Kaupa ferðaþjónustufyrirtæki í Alaska Atli Ísleifsson skrifar 8. júní 2022 08:36 Gréta María Grétarsdóttir er forstjóri Arctic Adventures. Vísir/Vilhelm Sameiginlegt félag Arctic Adventures hf. og Pt Capital hefur gengið frá kaupum á öllu hlutafé All Alaska Tours og Alaska Private Touring. Í tilkynningu frá segir að markmið félaganna sé að taka þátt í uppbyggingu á vaxandi ferðaþjónustumarkaði í Alaska. „Fyrir COVID-19 heimsfaraldurinn var stöðugur vöxtur ferðamanna til Alaska og er ferðaþjónustan í Alaska vel í stakk búin til að halda áfram vexti á næstu árum. Arctic Adventures hf. mun fara með 50,25% hlut í sameiginlegu félagi, Arctic Adventures Alaska. All Alaska Tours var stofnað árið 1991 og eru einn af fremstu ferðaskipuleggjendum í Alaska og Yukon, Kanada. Fyrirtækið hefur í gegnum árin byggt upp sambönd við yfir 1000 birgja víðsvegar í Alaska og Kanada ásamt því að þjónusta aðila um allan heim sem vilja heimsækja Alaska og Kanada. Alaska Private Touring er systurfélag All Alaska Tours og býður upp á sérsniðnar ferðir sem hannaðar eru út frá óskum viðskiptavina frá upphafi til enda.“ Haft er eftir Grétu Maríu Grétarsdóttur, forstjóra Arctic Adventures, að Alaska sé að mörgu leyti svipaður áfangastaður og Ísland. „Ferðamenn sækja Alaska heim til að upplifa svipuð ævintýri og á Íslandi þar sem jöklar, heitar laugar, norðurljós, hvalir, lundar og íshellar eru til staðar í Alaska líkt og á Íslandi. Það er því margt sem við höfum fram að færa verandi leiðandi í ævintýra- og afþreyingarferðum á Íslandi og að sama skapi margt sem við getum lært af aðila með yfir 30 ára reynslu af skipulagningu ferða í Alaska. Arctic Adventures hefur þá sýn að verða leiðandi ferða- og ævintýrafyrirtæki á norðurslóðum og með því að bjóða All Alaska Tours og Alaska Private Touring velkomna í Arctic Adventures fjölskylduna höfum við tekið stórt skref í átt að því markmiði. Alaska er einnig vaxandi áfangastaður og við horfum á kaupin sem upphafið á vegferð sem mun skapa tækifæri til nýs vaxtarskeiðs innan samstæðu Arctic Adventures,“ segir Gréta María. Um Pt Capital segir að það sé fjárfestingarfyrirtæki með aðsetur í Alaska sem fjárfesti í ferðaþjónustu, tækni, iðnaði og fluggeiranum. Pt Capital hefur nú umsjón með eignasafni níu einkafyrirtækja í Bandaríkjunum, Íslandi og Finnlandi þar sem starfa alls yfir 1.400 starfsmenn. Kaup og sala fyrirtækja Ferðamennska á Íslandi Íslendingar erlendis Bandaríkin Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Í tilkynningu frá segir að markmið félaganna sé að taka þátt í uppbyggingu á vaxandi ferðaþjónustumarkaði í Alaska. „Fyrir COVID-19 heimsfaraldurinn var stöðugur vöxtur ferðamanna til Alaska og er ferðaþjónustan í Alaska vel í stakk búin til að halda áfram vexti á næstu árum. Arctic Adventures hf. mun fara með 50,25% hlut í sameiginlegu félagi, Arctic Adventures Alaska. All Alaska Tours var stofnað árið 1991 og eru einn af fremstu ferðaskipuleggjendum í Alaska og Yukon, Kanada. Fyrirtækið hefur í gegnum árin byggt upp sambönd við yfir 1000 birgja víðsvegar í Alaska og Kanada ásamt því að þjónusta aðila um allan heim sem vilja heimsækja Alaska og Kanada. Alaska Private Touring er systurfélag All Alaska Tours og býður upp á sérsniðnar ferðir sem hannaðar eru út frá óskum viðskiptavina frá upphafi til enda.“ Haft er eftir Grétu Maríu Grétarsdóttur, forstjóra Arctic Adventures, að Alaska sé að mörgu leyti svipaður áfangastaður og Ísland. „Ferðamenn sækja Alaska heim til að upplifa svipuð ævintýri og á Íslandi þar sem jöklar, heitar laugar, norðurljós, hvalir, lundar og íshellar eru til staðar í Alaska líkt og á Íslandi. Það er því margt sem við höfum fram að færa verandi leiðandi í ævintýra- og afþreyingarferðum á Íslandi og að sama skapi margt sem við getum lært af aðila með yfir 30 ára reynslu af skipulagningu ferða í Alaska. Arctic Adventures hefur þá sýn að verða leiðandi ferða- og ævintýrafyrirtæki á norðurslóðum og með því að bjóða All Alaska Tours og Alaska Private Touring velkomna í Arctic Adventures fjölskylduna höfum við tekið stórt skref í átt að því markmiði. Alaska er einnig vaxandi áfangastaður og við horfum á kaupin sem upphafið á vegferð sem mun skapa tækifæri til nýs vaxtarskeiðs innan samstæðu Arctic Adventures,“ segir Gréta María. Um Pt Capital segir að það sé fjárfestingarfyrirtæki með aðsetur í Alaska sem fjárfesti í ferðaþjónustu, tækni, iðnaði og fluggeiranum. Pt Capital hefur nú umsjón með eignasafni níu einkafyrirtækja í Bandaríkjunum, Íslandi og Finnlandi þar sem starfa alls yfir 1.400 starfsmenn.
Kaup og sala fyrirtækja Ferðamennska á Íslandi Íslendingar erlendis Bandaríkin Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira