhengi getur tölfræðin verið gagnleg til að sýna breytingu á milli tímabila, þótt hún segi ekki alla söguna. Árið 2012 var hlutfall innflytjenda á Íslandi 8% en í fyrra voru 15,5% íbúa landsins innflytjendur samkvæmt tölum Hagstofunnar. Það ár sóttu 118 einstaklingar um alþjóðlega vernd og 15 einstaklingar hlutu alþjóðlega vernd hér á landi, þar af 5 í gegnum verndarkerfið. Árið 2017 var sama mynd svona: 1096 sóttu um vernd á Íslandi og 226 fengu alþjóðlega vernd, þar af 178 í gegnum verndarkerfið. Þegar við lítum á stöðuna í dag er staðan sú að í fyrra sóttu 871 manns um vernd og heildarfjöldi þeirra sem hlutu vernd var 577 einstaklingar, þar af 353 í gegnum verndarkerfið. Stríðið í Úkraínu hefur svo haft þau áhrif að það sem af er þessu ári hafa um 1700 manns sótt um vernd og meira en 1100 einstaklingar hlotið hana. Eins og sést á þessum tölum hlýtur fólk vernd hér á landi ekki aðeins í gegnum verndarkerfið, heldur getur vernd einnig verið á grundvelli fjölskyldusameiningar og sömuleiðis getur vernd fyrir flóttafólk einnig verið í boði stjórnvalda og er þá oft kallað kvótaflóttafólk. Þessi hópur hefur stækkað undanfarin ár, og er oft um að ræða fólk í sérstaklega viðkvæmri stöðu sem statt er í flóttamannabúðum og hefur engar bjargir til að koma sér sjálft þaðan. Stefna ríkisstjórnarinnar er að taka á móti enn fleira kvótaflóttafólki á næstu árum. Þá hafa íslensk stjórnvöld á undanförnum árum mótað afar skýra stefnu í því að taka sérstaklega á móti viðkvæmum hópum. Þá stefnu má sjá birtast í því kvótaflóttafólki sem við höfum tekið á móti og má þar sérstaklega nefna konur frá Afganistan sem íslensk stjórnvöld hafa tekið á móti eftir að Talibanar tóku þar aftur völdin. Þá hafa íslensk stjórnvöld einnig boðið fram aðstoð við að taka á móti fötluðum börnum frá Úkraínu og fjölskyldum þeirra. Þegar við berum saman stöðuna hér við önnur Norðurlönd þá eru umsóknir um vernd á hverja 10.000 íbúa hér mun fleiri en annars staðar á Norðurlöndum en á Íslandi eru það 23 umsóknir á hverja 10.000 íbúa, næsta land fyrir neðan er Svíþjóð með 11 umsóknir á hverja 10.000 íbúa. Önnur Norðurlönd eru með færri umsóknir. Á sama tíma hefur mikil gerjun átt sér stað í umræðu um þessi mál í löndunum í kringum okkur og þar hafa annars konar breytingar verið gerðar, flestar í þá átt að herða regluverkið. Því er það kúnstugt að heyra því haldið fram að hérlend löggjöf sé með því harðasta sem gerist á alþjóðavettvangi, sú fullyrðing stenst einfaldlega ekki skoðun. Hins vegar er það svo að það er flókið að ræða kerfi sem byggir á þeirri staðreynd að við búum í heimi með landamærum þar sem ólíkar reglur gilda fyrir ólíka einstaklinga eftir aðstæðum þeirra og uppruna. Að setja slíkt kerfi í samhengi við hugmyndir um félagslegt réttlæti er enn flóknara en það er eigi að síður viðfangsefni okkar. Hugmyndir um hvað er réttlátt í slíku kerfi eru auðveldari í orði en á borði þegar við sjáum andlit og lærum nöfn einstaklinga og fjölskyldna sem hingað eru komin. Það breytir því ekki að ef þingmenn voru sammála um eitthvað árið 2016 þá var það að hafa kerfi sem tryggði þeim sem hingað koma réttaröryggi, kerfi sem væri í senn mannúðlegt og skilvirkt. En þessi sjónarmið geta rekist á ef við tökumst ekki á við umræðuna með stóru myndina undir, þótt það sé erfitt að horfa ekki aðeins á fólkið sem er fyrir framan okkur á hverjum tíma. Við verðum að ræða málaflokkinn með þau sem við sjáum ekki líka í huga, þeirra réttindi og þeirra bjargir. Stjórnmálin þurfa að takast á við það og marka stefnu í málefnum útlendinga til lengri tíma því ljóst má vera að fólki á flótta fjölgar enn eins og áður sagði. Þar þurfa réttlæti, mannúð og réttaröryggi áfram að vera leiðarljós okkar. Stefna í málefnum útlendinga snýst hins vegar ekki eingöngu um fólk á flótta heldur ekki síður þau sem hingað flytja til að vinna, í leit að betra lífi. Þar blasa við stór verkefni. Það er ljóst að tækifæri fólks sem býr utan EES-svæðisins til að koma hingað til að vinna og setjast að eru allt of þröng. Pólitískur vilji er til þess að rýmka umgjörð atvinnu- og dvalarleyfa svo auðveldara verði fyrir fólk utan EES að koma til Íslands að vinna og byggja upp gæfuríkt líf hér á landi. Þetta verður að gerast í samstarfi við aðila vinnumarkaðarins og ég legg áherslu á að unnið verði hratt og vel í þessum efnum. Við þurfum líka að takast á við stöðu innflytjenda í íslensku samfélagi og á íslenskum vinnumarkaði. Þrátt fyrir hátt hlutfall innflytjenda í samfélaginu eru sorglega fá úr þeirra hópi í stjórnunarstöðum í samfélaginu. Allt of mörg sækja sér ekki æðri menntun. Þau eru ekki eins sýnileg og þau eru mörg. Börn innflytjenda þurfa meiri stuðning í skólunum og við þurfum að hækka hlutfall þeirra sem sækja tómstundir. Þetta eru allt risastór viðfangsefni þar sem við sem samfélag þurfum að taka okkur á og tryggja það að hér verði áfram eitt samfélag, samfélag jöfnuðar, þar sem við höfnum þeirri stéttaskiptingu sem við erum að sjá fæðast fyrir framan augun á okkur. Ný ráðherranefnd um flóttafólk og innflytjendur fundaði í gær. Stofnun hennar endurspeglar þá skýru sýn ríkisstjórnarinnar að við viljum forgangsraða þessum málaflokki í stjórnkerfinu. Við viljum tryggja það að Ísland verði senn fjölbreytt samfélag og jafnaðarsamfélag. Og við viljum að kerfið okkar tryggi áfram réttláta og góða málsmeðferð. Við þurfum dýpri umræðu um málaflokkinn og þar eru stjórnvöld reiðubúin til samtals og samstarfs. Höfundur er forsætisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Innflytjendamál Mest lesið Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Sjá meira
Lög um útlendinga voru samþykkt á Alþingi árið 2016. Þau voru afrakstur áralangrar þverpólitískrar vinnu og mörkuðu ákveðin tímamót í málaflokknum hér á landi. Segja má að þar hafi náðst mjög breið sátt um þá nálgun að mikilvægt sé að hafa skýrt og gagnsætt regluverk í kringum flóttafólk og tryggja að kerfið sem á að taka á þessum málum sé sanngjarnt og réttlátt. Markmið laganna voru að kveða á um réttarstöðu og tryggja réttaröryggi útlendinga sem koma til landsins eða fara frá því, sækja um dvalarleyfi eða dveljast hér á landi samkvæmt lögunum og að tryggja mannúðlega og skilvirka meðferð stjórnvalda í málefnum útlendinga. Það er mikilvægt að rifja þetta upp nú, sex árum eftir að þessi lög voru samþykkt. Á þeim tíma hefur margt breyst í heiminum í kringum okkur. Fólksflutningar í heiminum hafa aldrei verið meiri en talið er að yfir 281 milljón manna sé á faraldsfæti eða um 3,6% jarðarbúa. Það er gríðarlegur fjöldi fólks. Allar spár benda til þess að þessir fólksflutningar muni aukast enn, vegna loftslagsbreytinga og versnandi umhverfisaðstæðna. Heimurinn hefur breyst frá samþykkt útlendingalaga. Íslenskt samfélag hefur líka breyst en nú eins og þá er ríkur vilji til að Ísland taki vel á móti því fólki sem hingað leitar eftir skjóli eða kemur í leit að betra lífi. Framkvæmd laganna á þeim árum sem eru liðin hefur oft verið umdeild og breytingar hafa verið gerðar, flestar í þá átt að gera kerfið mannúðlegra, til dæmis með því að stytta málsmeðferðartíma í málum þar sem börn koma við sögu. Þannig var hámarkstími málsmeðferðar styttur á síðasta kjörtímabili, bæði í hælismálum og verndarmálum þegar börn eiga í hlut. Þá hefur jafnframt verið lögð áhersla á að um hámarkstíma sé að ræða og málsmeðferð eigi alla jafna að taka skemmri tíma. Vilji stjórnvalda er því skýr um að sérstaklega þurfi að gæta að hagsmunum barna við afgreiðslu umsókna um alþjóðlega vernd. Í þessu samhengi getur tölfræðin verið gagnleg til að sýna breytingu á milli tímabila, þótt hún segi ekki alla söguna. Árið 2012 var hlutfall innflytjenda á Íslandi 8% en í fyrra voru 15,5% íbúa landsins innflytjendur samkvæmt tölum Hagstofunnar. Það ár sóttu 118 einstaklingar um alþjóðlega vernd og 15 einstaklingar hlutu alþjóðlega vernd hér á landi, þar af 5 í gegnum verndarkerfið. Árið 2017 var sama mynd svona: 1096 sóttu um vernd á Íslandi og 226 fengu alþjóðlega vernd, þar af 178 í gegnum verndarkerfið. Þegar við lítum á stöðuna í dag er staðan sú að í fyrra sóttu 871 manns um vernd og heildarfjöldi þeirra sem hlutu vernd var 577 einstaklingar, þar af 353 í gegnum verndarkerfið. Stríðið í Úkraínu hefur svo haft þau áhrif að það sem af er þessu ári hafa um 1700 manns sótt um vernd og meira en 1100 einstaklingar hlotið hana. Eins og sést á þessum tölum hlýtur fólk vernd hér á landi ekki aðeins í gegnum verndarkerfið, heldur getur vernd einnig verið á grundvelli fjölskyldusameiningar og sömuleiðis getur vernd fyrir flóttafólk einnig verið í boði stjórnvalda og er þá oft kallað kvótaflóttafólk. Þessi hópur hefur stækkað undanfarin ár, og er oft um að ræða fólk í sérstaklega viðkvæmri stöðu sem statt er í flóttamannabúðum og hefur engar bjargir til að koma sér sjálft þaðan. Stefna ríkisstjórnarinnar er að taka á móti enn fleira kvótaflóttafólki á næstu árum. Þá hafa íslensk stjórnvöld á undanförnum árum mótað afar skýra stefnu í því að taka sérstaklega á móti viðkvæmum hópum. Þá stefnu má sjá birtast í því kvótaflóttafólki sem við höfum tekið á móti og má þar sérstaklega nefna konur frá Afganistan sem íslensk stjórnvöld hafa tekið á móti eftir að Talibanar tóku þar aftur völdin. Þá hafa íslensk stjórnvöld einnig boðið fram aðstoð við að taka á móti fötluðum börnum frá Úkraínu og fjölskyldum þeirra. Þegar við berum saman stöðuna hér við önnur Norðurlönd þá eru umsóknir um vernd á hverja 10.000 íbúa hér mun fleiri en annars staðar á Norðurlöndum en á Íslandi eru það 23 umsóknir á hverja 10.000 íbúa, næsta land fyrir neðan er Svíþjóð með 11 umsóknir á hverja 10.000 íbúa. Önnur Norðurlönd eru með færri umsóknir. Á sama tíma hefur mikil gerjun átt sér stað í umræðu um þessi mál í löndunum í kringum okkur og þar hafa annars konar