Grænir hvatar í bláu hafi Svandís Svavarsdóttir skrifar 8. júní 2022 14:01 Í dag, 8. júní, er alþjóðlegur dagur hafsins, en Sameinuðu þjóðirnar hafa tileinkað hafinu þennan dag síðan árið 2008. Þótt það sé vissulega við hæfi alla daga að meta hafið að verðleikum er það sérstaklega við hæfi í dag. Hafið hefur ekki aðeins nært okkur frá upphafi byggðar, það hefur líka gefið okkur mikil verðmæti. En það eru blikur á lofti, og súrnun sjávar er raunverulegt og áþreifanlegt vandamál sem gæti haft afdrifarík áhrif á vistkerfi heimsins og afkomu Íslendinga. Okkur duga engin vettlingatök í þessum efnum og þurfum öll að leggjast á árarnar. Heilbrigð höf tryggja heilbrigða fæðu Heimshöfin eru óumdeilanlega ein af stærstu forsendum lífs á jörðinni. En þau eru í hættu, bæði vegna mengunar og ofveiði. Sú staðreynd knýr okkur til að endurmeta kúrsinn og sigla fram hjá skerjum. Við þurfum græna hvata í kerfin okkar sem aldrei fyrr. Einnig að endurhugsa og endurhanna veiðarfæri og endurskoða fiskveiðilöggjöfina svo sporna megi við ofveiði og brottkasti. Við verðum að draga úr sóun og mengun, ekki síst af völdum plasts, og endurheimta heilbrigð höf. Um 200 milljónir manna eiga allt sitt undir sjávarútvegi komið og jarðarbúar sækja stóran hluta af sínu lifibrauði til hafsins. Ekki verður heldur horft fram hjá þeirri staðreynd að helmingur súrefnis jarðar kemur úr sjónum. Hafið getur líka bundið mikið koltvíoxíð úr andrúmslofti og geymir mikið magn kolefnis. Til að snúa þessari óheillaþróun við hraðar en nú er gert, þurfum við að stórauka hafrannsóknir og fara af fullum þunga í orkuskipti. Sýnum auðlindinni virðingu Við Íslendingar eigum mikilla hagsmuna að gæta í þessum efnum og því er mikilvægt að við tökum þátt í alþjóðlegu samstarfi og virðum alþjóðlegar skuldbindingar. Við getum og eigum að sýna gott fordæmi. Sjávarútvegur á Íslandi hefur verið í fremstu röð á heimsvísu og þeirri stöðu viljum við halda. Það gerum við með því að bera virðingu fyrir auðlindinni, stunda sjálfbærar veiðar og vernda eftir fremsta megni viðkvæm vistkerfi í hafi. Sem matvælaráðherra ætla ég að beita mér fyrir aukinni áherslu á vistkerfisnálgun þannig að tekið sé tillit til allra þátta vistkerfa við stjórn veiða. Ég vil efla verndun viðkvæmra vistkerfa hafsins í samræmi við þær áherslur og markmið sem sett hafa verið í alþjóðasamningum. Og ég vil að við skoðum betur þátt hafsins í loftslagsmálum, hvort við völdum losun koltvíoxíðs úr hafinu og hvort við getum jafnvel aukið kolefnisbindingu t.d. í þara. Við höfum fjölmörg tækifæri til að vernda og nýta sem best þá miklu auðlind sem hafið er, okkar er að gæta að þeim. Höfundur er matvælaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Umhverfismál Sjávarútvegur Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag, 8. júní, er alþjóðlegur dagur hafsins, en Sameinuðu þjóðirnar hafa tileinkað hafinu þennan dag síðan árið 2008. Þótt það sé vissulega við hæfi alla daga að meta hafið að verðleikum er það sérstaklega við hæfi í dag. Hafið hefur ekki aðeins nært okkur frá upphafi byggðar, það hefur líka gefið okkur mikil verðmæti. En það eru blikur á lofti, og súrnun sjávar er raunverulegt og áþreifanlegt vandamál sem gæti haft afdrifarík áhrif á vistkerfi heimsins og afkomu Íslendinga. Okkur duga engin vettlingatök í þessum efnum og þurfum öll að leggjast á árarnar. Heilbrigð höf tryggja heilbrigða fæðu Heimshöfin eru óumdeilanlega ein af stærstu forsendum lífs á jörðinni. En þau eru í hættu, bæði vegna mengunar og ofveiði. Sú staðreynd knýr okkur til að endurmeta kúrsinn og sigla fram hjá skerjum. Við þurfum græna hvata í kerfin okkar sem aldrei fyrr. Einnig að endurhugsa og endurhanna veiðarfæri og endurskoða fiskveiðilöggjöfina svo sporna megi við ofveiði og brottkasti. Við verðum að draga úr sóun og mengun, ekki síst af völdum plasts, og endurheimta heilbrigð höf. Um 200 milljónir manna eiga allt sitt undir sjávarútvegi komið og jarðarbúar sækja stóran hluta af sínu lifibrauði til hafsins. Ekki verður heldur horft fram hjá þeirri staðreynd að helmingur súrefnis jarðar kemur úr sjónum. Hafið getur líka bundið mikið koltvíoxíð úr andrúmslofti og geymir mikið magn kolefnis. Til að snúa þessari óheillaþróun við hraðar en nú er gert, þurfum við að stórauka hafrannsóknir og fara af fullum þunga í orkuskipti. Sýnum auðlindinni virðingu Við Íslendingar eigum mikilla hagsmuna að gæta í þessum efnum og því er mikilvægt að við tökum þátt í alþjóðlegu samstarfi og virðum alþjóðlegar skuldbindingar. Við getum og eigum að sýna gott fordæmi. Sjávarútvegur á Íslandi hefur verið í fremstu röð á heimsvísu og þeirri stöðu viljum við halda. Það gerum við með því að bera virðingu fyrir auðlindinni, stunda sjálfbærar veiðar og vernda eftir fremsta megni viðkvæm vistkerfi í hafi. Sem matvælaráðherra ætla ég að beita mér fyrir aukinni áherslu á vistkerfisnálgun þannig að tekið sé tillit til allra þátta vistkerfa við stjórn veiða. Ég vil efla verndun viðkvæmra vistkerfa hafsins í samræmi við þær áherslur og markmið sem sett hafa verið í alþjóðasamningum. Og ég vil að við skoðum betur þátt hafsins í loftslagsmálum, hvort við völdum losun koltvíoxíðs úr hafinu og hvort við getum jafnvel aukið kolefnisbindingu t.d. í þara. Við höfum fjölmörg tækifæri til að vernda og nýta sem best þá miklu auðlind sem hafið er, okkar er að gæta að þeim. Höfundur er matvælaráðherra.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun