Þríeykið sá til þess að Boston er komið yfir í úrslitaeinvíginu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. júní 2022 07:31 Jayson Tatum var illviðráðanlegur í nótt. Kyle Terada/Getty Images Stjörnur Boston Celtics stigu heldur betur upp er liðið komst 2-1 yfir í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. Alls skoruðu Jayson Tatum, Jaylen Brown og Marcus Smart 77 stig er Boston vann Golden State Warriors með sextán stiga mun, lokatölur 116-100. Enn og aftur byrjaði Boston af miklum krafti og áttu Stephen Curry og félagar fá svör í upphafi leiks. Stríðsmennirnir réðu sérstaklega illa við Jaylen Brown en hann skoraði 17 stig í fyrsta leikhluta, staðan að honum loknum 33-22 Boston í vil. Áfram héldu yfirburðir Celtics í öðrum leikhluta en um hann miðjan smellti Jayson Tatum niður þrist og jók muninn í 18 stig. Við það vöknuðu gestirnir og skoruðu næstu níu stig leiksins. Jaylen Brown got off to a start dropping 22 first-half points on his way to 27 points and the @celtics Game 3 victory!@FCHWPO: 27 PTS, 9 REB, 5 AST, 4 3PM pic.twitter.com/5H9iDlPNYf— NBA (@NBA) June 9, 2022 Munurinn var hins vegar 12 stig er liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik, 68-56. Sem betur fer fyrir Boston því í leikjunum á undan hafði Golden State alltaf spilað hvað best í þriðja leikhluta. Það hélt áfram en munurinn var allt í einu kominn niður í tvö stig, 82-80, eftir ótrúlegan þrist frá Otto Porter Jr. þegar rúmlega fjórar mínútur voru eftir af þriðja leikhluta. Curry kom gestunum svo yfir með öðrum þrist í næstu sókn eftir að Boston mistókst að koma boltanum í körfuna. Þarna hafði Golden State ekki verið yfir í leiknum frá því staðan var 0-2. Boston rankaði við sér og náði aftur forystunni áður en fjórði leikhluti hófst. Þar virtust gestirnir alveg sprungnir Stríðsmennirnir skoruðu aðeins 11 stig í fjórða og síðasta leikhluta leiksins. Lokatölur í Boston 116-110 heimamönnum í vil sem eru nú komnir 2-1 yfir í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar. Jaylen Brown, Jayson Tatum, and Marcus Smart are the 4th trio of teammates in NBA History to record 20+ PTS, 5+ REB, and 5+ AST in a #NBAFinals game. pic.twitter.com/S3LLMstiGS— NBA History (@NBAHistory) June 9, 2022 Þríeykið hjá Boston fór eins og áður sagði mikinn. Þeirra stigahæstur var Jaylen Brown en hann skoraði 27 stig ásamt því að taka 9 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. Jayson Tatum skoraði 26 stig, gaf 9 stoðsendingar og tók 6 fráköst. Marcus Smart skoraði 24 stig, tók 7 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. Þá skoraði gamla brýnið Al Horford 11 stig, tók 8 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Marcus Smart dropped 24 points in the @celtics Game 3 victory to take a 2-1 series lead! #AllAbout18@smart_MS3: 24 PTS, 7 REB, 5 ASTGame 4: Fri. 9pm/et on ABC pic.twitter.com/iwDeVzaHBQ— NBA (@NBA) June 9, 2022 Hjá Warriors var Steph Curry með 31 stig, 4 fráköst og 2 stoðsendingar. Klay Thompson skoraði 25 stig, tók 3 fráköst og gaf 3 stoðsendingar. Andew Wiggins skoraði svo 18 stig, tók 7 fráköst og gaf 2 stoðsendingar. Steph Curry & Klay Thompson combined for 56 points and 11 3PM in Game 3.@StephenCurry30: 31 PTS, 4 REB, 2 STL, 6 3PM@KlayThompson: 25 PTS, 5 3PMGame 4: Fri. 9pm/et on ABC pic.twitter.com/3rBopfokmb— NBA (@NBA) June 9, 2022 Næsti leikur liðanna er á föstudagskvöld. Upphitun hefst á Stöð 2 Sport 2 klukkan 00.30 og leikurinn sjálfur 01.00. Körfubolti NBA Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Fleiri fréttir Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Sjá meira
Enn og aftur byrjaði Boston af miklum krafti og áttu Stephen Curry og félagar fá svör í upphafi leiks. Stríðsmennirnir réðu sérstaklega illa við Jaylen Brown en hann skoraði 17 stig í fyrsta leikhluta, staðan að honum loknum 33-22 Boston í vil. Áfram héldu yfirburðir Celtics í öðrum leikhluta en um hann miðjan smellti Jayson Tatum niður þrist og jók muninn í 18 stig. Við það vöknuðu gestirnir og skoruðu næstu níu stig leiksins. Jaylen Brown got off to a start dropping 22 first-half points on his way to 27 points and the @celtics Game 3 victory!@FCHWPO: 27 PTS, 9 REB, 5 AST, 4 3PM pic.twitter.com/5H9iDlPNYf— NBA (@NBA) June 9, 2022 Munurinn var hins vegar 12 stig er liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik, 68-56. Sem betur fer fyrir Boston því í leikjunum á undan hafði Golden State alltaf spilað hvað best í þriðja leikhluta. Það hélt áfram en munurinn var allt í einu kominn niður í tvö stig, 82-80, eftir ótrúlegan þrist frá Otto Porter Jr. þegar rúmlega fjórar mínútur voru eftir af þriðja leikhluta. Curry kom gestunum svo yfir með öðrum þrist í næstu sókn eftir að Boston mistókst að koma boltanum í körfuna. Þarna hafði Golden State ekki verið yfir í leiknum frá því staðan var 0-2. Boston rankaði við sér og náði aftur forystunni áður en fjórði leikhluti hófst. Þar virtust gestirnir alveg sprungnir Stríðsmennirnir skoruðu aðeins 11 stig í fjórða og síðasta leikhluta leiksins. Lokatölur í Boston 116-110 heimamönnum í vil sem eru nú komnir 2-1 yfir í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar. Jaylen Brown, Jayson Tatum, and Marcus Smart are the 4th trio of teammates in NBA History to record 20+ PTS, 5+ REB, and 5+ AST in a #NBAFinals game. pic.twitter.com/S3LLMstiGS— NBA History (@NBAHistory) June 9, 2022 Þríeykið hjá Boston fór eins og áður sagði mikinn. Þeirra stigahæstur var Jaylen Brown en hann skoraði 27 stig ásamt því að taka 9 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. Jayson Tatum skoraði 26 stig, gaf 9 stoðsendingar og tók 6 fráköst. Marcus Smart skoraði 24 stig, tók 7 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. Þá skoraði gamla brýnið Al Horford 11 stig, tók 8 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Marcus Smart dropped 24 points in the @celtics Game 3 victory to take a 2-1 series lead! #AllAbout18@smart_MS3: 24 PTS, 7 REB, 5 ASTGame 4: Fri. 9pm/et on ABC pic.twitter.com/iwDeVzaHBQ— NBA (@NBA) June 9, 2022 Hjá Warriors var Steph Curry með 31 stig, 4 fráköst og 2 stoðsendingar. Klay Thompson skoraði 25 stig, tók 3 fráköst og gaf 3 stoðsendingar. Andew Wiggins skoraði svo 18 stig, tók 7 fráköst og gaf 2 stoðsendingar. Steph Curry & Klay Thompson combined for 56 points and 11 3PM in Game 3.@StephenCurry30: 31 PTS, 4 REB, 2 STL, 6 3PM@KlayThompson: 25 PTS, 5 3PMGame 4: Fri. 9pm/et on ABC pic.twitter.com/3rBopfokmb— NBA (@NBA) June 9, 2022 Næsti leikur liðanna er á föstudagskvöld. Upphitun hefst á Stöð 2 Sport 2 klukkan 00.30 og leikurinn sjálfur 01.00.
Körfubolti NBA Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Fleiri fréttir Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Sjá meira