breytingar verið gerðar, flestar í þá átt að herða regluverkið. Því er það kúnstugt að heyra því haldið fram að hérlend löggjöf sé með því harðasta sem gerist á alþjóðavettvangi, sú fullyrðing stenst einfaldlega ekki skoðun. Hins vegar er það svo að það er flókið að ræða kerfi sem byggir á þeirri staðreynd að við búum í heimi með landamærum þar sem ólíkar reglur gilda fyrir ólíka einstaklinga eftir aðstæðum þeirra og uppruna. Að setja slíkt kerfi í samhengi við hugmyndir um félagslegt réttlæti er enn flóknara en það er eigi að síður viðfangsefni okkar. Hugmyndir um hvað er réttlátt í slíku kerfi eru auðveldari í orði en á borði þegar við sjáum andlit og lærum nöfn einstaklinga og fjölskyldna sem hingað eru komin. Það breytir því ekki að ef þingmenn voru sammála um eitthvað árið 2016 þá var það að hafa kerfi sem tryggði þeim sem hingað koma réttaröryggi, kerfi sem væri í senn mannúðlegt og skilvirkt. En þessi sjónarmið geta rekist á ef við tökumst ekki á við umræðuna með stóru myndina undir, þótt það sé erfitt að horfa ekki aðeins á fólkið sem er fyrir framan okkur á hverjum tíma. Við verðum að ræða málaflokkinn með þau sem við sjáum ekki líka í huga, þeirra réttindi og þeirra bjargir. Stjórnmálin þurfa að takast á við það og marka stefnu í málefnum útlendinga til lengri tíma því ljóst má vera að fólki á flótta fjölgar enn eins og áður sagði. Þar þurfa réttlæti, mannúð og réttaröryggi áfram að vera leiðarljós okkar. Stefna í málefnum útlendinga snýst hins vegar ekki eingöngu um fólk á flótta heldur ekki síður þau sem hingað flytja til að vinna, í leit að betra lífi. Þar blasa við stór verkefni. Það er ljóst að tækifæri fólks sem býr utan EES-svæðisins til að koma hingað til að vinna og setjast að eru allt of þröng. Pólitískur vilji er til þess að rýmka umgjörð atvinnu- og dvalarleyfa svo auðveldara verði fyrir fólk utan EES að koma til Íslands að vinna og byggja upp gæfuríkt líf hér á landi. Þetta verður að gerast í samstarfi við aðila vinnumarkaðarins og ég legg áherslu á að unnið verði hratt og vel í þessum efnum. Við þurfum líka að takast á við stöðu innflytjenda í íslensku samfélagi og á íslenskum vinnumarkaði. Þrátt fyrir hátt hlutfall innflytjenda í samfélaginu eru sorglega fá úr þeirra hópi í stjórnunarstöðum í samfélaginu. Allt of mörg sækja sér ekki æðri menntun. Þau eru ekki eins sýnileg og þau eru mörg. Börn innflytjenda þurfa meiri stuðning í skólunum og við þurfum að hækka hlutfall þeirra sem sækja tómstundir. Þetta eru allt risastór viðfangsefni þar sem við sem samfélag þurfum að taka okkur á og tryggja það að hér verði áfram eitt samfélag, samfélag jöfnuðar, þar sem við höfnum þeirri stéttaskiptingu sem við erum að sjá fæðast fyrir framan augun á okkur. Ný ráðherranefnd um flóttafólk og innflytjendur fundaði í gær. Stofnun hennar endurspeglar þá skýru sýn ríkisstjórnarinnar að við viljum forgangsraða þessum málaflokki í stjórnkerfinu. Við viljum tryggja það að Ísland verði senn fjölbreytt samfélag og jafnaðarsamfélag. Og við viljum að kerfið okkar tryggi áfram réttláta og góða málsmeðferð. Við þurfum dýpri umræðu um málaflokkinn og þar eru stjórnvöld reiðubúin til samtals og samstarfs. Höfundur er forsætisráðherra.
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun