Hentifræði eru tímasóun Þórarinn Hjartarson skrifar 6. júní 2022 11:39 Tími og orka stórs hluta ungs fólks í vestrænum samfélögum er eytt í vitleysu innan veggja háskólasamfélaga. Á hverjum degi mæta tugir þúsunda ungmenna til kennslu stýrt af hugmyndafræðing með jesúkomplexa sem telur sig vera andsvar óréttlætis í heiminum og sannfærir nemendur um að allir sem efist um ágæti hugsjóna hans sé ofbeldisfólk. Verðleikar þátttakenda í þeirri kennslustofu eru metnir eftir kyni, kynþætti, kynhneigð, líkamsbyggingu ásamt öðrum þáttum sem veita engar upplýsingar um ágæti hugmynda þeirra. Með vísan til samhengislausra hugleiðinga um söguna og samfélagið er þetta unga fólk sannfært um að það eitt að lifa í sínu samfélagi sé þátttaka í að viðhalda ofríki rasísks heteranormatívs feðraveldis sem helst megi líkja við dystópíska skáldsögu. Allt sem þessu unga fólki mislíkar við eigin tilvist er öðrum að kenna og verður það ástand viðvarandi þangað til aðrir fara að haga sér eftir þeirra formmerkjum. Þetta eru fjarri því að vera einföld fræði. Markmið baráttunnar sveiflast eftir vindum og hentisemi, það sem var rétt í gær er rangt á morgun og allar framfarir eru þversagnakenndar, álitnar merki um að það sé enn meira verk að vinna heldur en þau töldu í fyrstu. Tími fólks er verðmætur. Sérstaklega ungs fólks. Ástandið hérlendis er betra en vestanhafs. Samhliða tímaeyðslu safna ungmenni þar himinháum skuldum sem nær ómögulegt er fyrir þau að endurgreiða vegna lítillar eftirspurnar eftir sérhæfingu þeirra á vinnumarkaði. En það er mikilvægt að læra af mistökum. Blessunarlega er framboð ofangreindra hentifræða minna í íslenskum háskólum, nám er niðurgreitt og nýtist þeim sem greiða það í flestum tilfellum síðar. Þó eru blikur á lofti. Heilbrigðis-, mennta- og leikskólasvið sárvantar sérhæft fólk ásamt því að mikil kreppa hefur skapast á húsnæðismarkaði sem krefst iðnaðarmanna. Því vill undirritaður biðla til ungs fólks um að íhuga val sitt á námi vandlega. Vegurinn að hamingjunni felst ólíklega í atvinnuaktívisma þar sem starfskilyrði krefjast þess helst að móðgast fyrir hönd annarra og að halda samborgurum sínum í siðferðislegri gíslingu. Höfundur er þáttastjórnandi hlaðvarpsins Ein Pæling. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórarinn Hjartarson Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Tími og orka stórs hluta ungs fólks í vestrænum samfélögum er eytt í vitleysu innan veggja háskólasamfélaga. Á hverjum degi mæta tugir þúsunda ungmenna til kennslu stýrt af hugmyndafræðing með jesúkomplexa sem telur sig vera andsvar óréttlætis í heiminum og sannfærir nemendur um að allir sem efist um ágæti hugsjóna hans sé ofbeldisfólk. Verðleikar þátttakenda í þeirri kennslustofu eru metnir eftir kyni, kynþætti, kynhneigð, líkamsbyggingu ásamt öðrum þáttum sem veita engar upplýsingar um ágæti hugmynda þeirra. Með vísan til samhengislausra hugleiðinga um söguna og samfélagið er þetta unga fólk sannfært um að það eitt að lifa í sínu samfélagi sé þátttaka í að viðhalda ofríki rasísks heteranormatívs feðraveldis sem helst megi líkja við dystópíska skáldsögu. Allt sem þessu unga fólki mislíkar við eigin tilvist er öðrum að kenna og verður það ástand viðvarandi þangað til aðrir fara að haga sér eftir þeirra formmerkjum. Þetta eru fjarri því að vera einföld fræði. Markmið baráttunnar sveiflast eftir vindum og hentisemi, það sem var rétt í gær er rangt á morgun og allar framfarir eru þversagnakenndar, álitnar merki um að það sé enn meira verk að vinna heldur en þau töldu í fyrstu. Tími fólks er verðmætur. Sérstaklega ungs fólks. Ástandið hérlendis er betra en vestanhafs. Samhliða tímaeyðslu safna ungmenni þar himinháum skuldum sem nær ómögulegt er fyrir þau að endurgreiða vegna lítillar eftirspurnar eftir sérhæfingu þeirra á vinnumarkaði. En það er mikilvægt að læra af mistökum. Blessunarlega er framboð ofangreindra hentifræða minna í íslenskum háskólum, nám er niðurgreitt og nýtist þeim sem greiða það í flestum tilfellum síðar. Þó eru blikur á lofti. Heilbrigðis-, mennta- og leikskólasvið sárvantar sérhæft fólk ásamt því að mikil kreppa hefur skapast á húsnæðismarkaði sem krefst iðnaðarmanna. Því vill undirritaður biðla til ungs fólks um að íhuga val sitt á námi vandlega. Vegurinn að hamingjunni felst ólíklega í atvinnuaktívisma þar sem starfskilyrði krefjast þess helst að móðgast fyrir hönd annarra og að halda samborgurum sínum í siðferðislegri gíslingu. Höfundur er þáttastjórnandi hlaðvarpsins Ein Pæling.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun