Frábært ef ég get verið fyrirmynd fyrir unga feður Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. júní 2022 10:30 Jayson Tatum, leikmaður Boston Celtics og faðir. Ezra Shaw/Getty Images Jayson Tatum, stjörnuleikmaður Boston Celtics í NBA deildinni, segir það frábært ef hann getur verið fyrirmynd fyrir unga feður. Hinn 24 ára gamli Tatum hefur verið í NBA deildinni frá árinu 2017. Hann lét strax til sín taka og nú fer ekki á milli mála að um er að ræða einn besta leikmann deildarinnar í dag. Tatum er stór ástæða þess að Boston Celtics er loks komið aftur í úrslitaeinvígi deildarinnar en liðið mætir Golden State Warriors í þriðja leik liðanna í nótt. Skömmu eftir að Tatum kom inn í deildina varð hann faðir. Þann 6. desember 2017 eignaðist hann soninn Jayson Tatum Junior eða einfaldlega Deuce eins og hann er nær alltaf kallaður. When Dad throws it down but it s after bedtime pic.twitter.com/xoWKIrF0hr— Boston Celtics (@celtics) March 4, 2022 Í viðtali nýverið fór Tatum yfir það hvernig sonur hans hefur hjálpað honum undanfarin ár, haldið honum einbeittum og í raun gert hann að betri manni. Hann viðurkenndi einnig að það hefði hins vegar verið erfitt að verða faðir aðeins 19 ára gamall. Tatum sér þetta þó jákvæðum augum og vonast til að geta haft áhrif á aðra unga feður. „Ef ég er fyrirmynd fyrir aðra unga feður út í heimi þá er það frábært. Ég held að við þurfum fleiri slíkar fyrirmyndir. Við þurfum einfaldlega að fleiri feður séu til staðar,“ sagði leikmaðurinn nýverið en hann og móðir Deuce, Toriah Lachell, eru ekki saman í dag. Jayson Tatum spoke on what it means to be a father to Deuce while playing in the NBA @jaytatum0 pic.twitter.com/vNiyskyemA— ESPN (@espn) June 7, 2022 Það er hins vegar ljóst að Tatum leggur sig allan fram við að vera góður faðir sem og góður körfuboltamaður. Sem stendur virðist það ganga nokkuð vel og hver veit nema Deuce geti fagnað NBA meistaratitli með pabba sínum fyrr en síðar. Staðan í einvígi Boston Celtics og Golden State Warriors í úrslitum NBA deildarinnar er 1-1 fyrir þriðja leik liðanna í kvöld. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 00.25 á Stöð 2 Sport 2 og leikurinn sjálfur klukkan 01.00. Körfubolti NBA Mest lesið Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Gerrard neitaði Rangers Fótbolti Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Sport Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út Sport Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Dagskráin í dag: Undankeppni HM 2026 og NFL deildin Sport Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Sjá meira
Hinn 24 ára gamli Tatum hefur verið í NBA deildinni frá árinu 2017. Hann lét strax til sín taka og nú fer ekki á milli mála að um er að ræða einn besta leikmann deildarinnar í dag. Tatum er stór ástæða þess að Boston Celtics er loks komið aftur í úrslitaeinvígi deildarinnar en liðið mætir Golden State Warriors í þriðja leik liðanna í nótt. Skömmu eftir að Tatum kom inn í deildina varð hann faðir. Þann 6. desember 2017 eignaðist hann soninn Jayson Tatum Junior eða einfaldlega Deuce eins og hann er nær alltaf kallaður. When Dad throws it down but it s after bedtime pic.twitter.com/xoWKIrF0hr— Boston Celtics (@celtics) March 4, 2022 Í viðtali nýverið fór Tatum yfir það hvernig sonur hans hefur hjálpað honum undanfarin ár, haldið honum einbeittum og í raun gert hann að betri manni. Hann viðurkenndi einnig að það hefði hins vegar verið erfitt að verða faðir aðeins 19 ára gamall. Tatum sér þetta þó jákvæðum augum og vonast til að geta haft áhrif á aðra unga feður. „Ef ég er fyrirmynd fyrir aðra unga feður út í heimi þá er það frábært. Ég held að við þurfum fleiri slíkar fyrirmyndir. Við þurfum einfaldlega að fleiri feður séu til staðar,“ sagði leikmaðurinn nýverið en hann og móðir Deuce, Toriah Lachell, eru ekki saman í dag. Jayson Tatum spoke on what it means to be a father to Deuce while playing in the NBA @jaytatum0 pic.twitter.com/vNiyskyemA— ESPN (@espn) June 7, 2022 Það er hins vegar ljóst að Tatum leggur sig allan fram við að vera góður faðir sem og góður körfuboltamaður. Sem stendur virðist það ganga nokkuð vel og hver veit nema Deuce geti fagnað NBA meistaratitli með pabba sínum fyrr en síðar. Staðan í einvígi Boston Celtics og Golden State Warriors í úrslitum NBA deildarinnar er 1-1 fyrir þriðja leik liðanna í kvöld. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 00.25 á Stöð 2 Sport 2 og leikurinn sjálfur klukkan 01.00.
Körfubolti NBA Mest lesið Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Gerrard neitaði Rangers Fótbolti Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Sport Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út Sport Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Dagskráin í dag: Undankeppni HM 2026 og NFL deildin Sport Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Sjá meira