Vegagerðin býður út langan vegarkafla á Dynjandisheiði Kristján Már Unnarsson skrifar 1. júní 2022 22:44 Frá veginum um Dynjandisheiði. Einbreiðar brýr eru yfir allar ár á heiðinni. Arnar Halldórsson Þrettán kílómetra langur vegarkafli á hæsta hluta Dynjandisheiðar verður boðinn út á morgun. Samtímis er Vegagerðin að skoða málamiðlun að nýju vegstæði við fossinn Dynjanda til að hlífa sem mest bæði landslagi og fornminjum. Fjallað var um útboðið í fréttum Stöðvar 2 en eftir að Dýrafjarðargöng voru tekin í notkun haustið 2020 hefur verið þrýst á uppbyggingu leiðarinnar um Dynjandisheiði sem heilsársvegar. Bundið slitlag var lagt í haust á nýja kaflann í Dynjandisvogi, sem er hluti af endurbyggingu vegarins um heiðina. Síðari umferð klæðningar verður lögð í sumar jafnframt því sem kaflinn um Pennusneiðing og Þverdal verður klæddur.Borgarverk/Einar Örn Arnarson Tveir áfangar náðust í fyrra. Nýr kafli um Dynjandisvog var opnaður í október og í nóvember var nýr kafli opnaður um Pennusneiðing, Bíldudalsgatnamót og að Norðdalsá, en ófrágenginn og án slitlags. Klæðning verður þó væntanlega fyrir mitt sumar komin á þann kafla, sem í upphaflegu útboði var 5,7 kílómetra langur en var lengdur upp í 8,2 kílómetra í sárabætur þegar frestað var að bjóða út næsta áfanga á Dynjandisheiði vegna fjárskorts. Núna hefur Vegagerðin fengið grænt ljós á að halda verkinu áfram og verður útboð 12,6 kílómetra kafla auglýst á morgun, að sögn Sigurþórs Guðmundssonar, verkefnisstjóra Vegagerðarinnar. Útboðið er auglýst á evrópska efnahagssvæðinu. Vegarkaflinn sem núna er boðinn út liggur um hæsta hluta heiðarinnar.Grafík/Stöð 2 Sá kafli nær frá Norðdalsá, norðan Bíldudalsgatnamóta, og liggur um hæstu hluta heiðarinnar, um efstu hlíðar Geirþjófsfjarðar og norður fyrir sýslumörk. Tilboðsfrestur er til 5. júlí næstkomandi. Framkvæmdatími er áætlaður tvö ár og gert ráð fyrir verklokum 15. júlí 2024. Samtímis er verið leggja drög að nýrri veglínu í Dynjandisvogi. Fossinn Dynjandi og umhverfi hans eru friðlýst og því er ný vegarlagning þar vandmeðfarin. Svona liti vegurinn út ef hann yrði skorinn upp í hlíðina ofan Búðavíkur.Vegagerðin Vegagerðin hafði í umhverfismati kynnt tvær leiðir; annarsvegar að skera nýjan veg upp í fjallshlíðina ofan Búðavíkur, sem þýddi talsvert rask í hlíðinni en beinni veg; og hins vegar að fylgja núverandi vegstæði, sem þýddi að fornminjar í víkinni færu undir veginn við breikkun hans, auk þess sem krappar beygjur myndu haldast. Svona liti vegurinn út ef núverandi veglínu yrði fylgt í Búðavík. Núna hefur Vegagerðin kynnt málamiðlun sem útfærslu af þessari lausn með því að láta veginn hækka fyrr upp í brekkuna hægra megin.Vegagerðin Þar sem ekki hefur náðst sátt um hvoruga leiðina hefur Vegagerðin núna kynnt sem málamiðlun að fylgja núverandi vegstæði að mestu en færa veginn ofar í brekkuna í Búðavík, hlífa fornu búðatóftunum þar í fjöruborðinu, og skera veginn upp í klettana í víkinni. Með því væri unnt að gera veginn meira aflíðandi á stallinum fyrir ofan og fækka þar kröppum beygjum. Gatnamótin að Dynjanda myndu jafnframt færast örlítið norðar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Vegagerð Samgöngur Ísafjarðarbær Vesturbyggð Dýrafjarðargöng Umhverfismál Fornminjar Ferðamennska á Íslandi Umferðaröryggi Tengdar fréttir Dynjandisheiði ekki í útboð á þessu ári vegna fjárskorts Vegagerðin hefur fallið frá því að bjóða út stærsta áfanga nýs vegar yfir Dynjandisheiði í sumar þar sem ekki eru til peningar í verkið. Áformað er þó að bjóða út næsta áfanga vegagerðar um Gufudalssveit í haust. 24. júní 2021 22:11 Keppast við vegabætur áður en holskefla ferðamanna ríður yfir Vestfirðingar gleðjast yfir því í dag að ferðabókaútgefandinn Lonely Planet hafi sett fjórðunginn í efsta sæti yfir þau svæði heims sem best sé að heimsækja á næsta ári. Ferðamanna bíða hins vegar holóttir malarvegir og einbreiðar brýr fyrir vestan og það stefnir í bið eftir næsta áfanga á Dynjandisheiði. 28. október 2021 22:46 Vilja hefja vegagerð í sumar á hæsta hluta Dynjandisheiðar Vegagerðin stefnir að því að bjóða út í vor stærsta áfangann í endurbyggingu Vestfjarðavegar yfir Dynjandisheiði. Vegarkaflinn er á hæsta hluta heiðarinnar og þykir mikilvægt að sumarið nýtist til framkvæmda. 13. apríl 2021 22:22 Styttist í slitlagið á fyrstu kaflana á Dynjandisheiði Miklar samgöngubætur verða á Vestfjörðum á næstu vikum þegar tveir erfiðir vegarkaflar, á Dynjandisheiði og í botni Arnarfjarðar, verða leystir af hólmi með nýjum slitlagsköflum, samtals yfir tólf kílómetra löngum. 20. september 2021 22:11 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Fjallað var um útboðið í fréttum Stöðvar 2 en eftir að Dýrafjarðargöng voru tekin í notkun haustið 2020 hefur verið þrýst á uppbyggingu leiðarinnar um Dynjandisheiði sem heilsársvegar. Bundið slitlag var lagt í haust á nýja kaflann í Dynjandisvogi, sem er hluti af endurbyggingu vegarins um heiðina. Síðari umferð klæðningar verður lögð í sumar jafnframt því sem kaflinn um Pennusneiðing og Þverdal verður klæddur.Borgarverk/Einar Örn Arnarson Tveir áfangar náðust í fyrra. Nýr kafli um Dynjandisvog var opnaður í október og í nóvember var nýr kafli opnaður um Pennusneiðing, Bíldudalsgatnamót og að Norðdalsá, en ófrágenginn og án slitlags. Klæðning verður þó væntanlega fyrir mitt sumar komin á þann kafla, sem í upphaflegu útboði var 5,7 kílómetra langur en var lengdur upp í 8,2 kílómetra í sárabætur þegar frestað var að bjóða út næsta áfanga á Dynjandisheiði vegna fjárskorts. Núna hefur Vegagerðin fengið grænt ljós á að halda verkinu áfram og verður útboð 12,6 kílómetra kafla auglýst á morgun, að sögn Sigurþórs Guðmundssonar, verkefnisstjóra Vegagerðarinnar. Útboðið er auglýst á evrópska efnahagssvæðinu. Vegarkaflinn sem núna er boðinn út liggur um hæsta hluta heiðarinnar.Grafík/Stöð 2 Sá kafli nær frá Norðdalsá, norðan Bíldudalsgatnamóta, og liggur um hæstu hluta heiðarinnar, um efstu hlíðar Geirþjófsfjarðar og norður fyrir sýslumörk. Tilboðsfrestur er til 5. júlí næstkomandi. Framkvæmdatími er áætlaður tvö ár og gert ráð fyrir verklokum 15. júlí 2024. Samtímis er verið leggja drög að nýrri veglínu í Dynjandisvogi. Fossinn Dynjandi og umhverfi hans eru friðlýst og því er ný vegarlagning þar vandmeðfarin. Svona liti vegurinn út ef hann yrði skorinn upp í hlíðina ofan Búðavíkur.Vegagerðin Vegagerðin hafði í umhverfismati kynnt tvær leiðir; annarsvegar að skera nýjan veg upp í fjallshlíðina ofan Búðavíkur, sem þýddi talsvert rask í hlíðinni en beinni veg; og hins vegar að fylgja núverandi vegstæði, sem þýddi að fornminjar í víkinni færu undir veginn við breikkun hans, auk þess sem krappar beygjur myndu haldast. Svona liti vegurinn út ef núverandi veglínu yrði fylgt í Búðavík. Núna hefur Vegagerðin kynnt málamiðlun sem útfærslu af þessari lausn með því að láta veginn hækka fyrr upp í brekkuna hægra megin.Vegagerðin Þar sem ekki hefur náðst sátt um hvoruga leiðina hefur Vegagerðin núna kynnt sem málamiðlun að fylgja núverandi vegstæði að mestu en færa veginn ofar í brekkuna í Búðavík, hlífa fornu búðatóftunum þar í fjöruborðinu, og skera veginn upp í klettana í víkinni. Með því væri unnt að gera veginn meira aflíðandi á stallinum fyrir ofan og fækka þar kröppum beygjum. Gatnamótin að Dynjanda myndu jafnframt færast örlítið norðar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Vegagerð Samgöngur Ísafjarðarbær Vesturbyggð Dýrafjarðargöng Umhverfismál Fornminjar Ferðamennska á Íslandi Umferðaröryggi Tengdar fréttir Dynjandisheiði ekki í útboð á þessu ári vegna fjárskorts Vegagerðin hefur fallið frá því að bjóða út stærsta áfanga nýs vegar yfir Dynjandisheiði í sumar þar sem ekki eru til peningar í verkið. Áformað er þó að bjóða út næsta áfanga vegagerðar um Gufudalssveit í haust. 24. júní 2021 22:11 Keppast við vegabætur áður en holskefla ferðamanna ríður yfir Vestfirðingar gleðjast yfir því í dag að ferðabókaútgefandinn Lonely Planet hafi sett fjórðunginn í efsta sæti yfir þau svæði heims sem best sé að heimsækja á næsta ári. Ferðamanna bíða hins vegar holóttir malarvegir og einbreiðar brýr fyrir vestan og það stefnir í bið eftir næsta áfanga á Dynjandisheiði. 28. október 2021 22:46 Vilja hefja vegagerð í sumar á hæsta hluta Dynjandisheiðar Vegagerðin stefnir að því að bjóða út í vor stærsta áfangann í endurbyggingu Vestfjarðavegar yfir Dynjandisheiði. Vegarkaflinn er á hæsta hluta heiðarinnar og þykir mikilvægt að sumarið nýtist til framkvæmda. 13. apríl 2021 22:22 Styttist í slitlagið á fyrstu kaflana á Dynjandisheiði Miklar samgöngubætur verða á Vestfjörðum á næstu vikum þegar tveir erfiðir vegarkaflar, á Dynjandisheiði og í botni Arnarfjarðar, verða leystir af hólmi með nýjum slitlagsköflum, samtals yfir tólf kílómetra löngum. 20. september 2021 22:11 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Dynjandisheiði ekki í útboð á þessu ári vegna fjárskorts Vegagerðin hefur fallið frá því að bjóða út stærsta áfanga nýs vegar yfir Dynjandisheiði í sumar þar sem ekki eru til peningar í verkið. Áformað er þó að bjóða út næsta áfanga vegagerðar um Gufudalssveit í haust. 24. júní 2021 22:11
Keppast við vegabætur áður en holskefla ferðamanna ríður yfir Vestfirðingar gleðjast yfir því í dag að ferðabókaútgefandinn Lonely Planet hafi sett fjórðunginn í efsta sæti yfir þau svæði heims sem best sé að heimsækja á næsta ári. Ferðamanna bíða hins vegar holóttir malarvegir og einbreiðar brýr fyrir vestan og það stefnir í bið eftir næsta áfanga á Dynjandisheiði. 28. október 2021 22:46
Vilja hefja vegagerð í sumar á hæsta hluta Dynjandisheiðar Vegagerðin stefnir að því að bjóða út í vor stærsta áfangann í endurbyggingu Vestfjarðavegar yfir Dynjandisheiði. Vegarkaflinn er á hæsta hluta heiðarinnar og þykir mikilvægt að sumarið nýtist til framkvæmda. 13. apríl 2021 22:22
Styttist í slitlagið á fyrstu kaflana á Dynjandisheiði Miklar samgöngubætur verða á Vestfjörðum á næstu vikum þegar tveir erfiðir vegarkaflar, á Dynjandisheiði og í botni Arnarfjarðar, verða leystir af hólmi með nýjum slitlagsköflum, samtals yfir tólf kílómetra löngum. 20. september 2021 22:11