Tengiflugskerfið til Bandaríkjanna umbreytir rekstri Play Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 7. júní 2022 13:09 Birgir Jónsson, forstjóri Play, segir að bókunarstaðan í sumar sé gríðarlega sterk. Vísir/sigurjón Flugfélagið Play flutti rúmlega 56.600 farþega í maí sem er 58% aukning frá aprílmánuði. Farþegafjöldinn í maí var jafnmikill og á öllum fyrsta ársfjórðungi. Forstjóri Play segir tengiflugskerfi til Bandaríkjanna umbreyta rekstrinum og að það gangi vel að koma sér fyrir á flugmarkaðnum. Hækkandi olíuverð og ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar settu strik í reikninginn hjá Play á fyrsta ársfjórðungi. „Við létum það ekkert slá okkur út af laginu og höfum verið að einblína á þennan tímapunkt núna. Við sáum svo sem alveg bókanirnar styrkjast gríðarlega mikið inn í sumarið og inn í árið þannig að við vorum ekkert að gráta það sérstakelga en við, eins og aðrir,hefðum viljað kveðja COVID fyrr en við gerðum.“ segir Birgir Jónsson, forstjóri Play. Viðsnúningur í rekstrinum varð þó í maí. Farþegafjöldi þess mánaðar var næstum því jafnmikill og í janúar, febrúar og mars samanlagt. Sætanýting í maí var um 70%. Birgir bendir á að nú blasi við allt önnur mynd en á fyrsta ársfjórðungi meðal annars vegna tengiflugsleiðakerfisins en félagið flytur nú farþega á milli Norður-Ameríku og Evrópu. Sætanýting er að styrkjast og bókunarstaðan í sumar er sterk. „Í þessari viku erum við að hefja flug á New York Stewart flugvöllinn sem er í um klukkutíma fjarlægð frá Manhattan og það er völlur sem er að ganga gríðarlega vel hjá okkur og ekki bara fyrir Íslendinga heldur ekki síst Bandaríkjamenn sem eru á leið til Evrópu. Þarna erum við greinilega að hitta algjörlega í mark. Síðan erum við með aðra áfangastaði eins og Lissabon, Bologna, Gautaborgog fleiri staði sem eru meira hugsaði fyrir Íslendinga sem fara gríðarlega vel af stað.“ Flugfélagið hefur sett í gagnið flug til tveggja af þremur tengiflugsáfangastöðum og eru stjórnendur farnir að sjá aukin umsvif í rekstrinum. Birgir segir að það leyni sér ekki að mikill ferðahugur sé í fólki. „Ekki bara hjá Íslendingum heldur beggja vegna Atlantshafsins. Það gleymist oft að af farþegunum okkar þá eru mun fleiri sem eru tengifarþegar og ferðamenn að koma til landsins en nokkurn tímann Íslendingar þannig að reksturinn hjá okkur er að umbreytast á þessum vikum. Við erum mjög bjartsýn á framtíðina.“ Fréttir af flugi Play Bandaríkin Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Engin áform uppi um hlutafjáraukningu, segir forstjóri Play Þrátt fyrir miklar hækkanir á olíuverði eftir innrás Rússa í Úkraínu þá segir forstjóri Play að engar breytingar séu á fyrri rekstraráætlunum flugfélagsins fyrir þetta ár. Enn sé búist við því að einingakostnaður Play, að frátöldum eldsneytiskostnaði, muni minnka jafnt og þétt undir fjögur sent í sumar og að félagið verði farið að skila rekstrarhagnaði á seinni hluta ársins. 25. maí 2022 14:01 Hlutabréfaverð Play komið undir útboðsgengi félagsins í fyrra Hlutabréfaverð Play, sem hefur lækkað um nærri 16 prósent frá áramótum, er í fyrsta sinn komið undir það gengi sem stærri fjárfestar keyptu á í almennu hlutafjárútboði og í kjölfarið skráningu flugfélagsins á markað fyrir nærri einu ári síðan. 25. maí 2022 09:02 Tap upp á 1,4 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Tap flugfélagsins Play nam 11,2 milljónum Bandaríkjadala, eða rúmlega 1,4 milljörðum íslenskra króna, á fyrstu þremur mánuðum ársins 2022. 24. maí 2022 18:03 Mest lesið Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Fleiri fréttir Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sjá meira
Hækkandi olíuverð og ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar settu strik í reikninginn hjá Play á fyrsta ársfjórðungi. „Við létum það ekkert slá okkur út af laginu og höfum verið að einblína á þennan tímapunkt núna. Við sáum svo sem alveg bókanirnar styrkjast gríðarlega mikið inn í sumarið og inn í árið þannig að við vorum ekkert að gráta það sérstakelga en við, eins og aðrir,hefðum viljað kveðja COVID fyrr en við gerðum.“ segir Birgir Jónsson, forstjóri Play. Viðsnúningur í rekstrinum varð þó í maí. Farþegafjöldi þess mánaðar var næstum því jafnmikill og í janúar, febrúar og mars samanlagt. Sætanýting í maí var um 70%. Birgir bendir á að nú blasi við allt önnur mynd en á fyrsta ársfjórðungi meðal annars vegna tengiflugsleiðakerfisins en félagið flytur nú farþega á milli Norður-Ameríku og Evrópu. Sætanýting er að styrkjast og bókunarstaðan í sumar er sterk. „Í þessari viku erum við að hefja flug á New York Stewart flugvöllinn sem er í um klukkutíma fjarlægð frá Manhattan og það er völlur sem er að ganga gríðarlega vel hjá okkur og ekki bara fyrir Íslendinga heldur ekki síst Bandaríkjamenn sem eru á leið til Evrópu. Þarna erum við greinilega að hitta algjörlega í mark. Síðan erum við með aðra áfangastaði eins og Lissabon, Bologna, Gautaborgog fleiri staði sem eru meira hugsaði fyrir Íslendinga sem fara gríðarlega vel af stað.“ Flugfélagið hefur sett í gagnið flug til tveggja af þremur tengiflugsáfangastöðum og eru stjórnendur farnir að sjá aukin umsvif í rekstrinum. Birgir segir að það leyni sér ekki að mikill ferðahugur sé í fólki. „Ekki bara hjá Íslendingum heldur beggja vegna Atlantshafsins. Það gleymist oft að af farþegunum okkar þá eru mun fleiri sem eru tengifarþegar og ferðamenn að koma til landsins en nokkurn tímann Íslendingar þannig að reksturinn hjá okkur er að umbreytast á þessum vikum. Við erum mjög bjartsýn á framtíðina.“
Fréttir af flugi Play Bandaríkin Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Engin áform uppi um hlutafjáraukningu, segir forstjóri Play Þrátt fyrir miklar hækkanir á olíuverði eftir innrás Rússa í Úkraínu þá segir forstjóri Play að engar breytingar séu á fyrri rekstraráætlunum flugfélagsins fyrir þetta ár. Enn sé búist við því að einingakostnaður Play, að frátöldum eldsneytiskostnaði, muni minnka jafnt og þétt undir fjögur sent í sumar og að félagið verði farið að skila rekstrarhagnaði á seinni hluta ársins. 25. maí 2022 14:01 Hlutabréfaverð Play komið undir útboðsgengi félagsins í fyrra Hlutabréfaverð Play, sem hefur lækkað um nærri 16 prósent frá áramótum, er í fyrsta sinn komið undir það gengi sem stærri fjárfestar keyptu á í almennu hlutafjárútboði og í kjölfarið skráningu flugfélagsins á markað fyrir nærri einu ári síðan. 25. maí 2022 09:02 Tap upp á 1,4 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Tap flugfélagsins Play nam 11,2 milljónum Bandaríkjadala, eða rúmlega 1,4 milljörðum íslenskra króna, á fyrstu þremur mánuðum ársins 2022. 24. maí 2022 18:03 Mest lesið Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Fleiri fréttir Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sjá meira
Engin áform uppi um hlutafjáraukningu, segir forstjóri Play Þrátt fyrir miklar hækkanir á olíuverði eftir innrás Rússa í Úkraínu þá segir forstjóri Play að engar breytingar séu á fyrri rekstraráætlunum flugfélagsins fyrir þetta ár. Enn sé búist við því að einingakostnaður Play, að frátöldum eldsneytiskostnaði, muni minnka jafnt og þétt undir fjögur sent í sumar og að félagið verði farið að skila rekstrarhagnaði á seinni hluta ársins. 25. maí 2022 14:01
Hlutabréfaverð Play komið undir útboðsgengi félagsins í fyrra Hlutabréfaverð Play, sem hefur lækkað um nærri 16 prósent frá áramótum, er í fyrsta sinn komið undir það gengi sem stærri fjárfestar keyptu á í almennu hlutafjárútboði og í kjölfarið skráningu flugfélagsins á markað fyrir nærri einu ári síðan. 25. maí 2022 09:02
Tap upp á 1,4 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Tap flugfélagsins Play nam 11,2 milljónum Bandaríkjadala, eða rúmlega 1,4 milljörðum íslenskra króna, á fyrstu þremur mánuðum ársins 2022. 24. maí 2022 18:03