Þakið lak þegar Dallas minnkaði muninn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. maí 2022 08:31 Luka Doncic leiddi sína menn í Dallas Mavericks til sigurs á Golden State Warriors í nótt. getty/Ron Jenkins Dallas Mavericks er enn á lífi í úrslitum Vesturdeildar NBA eftir sigur á Golden State Warriors, 119-109, í fjórða leik liðanna í nótt. Staðan í einvíginu er 3-1, Golden State í vil. Dallas var með fimmtán stiga forystu í hálfleik, 62-47. Seinni hálfleikurinn gat þó ekki hafist á réttum tíma því þakið á American Airlines höllinni í Dallas lak. Leikmenn liðanna þurftu að bíða í rúman stundarfjórðung á meðan starfsmenn hallarinnar reyndu að stöðva lekann. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem tafir verða á leik vegna leka í American Airlines höllinni. Það gerðist einnig þegar Dallas og Minnesota Timberwolves áttust við í mars síðastliðnum. Dallas lét töfina á leiknum ekki á sig fá og jók forystuna í 3. leikhluta. Staðan að honum loknum var 99-70, heimamönnum í vil. Gestirnir löguðu stöðuna í 4. leikhluta en úrslitunum var ekki breytt. Luka Doncic skoraði þrjátíu stig fyrir Dallas, tók fjórtán fráköst og gaf níu stoðsendingar. Dorian Finney-Smith skoraði 23 stig fyrir, Reggie Bullock átján og Jalen Brunson fimmtán. Luka sprinkled his magic all over the game dropping a 30 point double-double and dishing out 9 dimes on his way to the Game 4 W. pic.twitter.com/RM8JMfAQm1— NBA (@NBA) May 25, 2022 Dallas hefur hitt illa úr þriggja stiga skotum í einvíginu en það breyttist í nótt. Heimamenn voru með 46,5 prósent þriggja stiga nýtingu. The @dallasmavs were locked in from deep, knocking down 20 3-pointers in Game 4 #MFFL pic.twitter.com/7Ksd3poe9X— NBA (@NBA) May 25, 2022 Sjö leikmenn Golden State skoruðu tíu stig eða meira. Stephen Curry var þeirra stigahæstur með tuttugu stig. Hann gaf einnig átta stoðsendingar. NBA Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Slavia Prag - Arsenal | Geta tékkað sig inn á toppinn Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Njarðvík - Hamar/Þór | Taka þær toppsætið? Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Sjá meira
Dallas var með fimmtán stiga forystu í hálfleik, 62-47. Seinni hálfleikurinn gat þó ekki hafist á réttum tíma því þakið á American Airlines höllinni í Dallas lak. Leikmenn liðanna þurftu að bíða í rúman stundarfjórðung á meðan starfsmenn hallarinnar reyndu að stöðva lekann. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem tafir verða á leik vegna leka í American Airlines höllinni. Það gerðist einnig þegar Dallas og Minnesota Timberwolves áttust við í mars síðastliðnum. Dallas lét töfina á leiknum ekki á sig fá og jók forystuna í 3. leikhluta. Staðan að honum loknum var 99-70, heimamönnum í vil. Gestirnir löguðu stöðuna í 4. leikhluta en úrslitunum var ekki breytt. Luka Doncic skoraði þrjátíu stig fyrir Dallas, tók fjórtán fráköst og gaf níu stoðsendingar. Dorian Finney-Smith skoraði 23 stig fyrir, Reggie Bullock átján og Jalen Brunson fimmtán. Luka sprinkled his magic all over the game dropping a 30 point double-double and dishing out 9 dimes on his way to the Game 4 W. pic.twitter.com/RM8JMfAQm1— NBA (@NBA) May 25, 2022 Dallas hefur hitt illa úr þriggja stiga skotum í einvíginu en það breyttist í nótt. Heimamenn voru með 46,5 prósent þriggja stiga nýtingu. The @dallasmavs were locked in from deep, knocking down 20 3-pointers in Game 4 #MFFL pic.twitter.com/7Ksd3poe9X— NBA (@NBA) May 25, 2022 Sjö leikmenn Golden State skoruðu tíu stig eða meira. Stephen Curry var þeirra stigahæstur með tuttugu stig. Hann gaf einnig átta stoðsendingar.
NBA Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Slavia Prag - Arsenal | Geta tékkað sig inn á toppinn Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Njarðvík - Hamar/Þór | Taka þær toppsætið? Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Sjá meira