Faraldursveiking gengin til baka og spá frekari hækkun Eiður Þór Árnason skrifar 9. júní 2022 17:07 Hagfræðideild Landsbankans gerir ráð fyrir því að gengi krónunnar verði komið í 132 krónur í lok þessa árs. Vísir/Vilhelm Íslenska krónan hefur styrkst verulega frá því að hún var hvað veikust undir lok árs 2020 þegar áhrifa heimsfaraldurs kórónuveiru gætti hvað mest. Kostar evran núna það sama og fyrir faraldurinn. Þegar krónan var veikust kostaði evran 165 krónur og hefur hún verið milli 135 og 140 krónur á síðustu vikum. Öll veikingin sem kom til í kjölfar faraldursins er þar með gengin til baka. Hagfræðideild Landsbankans spáir hægfara styrkingu krónunnar næstu misseri og að verð á evru verði komið í 132 krónur í lok þessa árs. Eiga von á að halli breytist í afgang á næstu mánuðum Fram kemur í hagsjá Landsbankans að krónan hafi styrkst þrátt fyrir að 50,3 milljarða króna halli hafi verið á viðskiptum við útlönd á fyrstu þremur mánuðum þessa árs en það er mesti halli síðan fyrir hrun. Fram kom í nýlegum tölum Seðlabankans að hallinn skýrist að miklu leyti af því að innlend eftirspurn, og þar með innflutningur hafi tekið hraðar við sér eftir heimsfaraldurinn en komur erlendra ferðamanna, sem telst til útflutnings. Samhliða fjölgun ferðamanna í sumar á hagfræðideild Landsbankans von á því að hallinn á viðskiptum við útlönd breytist í afgang og að afgangur verið eftir árið í heild. Seðlabankinn hafi lítið gripið inn í „Það kann að virðast skjóta skökku við að krónan styrktist á sama tíma og mesti halli á viðskiptum við útlönd frá því fyrir hrun mælist. Hluti ástæðunnar er að samsvarandi flæði á gjaldeyri fylgir ekki endilega viðskiptajöfnuði. Til að mynda fylgir ekkert gjaldeyrisflæði bættri afkoma innlendra fyrirtækja í erlendri eign, nema hugsanlega í framtíðinni þegar þessi hagnaður er innleystur. Hallinn á viðskiptajöfnuði sem myndast sökum þessa hefur því engin áhrif á krónuna,“ segir í Hagsjá Landsbankans. Einnig hafi verið veruleg aukning á stöðutöku með krónuna í gegnum framvirka samninga með gjaldeyri. Stöðutakan komi fram í gengi krónunnar þegar samningarnir séu gerðir upp en ekki þegar þeir eru gerðir upp í lok samningstímans. Fram kemur í samantekt hagfræðideildar Landsbankans að Seðlabankinn hafi lítið gripið inn í á gjaldeyrismarkaði síðustu mánuði. Í apríl hafi bankinn selt átján milljarða króna til erlends fjárfestis vegna kaupa á ríkisbréfum en þar fyrir utan hafi Seðlabankinn aðeins gripið inn í til þess að koma í veg fyrir miklar sveiflur innan dags. Íslenska krónan Seðlabankinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Þegar krónan var veikust kostaði evran 165 krónur og hefur hún verið milli 135 og 140 krónur á síðustu vikum. Öll veikingin sem kom til í kjölfar faraldursins er þar með gengin til baka. Hagfræðideild Landsbankans spáir hægfara styrkingu krónunnar næstu misseri og að verð á evru verði komið í 132 krónur í lok þessa árs. Eiga von á að halli breytist í afgang á næstu mánuðum Fram kemur í hagsjá Landsbankans að krónan hafi styrkst þrátt fyrir að 50,3 milljarða króna halli hafi verið á viðskiptum við útlönd á fyrstu þremur mánuðum þessa árs en það er mesti halli síðan fyrir hrun. Fram kom í nýlegum tölum Seðlabankans að hallinn skýrist að miklu leyti af því að innlend eftirspurn, og þar með innflutningur hafi tekið hraðar við sér eftir heimsfaraldurinn en komur erlendra ferðamanna, sem telst til útflutnings. Samhliða fjölgun ferðamanna í sumar á hagfræðideild Landsbankans von á því að hallinn á viðskiptum við útlönd breytist í afgang og að afgangur verið eftir árið í heild. Seðlabankinn hafi lítið gripið inn í „Það kann að virðast skjóta skökku við að krónan styrktist á sama tíma og mesti halli á viðskiptum við útlönd frá því fyrir hrun mælist. Hluti ástæðunnar er að samsvarandi flæði á gjaldeyri fylgir ekki endilega viðskiptajöfnuði. Til að mynda fylgir ekkert gjaldeyrisflæði bættri afkoma innlendra fyrirtækja í erlendri eign, nema hugsanlega í framtíðinni þegar þessi hagnaður er innleystur. Hallinn á viðskiptajöfnuði sem myndast sökum þessa hefur því engin áhrif á krónuna,“ segir í Hagsjá Landsbankans. Einnig hafi verið veruleg aukning á stöðutöku með krónuna í gegnum framvirka samninga með gjaldeyri. Stöðutakan komi fram í gengi krónunnar þegar samningarnir séu gerðir upp en ekki þegar þeir eru gerðir upp í lok samningstímans. Fram kemur í samantekt hagfræðideildar Landsbankans að Seðlabankinn hafi lítið gripið inn í á gjaldeyrismarkaði síðustu mánuði. Í apríl hafi bankinn selt átján milljarða króna til erlends fjárfestis vegna kaupa á ríkisbréfum en þar fyrir utan hafi Seðlabankinn aðeins gripið inn í til þess að koma í veg fyrir miklar sveiflur innan dags.
Íslenska krónan Seðlabankinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira