Frítt í sund og strætó fyrir börn einu fingraför Framsóknar að mati Hildar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. júní 2022 09:44 Hildur Björnsdóttir er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, segir að henni virðist einu fingraför Framsóknarflokksins á málefnasamningi nýja meirihlutans í borginni vera að frítt verði í sund og strætó fyrir börn. Hún kvartar yfir leiðindapólitík sem hafi verið stunduð þegar flokkar voru að máta sig í meirihlutaviðræðum. Framsóknarflokkurinn, Píratar, Samfylkingin og Viðreisn kynntu málefnasamning meirihluta flokkanna fjögurra í borgarstjórn í gær. Ný borgarstjórn kemur saman í fyrsta skipti í dag. „Dagurinn leggst bara vel í mig. Þetta er fyrsti fundur nýrrar borgarstjórnar. Það er svolítið eins og að hefja fyrsta skóladaginn í nýjum skóla, sami fiðringur í fólki,“ sagði Hildur Björnsdóttir í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hildur mun leiða Sjálfstæðisflokkinn í minnihluta í borgarstjórn á þessu kjörtímabili. Fulltrúar meirihlutans skrifuðu undir nýjan meirihlutasáttmála í gær.Vísir Eðli málsins samkvæmt segist hún hafa viljað vera í meirihluta, en hún væri ekki örg yfir því að nýr meirihluti hafi verið myndaður án aðkomu Sjálfstæðisflokksins. „Nei, ég er með svo mikið jafnaðargeð. En auðvitað vildum við vera í meirihluta og við stefndum á það. Við töluðum fyrir breytingum og það er auðvitað flokkur þarna í meirihlutanum sem náði góðri kosningu á grundvelli þess að boða breytingar.“ Ertu svekkt út í Framsókn? „Nei nei, maður getur ekki gengið að neinu sem vísu,“ sagði Hildur. Það vakti athygli eftir kosningar að Samfylkingin, Píratar og Viðreisn mynduðu viðræðubandalag. Á sama tíma útilokaði Sósíalistaflokkurinn samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Þrengdi það möguleika Sjálfstæðisflokksins á að komast í meirihluta töluvert. Hildur segir að þetta sé pólitík sem henni hugnist ekki. Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar, tekur við sem borgarstjóri árið 2024.Vísir/Ragnar „Mér finnst það auðvitað eitthvað sem má taka til umræðu hvernig flokkar höguðu sér eftir kosningar, í þessum meirihlutaviðræðum. Þessi kúltúr. Við allavega höfum þá vinnureglu í Sjálfstæðisflokknum , við getum starfað með öllum. Við höfum það sem vinnureglu á síðasta kjörtímabili. Við styðjum öll góð mál, við vinnum með meirihluta að góðum málum. Gerum auðvitað ágreining um mál þar sem við erum ósammála,“ sagði Hildur. „Leiðindapólítik“ ástunduð „Þarna birtist okkur svona svolítil leiðindapólitík, þar sem að útilokað er samstarf við flokka og það eru mynduð einhver bandalög til að einangra aðra og fólk tók jafn vel ekki símann og annað. Þetta var svolítil hegðun sem við kennum börnunum okkar að sé ekki æskileg. Hún er einhvern veginn ástunduð þarna,“ sagði hún ennfremur. Eitt af því sem nýr meirihluti ætlar sér að gera er að bæta samstarfið í borgarstjórn, þvert á flokka. „Ég held að þarna kannski viti flokkarnir í meirihlutanum aðeins upp á sig skömmina og setja sér þessi markmið að bæta andrúmsloftið. Við höfum bara alltaf verið klár í það. Við getum talað við alla og starfað með öllum, alveg þvert á hinn pólitíska ás. Við eigum bara í góðu sambandi við fólk í öllum flokkum og verðum auðvitað algjörlega reiðubúinn í það að taka þátt í að starfsandinn lagist,“ sagði Hildur. Hildur sagði eftir kosningarnar að Dagur B. Eggertsson oddvita Samfylkingarinnar hafi ekki svarað símtölum frá Hildi eftir borgarstjórnarkosningar.Vísir/Vilhelm Hún segir nýja meirihlutasáttmálann vera svolítið eins og ný dekk undir gamlan bíl. „Þetta er svolítið það sama og við sáum á síðasta kjörtímabili. Við sjáum að gamli meirihlutinn er svolítið að ná sínum málum í gegn. Mér finnst kannski einu fingraför Framsóknar á þessum sáttmála vera frítt í sund og strætó fyrir börn, mér finnst það vera eina sem Framsókn virðist hafa náð í gegn.“ En það á nú að fara að byggja? „Þetta eru bara húsnæðisáform gamla meirihlutans. Þetta eru allt svæði sem gamli meirihlutinn kynnti í kosningunum og var að vinna að á síðasta kjörtímabili. Við sjáum ekki uppbyggingu í Örfirisey sem bæði Sjálfstæðisflokkur og Framsókn töluðu fyrir. Við sjáum ekki uppbyggingu í Staðahverfi í Grafarvogi sem bæði Sjálfstæðisflokkur og Framsókn töluðu fyrir,“ sagði Hildur. Styðja hraðari uppbyggingu Í gær kom fram að nýr meirihluti ætli sér að hraða húsnæðisuppbyggingu. Hildur segir Sjálfstæðisflokkinn styðja slík áform. „Maður er svolítið vonsvikin að sjá að þarna er bara gamla húsnæðisáætlun gamla meirihlutans sem hefur þegar mistekist. En auðvitað vona ég að það breytist eitthvað og það verði byggt hraðar. Við munum styðja öll svoleiðis áform og standa með þeim, ekki spurning.“ Hlusta má á viðtalið við Hildi í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Bítið Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Sundlaugar Strætó Tengdar fréttir Borgarlína mikilvægari en borgarstjórastóllinn Dagur B. Eggertsson segir það skipta sig meira máli að tryggja framgang lykilverkefna á borð við Borgarlínu en að vera borgarstjóri. Tilkynnt var í dag að Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar, myndi taka við borgarstjórastólnum eftir átján mánuði og gegna embættinu meirihluta kjörtímabilsins. 6. júní 2022 19:21 Fjórir flokkar sem hafi þurft að mætast einhvers staðar Oddviti Viðreisnar segir það fyrsta verk á dagskrá nýs borgarstjórnarmeirihluta í Reykjavík að setja aukinn kraft í húsnæðisuppbyggingu sem verði stórt áherslumál á næsta kjörtímabili. 6. júní 2022 23:46 Einar tekur við af Degi sem borgarstjóri árið 2024 Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar og borgarstjóri, mun áfram gegna embætti borgarstjóra Reykjavíkur fyrri hluta kjörtímabilsins, eða til ársloka 2023. Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar, mun síðan taka við embættinu af Degi í ársbyrjun 2024. Á kjörtímabilinu mun Dagur því gegna embættinu í rúmlega eitt og hálft ár, en Einar í tæplega tvö og hálft ár. 6. júní 2022 15:10 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Framsóknarflokkurinn, Píratar, Samfylkingin og Viðreisn kynntu málefnasamning meirihluta flokkanna fjögurra í borgarstjórn í gær. Ný borgarstjórn kemur saman í fyrsta skipti í dag. „Dagurinn leggst bara vel í mig. Þetta er fyrsti fundur nýrrar borgarstjórnar. Það er svolítið eins og að hefja fyrsta skóladaginn í nýjum skóla, sami fiðringur í fólki,“ sagði Hildur Björnsdóttir í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hildur mun leiða Sjálfstæðisflokkinn í minnihluta í borgarstjórn á þessu kjörtímabili. Fulltrúar meirihlutans skrifuðu undir nýjan meirihlutasáttmála í gær.Vísir Eðli málsins samkvæmt segist hún hafa viljað vera í meirihluta, en hún væri ekki örg yfir því að nýr meirihluti hafi verið myndaður án aðkomu Sjálfstæðisflokksins. „Nei, ég er með svo mikið jafnaðargeð. En auðvitað vildum við vera í meirihluta og við stefndum á það. Við töluðum fyrir breytingum og það er auðvitað flokkur þarna í meirihlutanum sem náði góðri kosningu á grundvelli þess að boða breytingar.“ Ertu svekkt út í Framsókn? „Nei nei, maður getur ekki gengið að neinu sem vísu,“ sagði Hildur. Það vakti athygli eftir kosningar að Samfylkingin, Píratar og Viðreisn mynduðu viðræðubandalag. Á sama tíma útilokaði Sósíalistaflokkurinn samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Þrengdi það möguleika Sjálfstæðisflokksins á að komast í meirihluta töluvert. Hildur segir að þetta sé pólitík sem henni hugnist ekki. Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar, tekur við sem borgarstjóri árið 2024.Vísir/Ragnar „Mér finnst það auðvitað eitthvað sem má taka til umræðu hvernig flokkar höguðu sér eftir kosningar, í þessum meirihlutaviðræðum. Þessi kúltúr. Við allavega höfum þá vinnureglu í Sjálfstæðisflokknum , við getum starfað með öllum. Við höfum það sem vinnureglu á síðasta kjörtímabili. Við styðjum öll góð mál, við vinnum með meirihluta að góðum málum. Gerum auðvitað ágreining um mál þar sem við erum ósammála,“ sagði Hildur. „Leiðindapólítik“ ástunduð „Þarna birtist okkur svona svolítil leiðindapólitík, þar sem að útilokað er samstarf við flokka og það eru mynduð einhver bandalög til að einangra aðra og fólk tók jafn vel ekki símann og annað. Þetta var svolítil hegðun sem við kennum börnunum okkar að sé ekki æskileg. Hún er einhvern veginn ástunduð þarna,“ sagði hún ennfremur. Eitt af því sem nýr meirihluti ætlar sér að gera er að bæta samstarfið í borgarstjórn, þvert á flokka. „Ég held að þarna kannski viti flokkarnir í meirihlutanum aðeins upp á sig skömmina og setja sér þessi markmið að bæta andrúmsloftið. Við höfum bara alltaf verið klár í það. Við getum talað við alla og starfað með öllum, alveg þvert á hinn pólitíska ás. Við eigum bara í góðu sambandi við fólk í öllum flokkum og verðum auðvitað algjörlega reiðubúinn í það að taka þátt í að starfsandinn lagist,“ sagði Hildur. Hildur sagði eftir kosningarnar að Dagur B. Eggertsson oddvita Samfylkingarinnar hafi ekki svarað símtölum frá Hildi eftir borgarstjórnarkosningar.Vísir/Vilhelm Hún segir nýja meirihlutasáttmálann vera svolítið eins og ný dekk undir gamlan bíl. „Þetta er svolítið það sama og við sáum á síðasta kjörtímabili. Við sjáum að gamli meirihlutinn er svolítið að ná sínum málum í gegn. Mér finnst kannski einu fingraför Framsóknar á þessum sáttmála vera frítt í sund og strætó fyrir börn, mér finnst það vera eina sem Framsókn virðist hafa náð í gegn.“ En það á nú að fara að byggja? „Þetta eru bara húsnæðisáform gamla meirihlutans. Þetta eru allt svæði sem gamli meirihlutinn kynnti í kosningunum og var að vinna að á síðasta kjörtímabili. Við sjáum ekki uppbyggingu í Örfirisey sem bæði Sjálfstæðisflokkur og Framsókn töluðu fyrir. Við sjáum ekki uppbyggingu í Staðahverfi í Grafarvogi sem bæði Sjálfstæðisflokkur og Framsókn töluðu fyrir,“ sagði Hildur. Styðja hraðari uppbyggingu Í gær kom fram að nýr meirihluti ætli sér að hraða húsnæðisuppbyggingu. Hildur segir Sjálfstæðisflokkinn styðja slík áform. „Maður er svolítið vonsvikin að sjá að þarna er bara gamla húsnæðisáætlun gamla meirihlutans sem hefur þegar mistekist. En auðvitað vona ég að það breytist eitthvað og það verði byggt hraðar. Við munum styðja öll svoleiðis áform og standa með þeim, ekki spurning.“ Hlusta má á viðtalið við Hildi í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Bítið Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Sundlaugar Strætó Tengdar fréttir Borgarlína mikilvægari en borgarstjórastóllinn Dagur B. Eggertsson segir það skipta sig meira máli að tryggja framgang lykilverkefna á borð við Borgarlínu en að vera borgarstjóri. Tilkynnt var í dag að Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar, myndi taka við borgarstjórastólnum eftir átján mánuði og gegna embættinu meirihluta kjörtímabilsins. 6. júní 2022 19:21 Fjórir flokkar sem hafi þurft að mætast einhvers staðar Oddviti Viðreisnar segir það fyrsta verk á dagskrá nýs borgarstjórnarmeirihluta í Reykjavík að setja aukinn kraft í húsnæðisuppbyggingu sem verði stórt áherslumál á næsta kjörtímabili. 6. júní 2022 23:46 Einar tekur við af Degi sem borgarstjóri árið 2024 Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar og borgarstjóri, mun áfram gegna embætti borgarstjóra Reykjavíkur fyrri hluta kjörtímabilsins, eða til ársloka 2023. Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar, mun síðan taka við embættinu af Degi í ársbyrjun 2024. Á kjörtímabilinu mun Dagur því gegna embættinu í rúmlega eitt og hálft ár, en Einar í tæplega tvö og hálft ár. 6. júní 2022 15:10 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Borgarlína mikilvægari en borgarstjórastóllinn Dagur B. Eggertsson segir það skipta sig meira máli að tryggja framgang lykilverkefna á borð við Borgarlínu en að vera borgarstjóri. Tilkynnt var í dag að Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar, myndi taka við borgarstjórastólnum eftir átján mánuði og gegna embættinu meirihluta kjörtímabilsins. 6. júní 2022 19:21
Fjórir flokkar sem hafi þurft að mætast einhvers staðar Oddviti Viðreisnar segir það fyrsta verk á dagskrá nýs borgarstjórnarmeirihluta í Reykjavík að setja aukinn kraft í húsnæðisuppbyggingu sem verði stórt áherslumál á næsta kjörtímabili. 6. júní 2022 23:46
Einar tekur við af Degi sem borgarstjóri árið 2024 Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar og borgarstjóri, mun áfram gegna embætti borgarstjóra Reykjavíkur fyrri hluta kjörtímabilsins, eða til ársloka 2023. Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar, mun síðan taka við embættinu af Degi í ársbyrjun 2024. Á kjörtímabilinu mun Dagur því gegna embættinu í rúmlega eitt og hálft ár, en Einar í tæplega tvö og hálft ár. 6. júní 2022 15:10