Þríeykið sá til þess að Boston er komið yfir í úrslitaeinvíginu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. júní 2022 07:31 Jayson Tatum var illviðráðanlegur í nótt. Kyle Terada/Getty Images Stjörnur Boston Celtics stigu heldur betur upp er liðið komst 2-1 yfir í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. Alls skoruðu Jayson Tatum, Jaylen Brown og Marcus Smart 77 stig er Boston vann Golden State Warriors með sextán stiga mun, lokatölur 116-100. Enn og aftur byrjaði Boston af miklum krafti og áttu Stephen Curry og félagar fá svör í upphafi leiks. Stríðsmennirnir réðu sérstaklega illa við Jaylen Brown en hann skoraði 17 stig í fyrsta leikhluta, staðan að honum loknum 33-22 Boston í vil. Áfram héldu yfirburðir Celtics í öðrum leikhluta en um hann miðjan smellti Jayson Tatum niður þrist og jók muninn í 18 stig. Við það vöknuðu gestirnir og skoruðu næstu níu stig leiksins. Jaylen Brown got off to a start dropping 22 first-half points on his way to 27 points and the @celtics Game 3 victory!@FCHWPO: 27 PTS, 9 REB, 5 AST, 4 3PM pic.twitter.com/5H9iDlPNYf— NBA (@NBA) June 9, 2022 Munurinn var hins vegar 12 stig er liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik, 68-56. Sem betur fer fyrir Boston því í leikjunum á undan hafði Golden State alltaf spilað hvað best í þriðja leikhluta. Það hélt áfram en munurinn var allt í einu kominn niður í tvö stig, 82-80, eftir ótrúlegan þrist frá Otto Porter Jr. þegar rúmlega fjórar mínútur voru eftir af þriðja leikhluta. Curry kom gestunum svo yfir með öðrum þrist í næstu sókn eftir að Boston mistókst að koma boltanum í körfuna. Þarna hafði Golden State ekki verið yfir í leiknum frá því staðan var 0-2. Boston rankaði við sér og náði aftur forystunni áður en fjórði leikhluti hófst. Þar virtust gestirnir alveg sprungnir Stríðsmennirnir skoruðu aðeins 11 stig í fjórða og síðasta leikhluta leiksins. Lokatölur í Boston 116-110 heimamönnum í vil sem eru nú komnir 2-1 yfir í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar. Jaylen Brown, Jayson Tatum, and Marcus Smart are the 4th trio of teammates in NBA History to record 20+ PTS, 5+ REB, and 5+ AST in a #NBAFinals game. pic.twitter.com/S3LLMstiGS— NBA History (@NBAHistory) June 9, 2022 Þríeykið hjá Boston fór eins og áður sagði mikinn. Þeirra stigahæstur var Jaylen Brown en hann skoraði 27 stig ásamt því að taka 9 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. Jayson Tatum skoraði 26 stig, gaf 9 stoðsendingar og tók 6 fráköst. Marcus Smart skoraði 24 stig, tók 7 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. Þá skoraði gamla brýnið Al Horford 11 stig, tók 8 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Marcus Smart dropped 24 points in the @celtics Game 3 victory to take a 2-1 series lead! #AllAbout18@smart_MS3: 24 PTS, 7 REB, 5 ASTGame 4: Fri. 9pm/et on ABC pic.twitter.com/iwDeVzaHBQ— NBA (@NBA) June 9, 2022 Hjá Warriors var Steph Curry með 31 stig, 4 fráköst og 2 stoðsendingar. Klay Thompson skoraði 25 stig, tók 3 fráköst og gaf 3 stoðsendingar. Andew Wiggins skoraði svo 18 stig, tók 7 fráköst og gaf 2 stoðsendingar. Steph Curry & Klay Thompson combined for 56 points and 11 3PM in Game 3.@StephenCurry30: 31 PTS, 4 REB, 2 STL, 6 3PM@KlayThompson: 25 PTS, 5 3PMGame 4: Fri. 9pm/et on ABC pic.twitter.com/3rBopfokmb— NBA (@NBA) June 9, 2022 Næsti leikur liðanna er á föstudagskvöld. Upphitun hefst á Stöð 2 Sport 2 klukkan 00.30 og leikurinn sjálfur 01.00. Körfubolti NBA Mest lesið Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Körfubolti Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Erlendur íþróttaannáll 2024: Bátnum ruggað, 2007 módelin og ótrúlegt hlaup Sport Dagskráin í dag: Grindavík hefur göngu sína Sport Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti Fleiri fréttir Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Sjá meira
Enn og aftur byrjaði Boston af miklum krafti og áttu Stephen Curry og félagar fá svör í upphafi leiks. Stríðsmennirnir réðu sérstaklega illa við Jaylen Brown en hann skoraði 17 stig í fyrsta leikhluta, staðan að honum loknum 33-22 Boston í vil. Áfram héldu yfirburðir Celtics í öðrum leikhluta en um hann miðjan smellti Jayson Tatum niður þrist og jók muninn í 18 stig. Við það vöknuðu gestirnir og skoruðu næstu níu stig leiksins. Jaylen Brown got off to a start dropping 22 first-half points on his way to 27 points and the @celtics Game 3 victory!@FCHWPO: 27 PTS, 9 REB, 5 AST, 4 3PM pic.twitter.com/5H9iDlPNYf— NBA (@NBA) June 9, 2022 Munurinn var hins vegar 12 stig er liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik, 68-56. Sem betur fer fyrir Boston því í leikjunum á undan hafði Golden State alltaf spilað hvað best í þriðja leikhluta. Það hélt áfram en munurinn var allt í einu kominn niður í tvö stig, 82-80, eftir ótrúlegan þrist frá Otto Porter Jr. þegar rúmlega fjórar mínútur voru eftir af þriðja leikhluta. Curry kom gestunum svo yfir með öðrum þrist í næstu sókn eftir að Boston mistókst að koma boltanum í körfuna. Þarna hafði Golden State ekki verið yfir í leiknum frá því staðan var 0-2. Boston rankaði við sér og náði aftur forystunni áður en fjórði leikhluti hófst. Þar virtust gestirnir alveg sprungnir Stríðsmennirnir skoruðu aðeins 11 stig í fjórða og síðasta leikhluta leiksins. Lokatölur í Boston 116-110 heimamönnum í vil sem eru nú komnir 2-1 yfir í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar. Jaylen Brown, Jayson Tatum, and Marcus Smart are the 4th trio of teammates in NBA History to record 20+ PTS, 5+ REB, and 5+ AST in a #NBAFinals game. pic.twitter.com/S3LLMstiGS— NBA History (@NBAHistory) June 9, 2022 Þríeykið hjá Boston fór eins og áður sagði mikinn. Þeirra stigahæstur var Jaylen Brown en hann skoraði 27 stig ásamt því að taka 9 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. Jayson Tatum skoraði 26 stig, gaf 9 stoðsendingar og tók 6 fráköst. Marcus Smart skoraði 24 stig, tók 7 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. Þá skoraði gamla brýnið Al Horford 11 stig, tók 8 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Marcus Smart dropped 24 points in the @celtics Game 3 victory to take a 2-1 series lead! #AllAbout18@smart_MS3: 24 PTS, 7 REB, 5 ASTGame 4: Fri. 9pm/et on ABC pic.twitter.com/iwDeVzaHBQ— NBA (@NBA) June 9, 2022 Hjá Warriors var Steph Curry með 31 stig, 4 fráköst og 2 stoðsendingar. Klay Thompson skoraði 25 stig, tók 3 fráköst og gaf 3 stoðsendingar. Andew Wiggins skoraði svo 18 stig, tók 7 fráköst og gaf 2 stoðsendingar. Steph Curry & Klay Thompson combined for 56 points and 11 3PM in Game 3.@StephenCurry30: 31 PTS, 4 REB, 2 STL, 6 3PM@KlayThompson: 25 PTS, 5 3PMGame 4: Fri. 9pm/et on ABC pic.twitter.com/3rBopfokmb— NBA (@NBA) June 9, 2022 Næsti leikur liðanna er á föstudagskvöld. Upphitun hefst á Stöð 2 Sport 2 klukkan 00.30 og leikurinn sjálfur 01.00.
Körfubolti NBA Mest lesið Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Körfubolti Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Erlendur íþróttaannáll 2024: Bátnum ruggað, 2007 módelin og ótrúlegt hlaup Sport Dagskráin í dag: Grindavík hefur göngu sína Sport Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti Fleiri fréttir Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Sjá meira