Hækka stýrivexti í fyrsta sinn í ellefu ár Eiður Þór Árnason skrifar 9. júní 2022 21:17 Christine Lagarde, seðlabankastjóri Evrópu, segir verðbólguna vega sífellt þyngra. Ap/Peter Dejong Evrópski seðlabankinn hyggst færa stýrivexti sína upp um 0,25 prósentustig í júlí sem verður fyrsta hækkunin í ellefu ár. Þá boðar seðlabankinn aðra hækkun í september sem gæti reynst umfangsmeiri ef ekki tekst að koma böndum á verðbólguna. Bankinn fylgir þar með í fótspor fleiri seðlabanka víða um heim sem keppast nú við að hætta að ýta undir viðsnúning hagkerfa eftir heimsfaraldur kórónuveiru og beita þess í stað tækjum sínum til að halda aftur af vaxandi verðbólgu. Tilkynning evrópska seðlabankans er til marks um stefnubreytingu eftir tímabil þar sem stýrivöxtum hefur verið haldið í lágmarki. AP-fréttaveitan greinir frá þessu en 25 manna peningastefnunefnd seðlabankans segir að versnandi verðbólga hafi reynst evrópskum hagkerfum mikil áskorun. Verðbólga mælist nú 8,1% í evruríkjunum nítján, langt fyrir ofan 2% markmið evrópska seðlabankans. Hækkanir haft mikið að segja Stríð Rússa í Úkraínu hefur haft umtalsverð áhrif á hagkerfi heimsins, og leitt til mikillar verðhækkunar á jarðefnaeldsneyti. Sú hækkun og aðgerðir sem miða að því að draga úr kaupum á olíu og gasi frá Rússlandi hefur haft mikið að segja fyrir Evrópuríki sem reiða sig mörg hver á jarðefnaeldsneyti frá ríkinu. Christine Lagarde, seðlabankastjóri Evrópu, sagði á blaðamannafundi í Amsterdam í dag að árásir Rússa í Úkraínu haldi áfram að setja mark sitt á hagkerfi Evrópu og víðar. Stríðið hafi raskað vöruviðskiptum, leitt til skorts á hinum ýmsu hráefnum og ýtt undir miklar verðhækkanir á orku og nytjavarningi. Evrópusambandið Innrás Rússa í Úkraínu Verðlag Mest lesið Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Bankinn fylgir þar með í fótspor fleiri seðlabanka víða um heim sem keppast nú við að hætta að ýta undir viðsnúning hagkerfa eftir heimsfaraldur kórónuveiru og beita þess í stað tækjum sínum til að halda aftur af vaxandi verðbólgu. Tilkynning evrópska seðlabankans er til marks um stefnubreytingu eftir tímabil þar sem stýrivöxtum hefur verið haldið í lágmarki. AP-fréttaveitan greinir frá þessu en 25 manna peningastefnunefnd seðlabankans segir að versnandi verðbólga hafi reynst evrópskum hagkerfum mikil áskorun. Verðbólga mælist nú 8,1% í evruríkjunum nítján, langt fyrir ofan 2% markmið evrópska seðlabankans. Hækkanir haft mikið að segja Stríð Rússa í Úkraínu hefur haft umtalsverð áhrif á hagkerfi heimsins, og leitt til mikillar verðhækkunar á jarðefnaeldsneyti. Sú hækkun og aðgerðir sem miða að því að draga úr kaupum á olíu og gasi frá Rússlandi hefur haft mikið að segja fyrir Evrópuríki sem reiða sig mörg hver á jarðefnaeldsneyti frá ríkinu. Christine Lagarde, seðlabankastjóri Evrópu, sagði á blaðamannafundi í Amsterdam í dag að árásir Rússa í Úkraínu haldi áfram að setja mark sitt á hagkerfi Evrópu og víðar. Stríðið hafi raskað vöruviðskiptum, leitt til skorts á hinum ýmsu hráefnum og ýtt undir miklar verðhækkanir á orku og nytjavarningi.
Evrópusambandið Innrás Rússa í Úkraínu Verðlag Mest lesið Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira