Þakið lak þegar Dallas minnkaði muninn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. maí 2022 08:31 Luka Doncic leiddi sína menn í Dallas Mavericks til sigurs á Golden State Warriors í nótt. getty/Ron Jenkins Dallas Mavericks er enn á lífi í úrslitum Vesturdeildar NBA eftir sigur á Golden State Warriors, 119-109, í fjórða leik liðanna í nótt. Staðan í einvíginu er 3-1, Golden State í vil. Dallas var með fimmtán stiga forystu í hálfleik, 62-47. Seinni hálfleikurinn gat þó ekki hafist á réttum tíma því þakið á American Airlines höllinni í Dallas lak. Leikmenn liðanna þurftu að bíða í rúman stundarfjórðung á meðan starfsmenn hallarinnar reyndu að stöðva lekann. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem tafir verða á leik vegna leka í American Airlines höllinni. Það gerðist einnig þegar Dallas og Minnesota Timberwolves áttust við í mars síðastliðnum. Dallas lét töfina á leiknum ekki á sig fá og jók forystuna í 3. leikhluta. Staðan að honum loknum var 99-70, heimamönnum í vil. Gestirnir löguðu stöðuna í 4. leikhluta en úrslitunum var ekki breytt. Luka Doncic skoraði þrjátíu stig fyrir Dallas, tók fjórtán fráköst og gaf níu stoðsendingar. Dorian Finney-Smith skoraði 23 stig fyrir, Reggie Bullock átján og Jalen Brunson fimmtán. Luka sprinkled his magic all over the game dropping a 30 point double-double and dishing out 9 dimes on his way to the Game 4 W. pic.twitter.com/RM8JMfAQm1— NBA (@NBA) May 25, 2022 Dallas hefur hitt illa úr þriggja stiga skotum í einvíginu en það breyttist í nótt. Heimamenn voru með 46,5 prósent þriggja stiga nýtingu. The @dallasmavs were locked in from deep, knocking down 20 3-pointers in Game 4 #MFFL pic.twitter.com/7Ksd3poe9X— NBA (@NBA) May 25, 2022 Sjö leikmenn Golden State skoruðu tíu stig eða meira. Stephen Curry var þeirra stigahæstur með tuttugu stig. Hann gaf einnig átta stoðsendingar. NBA Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fleiri fréttir Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Sjá meira
Dallas var með fimmtán stiga forystu í hálfleik, 62-47. Seinni hálfleikurinn gat þó ekki hafist á réttum tíma því þakið á American Airlines höllinni í Dallas lak. Leikmenn liðanna þurftu að bíða í rúman stundarfjórðung á meðan starfsmenn hallarinnar reyndu að stöðva lekann. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem tafir verða á leik vegna leka í American Airlines höllinni. Það gerðist einnig þegar Dallas og Minnesota Timberwolves áttust við í mars síðastliðnum. Dallas lét töfina á leiknum ekki á sig fá og jók forystuna í 3. leikhluta. Staðan að honum loknum var 99-70, heimamönnum í vil. Gestirnir löguðu stöðuna í 4. leikhluta en úrslitunum var ekki breytt. Luka Doncic skoraði þrjátíu stig fyrir Dallas, tók fjórtán fráköst og gaf níu stoðsendingar. Dorian Finney-Smith skoraði 23 stig fyrir, Reggie Bullock átján og Jalen Brunson fimmtán. Luka sprinkled his magic all over the game dropping a 30 point double-double and dishing out 9 dimes on his way to the Game 4 W. pic.twitter.com/RM8JMfAQm1— NBA (@NBA) May 25, 2022 Dallas hefur hitt illa úr þriggja stiga skotum í einvíginu en það breyttist í nótt. Heimamenn voru með 46,5 prósent þriggja stiga nýtingu. The @dallasmavs were locked in from deep, knocking down 20 3-pointers in Game 4 #MFFL pic.twitter.com/7Ksd3poe9X— NBA (@NBA) May 25, 2022 Sjö leikmenn Golden State skoruðu tíu stig eða meira. Stephen Curry var þeirra stigahæstur með tuttugu stig. Hann gaf einnig átta stoðsendingar.
NBA Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fleiri fréttir Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Sjá meira