Amerískur túristi bað Elísabetu að taka mynd af sér með lífverðinum hennar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. júní 2022 22:15 Elísabet drottning virðist mikill húmoristi en hún sagði ferðamönnunum það að lífvörðurinn hennar hafi oft hitt drottninguna. Hún sjálf hafi aldrei hitt hana. Getty/Stefan Wermuth Richard Griffin, fyrrverandi lífvörður Elísabetar Bretadrottningar, rifjaði upp skondna sögu frá starfstíð sinni hjá drottningunni í tilefni af sjötíu ára valdaafmæli hennar sem fagnað er í Bretlandi um helgina. Griffin sagði frá því þegar þau mættu tveimur amerískum túristum, sem könnuðust ekkert við Elísabetu. Griffin og Elísabet voru á göngu við eitt sumarhúsa hennar í bresku sveitunum þegar þau mættu tveimur amerískum göngumönnum. Griffin segir í viðtali við fréttastofu Sky að Elísabet hafi alltaf heilsað fólki sem hún mætti á göngu og þarna hafi engin undantekning verið gerð. „Það var augljóst um leið og við stoppuðum að þeir þekktu drottninguna ekki, sem var allt í lagi. Herramaðurinn var að segja drottningunni hvaðan hann væri og hvert þau væru að fara næst og hvar þau hefðu stoppað í Bretlandi. Ég sá að hann var að spyrja hana og viti menn, hann spyr: Hvar býrð þú?“ segir Griffin í viðtalinu. Hann segir að hún hafi svarað því til að hún byggi í Lundúnum en ætti sumarhús bara hinum megin við hæðirnar. Þá hafi ferðamaðurinn spurt hana hvað hún hafi ferðast til svæðisins í mörg ár. „Hún sagði: Ég hef komið hingað frá því að ég var lítil stúlka, svo það eru meira en áttatíu ár. Maður gat séð hann hugsa og maðurinn segir: Fyrst þú hefur komið hingað í áttatíu ár hlýturðu að hafa hitt drottninguna,“ segir Griffin og hlær. On a weekend of Queen anecdotes, this won't be matched. Just lovely. pic.twitter.com/6z0WjUO2wn— Jake Kanter (@Jake_Kanter) June 3, 2022 Hún hafi þá svarað til. „Ég hef ekki hitt hana en Dick hérna hittir hana reglulega. Þá spyr maðurinn mig hvernig drottningin sé eiginlega,“ segir Griffin og bætir við að vegna þess hvað hann hafi starfað lengi með drottningunni hafi hann vitað að hann gæti gínast aðeins í henni. „Hún getur stundum verið dálítið geðstirð en hún er mikill grínisti,“ segist Griffin hafa svarað ferðamanninum. „Það næsta sem gerist er að maðurinn er kominn til mín, búinn að leggja höndina á öxlina á mér og áður en ég vissi af dregur hann fram myndavélina, réttir drottningunni hana og biður hana að taka mynd af okkur tveimur,“ segir Griffin og hlær. „Ég skipti nú við hana, ég tók mynd af honum með drottningunni án þess að segja nokkuð og kvöddum þau. Þá sagði drottningin við mig: Ég vildi vera fluga á vegg þegar þau sýna vinum sínum heima í Ameríku myndirnar og vonandi segir þeim einhver hver ég er.“ Kóngafólk Bretland Grín og gaman Elísabet II Bretadrottning Tengdar fréttir Andrés missir af hátíðarhöldunum vegna kórónuveirunnar Andrés prins mun missa af hátíðarhöldunum í tilefni af sjötíu ára valdaafmæli móður sinnar, Elísabetar Bretlandsdrottningar, þar sem hann hefur greinst með Covid-19. 2. júní 2022 23:21 Elísabet mætir ekki í valdaafmælismessu á morgun vegna slappleika Elísabet Bretlandsdrottning mun ekki mæta til þakkargjörðarathafnar í dómkirkju St. Paul í Lundúnum á morgun, í tilefni sjötíu ára valdaafmælis hennar, vegna slappleika, sem hún fannn fyrir við hátíðarhöldin í dag. 2. júní 2022 20:26 Tugir þúsunda fögnuðu drottningu allra drottninga Hún á tvo afmælisdaga, fæðingardaginn og opinberan afmælisdag og hefur setið lengur en nokkur annar í hásæti Bretlands. Elísabet II Bretlandsdrottning er elskuð og dáð í heimalandinu og víða um heim og í dag var því fagnað með miklum hátíðarhöldum að sjötíu ár eru liðin frá því hún varð drottning. 2. júní 2022 19:31 Mest lesið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Mikil ást á klúbbnum Lífið Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna Lífið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Fleiri fréttir Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Rappar um vímu Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Sjá meira
Griffin og Elísabet voru á göngu við eitt sumarhúsa hennar í bresku sveitunum þegar þau mættu tveimur amerískum göngumönnum. Griffin segir í viðtali við fréttastofu Sky að Elísabet hafi alltaf heilsað fólki sem hún mætti á göngu og þarna hafi engin undantekning verið gerð. „Það var augljóst um leið og við stoppuðum að þeir þekktu drottninguna ekki, sem var allt í lagi. Herramaðurinn var að segja drottningunni hvaðan hann væri og hvert þau væru að fara næst og hvar þau hefðu stoppað í Bretlandi. Ég sá að hann var að spyrja hana og viti menn, hann spyr: Hvar býrð þú?“ segir Griffin í viðtalinu. Hann segir að hún hafi svarað því til að hún byggi í Lundúnum en ætti sumarhús bara hinum megin við hæðirnar. Þá hafi ferðamaðurinn spurt hana hvað hún hafi ferðast til svæðisins í mörg ár. „Hún sagði: Ég hef komið hingað frá því að ég var lítil stúlka, svo það eru meira en áttatíu ár. Maður gat séð hann hugsa og maðurinn segir: Fyrst þú hefur komið hingað í áttatíu ár hlýturðu að hafa hitt drottninguna,“ segir Griffin og hlær. On a weekend of Queen anecdotes, this won't be matched. Just lovely. pic.twitter.com/6z0WjUO2wn— Jake Kanter (@Jake_Kanter) June 3, 2022 Hún hafi þá svarað til. „Ég hef ekki hitt hana en Dick hérna hittir hana reglulega. Þá spyr maðurinn mig hvernig drottningin sé eiginlega,“ segir Griffin og bætir við að vegna þess hvað hann hafi starfað lengi með drottningunni hafi hann vitað að hann gæti gínast aðeins í henni. „Hún getur stundum verið dálítið geðstirð en hún er mikill grínisti,“ segist Griffin hafa svarað ferðamanninum. „Það næsta sem gerist er að maðurinn er kominn til mín, búinn að leggja höndina á öxlina á mér og áður en ég vissi af dregur hann fram myndavélina, réttir drottningunni hana og biður hana að taka mynd af okkur tveimur,“ segir Griffin og hlær. „Ég skipti nú við hana, ég tók mynd af honum með drottningunni án þess að segja nokkuð og kvöddum þau. Þá sagði drottningin við mig: Ég vildi vera fluga á vegg þegar þau sýna vinum sínum heima í Ameríku myndirnar og vonandi segir þeim einhver hver ég er.“
Kóngafólk Bretland Grín og gaman Elísabet II Bretadrottning Tengdar fréttir Andrés missir af hátíðarhöldunum vegna kórónuveirunnar Andrés prins mun missa af hátíðarhöldunum í tilefni af sjötíu ára valdaafmæli móður sinnar, Elísabetar Bretlandsdrottningar, þar sem hann hefur greinst með Covid-19. 2. júní 2022 23:21 Elísabet mætir ekki í valdaafmælismessu á morgun vegna slappleika Elísabet Bretlandsdrottning mun ekki mæta til þakkargjörðarathafnar í dómkirkju St. Paul í Lundúnum á morgun, í tilefni sjötíu ára valdaafmælis hennar, vegna slappleika, sem hún fannn fyrir við hátíðarhöldin í dag. 2. júní 2022 20:26 Tugir þúsunda fögnuðu drottningu allra drottninga Hún á tvo afmælisdaga, fæðingardaginn og opinberan afmælisdag og hefur setið lengur en nokkur annar í hásæti Bretlands. Elísabet II Bretlandsdrottning er elskuð og dáð í heimalandinu og víða um heim og í dag var því fagnað með miklum hátíðarhöldum að sjötíu ár eru liðin frá því hún varð drottning. 2. júní 2022 19:31 Mest lesið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Mikil ást á klúbbnum Lífið Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna Lífið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Fleiri fréttir Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Rappar um vímu Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Sjá meira
Andrés missir af hátíðarhöldunum vegna kórónuveirunnar Andrés prins mun missa af hátíðarhöldunum í tilefni af sjötíu ára valdaafmæli móður sinnar, Elísabetar Bretlandsdrottningar, þar sem hann hefur greinst með Covid-19. 2. júní 2022 23:21
Elísabet mætir ekki í valdaafmælismessu á morgun vegna slappleika Elísabet Bretlandsdrottning mun ekki mæta til þakkargjörðarathafnar í dómkirkju St. Paul í Lundúnum á morgun, í tilefni sjötíu ára valdaafmælis hennar, vegna slappleika, sem hún fannn fyrir við hátíðarhöldin í dag. 2. júní 2022 20:26
Tugir þúsunda fögnuðu drottningu allra drottninga Hún á tvo afmælisdaga, fæðingardaginn og opinberan afmælisdag og hefur setið lengur en nokkur annar í hásæti Bretlands. Elísabet II Bretlandsdrottning er elskuð og dáð í heimalandinu og víða um heim og í dag var því fagnað með miklum hátíðarhöldum að sjötíu ár eru liðin frá því hún varð drottning. 2. júní 2022 19:31