PCR-heildsali Landspítalans hagnaðist um tæpa tvo milljarða í fyrra Eiður Þór Árnason skrifar 14. júní 2022 07:44 Mikið álag var á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans þegar mest lét í faraldrinum. Landspítali/Þorkell Heilsölufyrirtækið Lyra hagnaðist um 1.955 milljónir króna fyrir skatt árið 2021 en mikil söluaukning varð hjá fyrirtækinu vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Alls seldi Lyra vörur og þjónustu fyrir 4.250 milljónir króna í fyrra en Landspítalinn var langstærsti viðskiptavinur fyrirtækisins. Kaup spítalans fóru fram án útboðs. Þetta kemur fram í frétt Fréttablaðsins en þar segir að Landspítalinn keypt veirugreiningartæki og mikið magn af hvarfefnum sem notuð voru við greiningar á sýnum. Fyrirtækið er í eigu feðgina sem hafa lagt til að þau greiði sér allt að 750 milljónir króna í arð eftir seinasta ár. Framlegð félagsins nam 2.155 milljónum króna af 4.250 milljóna króna veltu sem samsvarar tæpum 50 prósentum. Þótti nauðsynlegt að fá tækin til að auka afkastagetu Samkvæmt upplýsingum sem Fréttablaðið fékk frá Landspítalanum fóru innkaupin frá Lyru fram án útboðs og er vísað til undanþága í lögum um opinber innkaup vegna þess neyðarástands sem faraldurinn hafi skapað. Þótti spítalinn nauðsynlegt að fá tækin og efnin því greiningageta fyrir Covid-sýni hafi verið sprungin. Ítrekað var fjallað um takmarkaða afkastagetu sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans í faraldrinum og þurfti Íslensk erfðagreining reglulega að hlaupa undir bagga til að tryggja PCR-greiningu innanlands- og landamærasýna. Síðan þá hefur deildin bætt tækjakost sinn en framleiðendur greiningartækja og hvarfefna áttu um tíma erfitt með að anna eftirspurn á heimsvísu þegar faraldurinn skall á. Fram kemur í ársreikningi Lyru að hagnaður eftir tekjuskatt hafi verið 1.564 milljónir króna í fyrra. Þar segir jafnframt að meginstarfsemi félagsins sé fólgin í heildverslun með lyf og tæki fyrir heilbrigðisþjónustu. Framkvæmdastjóri félagsins og aðaleigandi með 66,68% hlut er Höskuldur H. Höskuldsson. Heilbrigðismál Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Nýtt Covid-greiningartæki verði loks klárt í febrúar Nýtt greiningartæki Landspítala, sem á meðal annars að nýtast við greiningar á Covid-19, hefur enn ekki verið tekið í notkun. Tækið var keypt síðasta sumar og stóðu þá vonir til að það yrði tekið í gagnið í nóvember, en nú standa hins vegar vonir til að það verði í febrúar. 7. janúar 2021 07:36 „Deildin verður með þessu á heimsmælikvarða“ Með tilkomu nýs greiningartækis, sem barst loksins til landsins eftir margra mánaða bið, verður sýkla-og veirufræðideild Landspítalans á heimsmælikvarða hvað varðar afkastagetu og möguleika á greiningu. Þetta sagði Karl G. Kristinsson, yfirlæknir deildarinnar, í hádegisfréttum Bylgjunnar. 14. desember 2020 13:12 Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira
Þetta kemur fram í frétt Fréttablaðsins en þar segir að Landspítalinn keypt veirugreiningartæki og mikið magn af hvarfefnum sem notuð voru við greiningar á sýnum. Fyrirtækið er í eigu feðgina sem hafa lagt til að þau greiði sér allt að 750 milljónir króna í arð eftir seinasta ár. Framlegð félagsins nam 2.155 milljónum króna af 4.250 milljóna króna veltu sem samsvarar tæpum 50 prósentum. Þótti nauðsynlegt að fá tækin til að auka afkastagetu Samkvæmt upplýsingum sem Fréttablaðið fékk frá Landspítalanum fóru innkaupin frá Lyru fram án útboðs og er vísað til undanþága í lögum um opinber innkaup vegna þess neyðarástands sem faraldurinn hafi skapað. Þótti spítalinn nauðsynlegt að fá tækin og efnin því greiningageta fyrir Covid-sýni hafi verið sprungin. Ítrekað var fjallað um takmarkaða afkastagetu sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans í faraldrinum og þurfti Íslensk erfðagreining reglulega að hlaupa undir bagga til að tryggja PCR-greiningu innanlands- og landamærasýna. Síðan þá hefur deildin bætt tækjakost sinn en framleiðendur greiningartækja og hvarfefna áttu um tíma erfitt með að anna eftirspurn á heimsvísu þegar faraldurinn skall á. Fram kemur í ársreikningi Lyru að hagnaður eftir tekjuskatt hafi verið 1.564 milljónir króna í fyrra. Þar segir jafnframt að meginstarfsemi félagsins sé fólgin í heildverslun með lyf og tæki fyrir heilbrigðisþjónustu. Framkvæmdastjóri félagsins og aðaleigandi með 66,68% hlut er Höskuldur H. Höskuldsson.
Heilbrigðismál Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Nýtt Covid-greiningartæki verði loks klárt í febrúar Nýtt greiningartæki Landspítala, sem á meðal annars að nýtast við greiningar á Covid-19, hefur enn ekki verið tekið í notkun. Tækið var keypt síðasta sumar og stóðu þá vonir til að það yrði tekið í gagnið í nóvember, en nú standa hins vegar vonir til að það verði í febrúar. 7. janúar 2021 07:36 „Deildin verður með þessu á heimsmælikvarða“ Með tilkomu nýs greiningartækis, sem barst loksins til landsins eftir margra mánaða bið, verður sýkla-og veirufræðideild Landspítalans á heimsmælikvarða hvað varðar afkastagetu og möguleika á greiningu. Þetta sagði Karl G. Kristinsson, yfirlæknir deildarinnar, í hádegisfréttum Bylgjunnar. 14. desember 2020 13:12 Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira
Nýtt Covid-greiningartæki verði loks klárt í febrúar Nýtt greiningartæki Landspítala, sem á meðal annars að nýtast við greiningar á Covid-19, hefur enn ekki verið tekið í notkun. Tækið var keypt síðasta sumar og stóðu þá vonir til að það yrði tekið í gagnið í nóvember, en nú standa hins vegar vonir til að það verði í febrúar. 7. janúar 2021 07:36
„Deildin verður með þessu á heimsmælikvarða“ Með tilkomu nýs greiningartækis, sem barst loksins til landsins eftir margra mánaða bið, verður sýkla-og veirufræðideild Landspítalans á heimsmælikvarða hvað varðar afkastagetu og möguleika á greiningu. Þetta sagði Karl G. Kristinsson, yfirlæknir deildarinnar, í hádegisfréttum Bylgjunnar. 14. desember 2020 13:12