Höddi Magg til liðs við RÚV Ólafur Björn Sverrisson skrifar 25. maí 2022 16:03 Hörður Magnússon, fyrrum Pepsi-markastjóri. Hann mun sitja hinu megin borðsins sem álitsgjafi hjá RÚV. Vísir/Ernir Sparkspekingurinn Hörður Magnússon verður álitsgjafi á RÚV í umfjöllun ríkisútvarpsins um Mjólkurbikarinn, deildarkeppni karla og kvenna í knattspyrnu. „If you can‘t beat them, join them“ sagði Höddi í færslu á Facebook og er fullur tilhlökkunar að fá að takast aftur á við íslenska boltann með góðu fólki. Höddi sem er vanur því að stýra slíkri umfjöllun eða vera í stöðu hlutlauss lýsanda, mun loksins fá að láta gamminn geisa og mun líklega ekki sitja á skoðunum sínum. Hann segir annars eðlis að vera álitsgjafi en stjórnandi í slíkum umræðuþáttum. „Maður hefur svolítið meira frelsi sem álitsgjafi, getur bara sagt sína skoðun á hlutunum umbúðarlaust. Það er bara mjög gaman“ sagði Höddi í samtali við Vísi. „Mér bauðst þetta tækifæri og stökk á það, þeir Magnús Gylfason og Logi Ólafsson verða álitsgjafar með mér þannig að þetta er stórskotalið.“ 32-liða úrslit Mjólkurbikarsins fóru af stað í gær en karlamegin fer í kvöld fram stórleikur Stjörnunnar og KR. Þá verður annar stórleikur á föstudag þegar Breiðablik tekur á móti Val á Kópavogsvelli. 32-liða úrslitin kvennamegin hefjast síðan á föstudag. Lýsir úrslitaleik Meistaradeildarinnar á Viaplay Það er þó ýmislegt annað á döfinni hjá Hödda en hann mun lýsa úrslitaleik Meistaradeildarinnar á sjálfum Stade de France í París næstkomandi laugardag á Viaplay sem deilir sjónvarpsréttinum að Meistaradeildinni með Stöð 2 Sport. Í París mætast stálin stinn er Liverpool mætir Real Madrid í einum stærsta leik tímabilsins. Hörður, sem er grjótharður stuðningsmaður Liverpool, segist búast við sigri Liverpool en þeir rauðklæddu eiga harma að hefna eftir tap gegn spænsku meisturunum í sama úrslitaleik í Kænugarði árið 2018. Heimir Hallgrímsson, fyrrum landsliðsþjálfari, mun lýsa úrslitaleiknum með Hödda. Hann á ágætis minningar frá Stade de france, eins og við hin. Vísir/Vilhelm Það mun síðan enginn aukvisi lýsa leiknum með Herði en honum til halds og trausts verður sjálfur Heimir Hallgrímsson, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands. Heimi ætti að takast ágætlega til við verkið ef það verður eitthvað í líkingu við heimsókn hans á Stade de France þann 22. júní 2016. Þá lagði íslenska karlalandsliðið Austurríki að velli með tveimur mörkum gegn einu og tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum Evrópumótsins í knattspyrnu. Höddi heldur síðan til Ísrael til lýsa leik Íslands og Ísrael í Þjóðadeildinni 2. júni, en Viaplay tryggði sér nýverið sýningarréttinn á leikjum landsliðsins til sex ára. Fjölmiðlar Vistaskipti Ríkisútvarpið Mjólkurbikar karla Mjólkurbikar kvenna Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
„If you can‘t beat them, join them“ sagði Höddi í færslu á Facebook og er fullur tilhlökkunar að fá að takast aftur á við íslenska boltann með góðu fólki. Höddi sem er vanur því að stýra slíkri umfjöllun eða vera í stöðu hlutlauss lýsanda, mun loksins fá að láta gamminn geisa og mun líklega ekki sitja á skoðunum sínum. Hann segir annars eðlis að vera álitsgjafi en stjórnandi í slíkum umræðuþáttum. „Maður hefur svolítið meira frelsi sem álitsgjafi, getur bara sagt sína skoðun á hlutunum umbúðarlaust. Það er bara mjög gaman“ sagði Höddi í samtali við Vísi. „Mér bauðst þetta tækifæri og stökk á það, þeir Magnús Gylfason og Logi Ólafsson verða álitsgjafar með mér þannig að þetta er stórskotalið.“ 32-liða úrslit Mjólkurbikarsins fóru af stað í gær en karlamegin fer í kvöld fram stórleikur Stjörnunnar og KR. Þá verður annar stórleikur á föstudag þegar Breiðablik tekur á móti Val á Kópavogsvelli. 32-liða úrslitin kvennamegin hefjast síðan á föstudag. Lýsir úrslitaleik Meistaradeildarinnar á Viaplay Það er þó ýmislegt annað á döfinni hjá Hödda en hann mun lýsa úrslitaleik Meistaradeildarinnar á sjálfum Stade de France í París næstkomandi laugardag á Viaplay sem deilir sjónvarpsréttinum að Meistaradeildinni með Stöð 2 Sport. Í París mætast stálin stinn er Liverpool mætir Real Madrid í einum stærsta leik tímabilsins. Hörður, sem er grjótharður stuðningsmaður Liverpool, segist búast við sigri Liverpool en þeir rauðklæddu eiga harma að hefna eftir tap gegn spænsku meisturunum í sama úrslitaleik í Kænugarði árið 2018. Heimir Hallgrímsson, fyrrum landsliðsþjálfari, mun lýsa úrslitaleiknum með Hödda. Hann á ágætis minningar frá Stade de france, eins og við hin. Vísir/Vilhelm Það mun síðan enginn aukvisi lýsa leiknum með Herði en honum til halds og trausts verður sjálfur Heimir Hallgrímsson, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands. Heimi ætti að takast ágætlega til við verkið ef það verður eitthvað í líkingu við heimsókn hans á Stade de France þann 22. júní 2016. Þá lagði íslenska karlalandsliðið Austurríki að velli með tveimur mörkum gegn einu og tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum Evrópumótsins í knattspyrnu. Höddi heldur síðan til Ísrael til lýsa leik Íslands og Ísrael í Þjóðadeildinni 2. júni, en Viaplay tryggði sér nýverið sýningarréttinn á leikjum landsliðsins til sex ára.
Fjölmiðlar Vistaskipti Ríkisútvarpið Mjólkurbikar karla Mjólkurbikar kvenna Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning