Ríkið þarf að greiða olíufélögum rúmlega hálfan milljarð Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. maí 2022 15:50 Atlantsolía og Skeljungur höfðuðu mál gegn íslenska ríkinu og höfðu betur. Vísir Íslenska ríkið hefur verið dæmt til að greiða Skeljungi 448 milljónir króna í dómsmáli sem snerist um endurgreiðslu flutningsjöfnungargjalds. Ríkið þarf jafn framt að greiða Atlantsolíu 86 milljónir vegna sambærilegs máls. Þetta er niðurstaða Landsréttar í málum Skeljungs og Atlantsolíu gegn íslenska ríkinu. Landsréttur sneri því við dómum héraðsdóms Reykjavíkur í málunum þar sem ríkið var sýknað af kröfum olíufélaganna á síðasta ári. Landsréttur kvað upp dóm sinn í málunum tveimur í dag. Í dómunum kemur fram að Skeljungur og Atlantsolía hafi höfðað mál gegn ríkinu til endurgreiðslu svokallaðs flutningsjöfnunargjalds sem lagt var á fyrirtækin á árunum 2016 til 208. Deilt var um hvort gjaldið væri lögmætt eður ei. Kemur fram í dómum Landsréttar að ekki væri deilt um að gjaldið teldist skattur. Í dómum Landsréttar er vísað í ákvæði stjórnarskrárinnar þess efnis að ekki megi leggja á skatt né breyta eða taka af nema með lögum. LandsrétturVísir/Vilhelm. Tekið er fram að í lögum hafi verið gert ráð fyrir að flutningsgjald væri lagt á allar olíuvörur sem fluttar væru til landsins rynni í flutningsjöfnunarsjóð olíuvara. Fjárhæð gjaldsins var þó ekki ákveðin í umrædd lögum en Byggðastofnun falið að ákveða gjaldið fyrir minnst þrjá mánuði í senn. Gegn stjórnarskránni Í dómum Landsréttar segir að í lögunum hafi einu stjórnvaldi verið falið að ákveða fjárhæð skattsins með það fyrir augum að fjárhæðin nægði til að greiða kostnað sem öðru stjórnvaldi var falið að afmarka. Með þessu hafi stjórnvöldum verið falin ákvörðun um meginatriði skattheimtunna. Fyrrnefnd stjórnarskrárákvæði leggi bann við svo almennu framsali skattlagningarvalds til stjórnvalda. Féllst Landsréttur því á kröfur Skeljungs og Atlantsolíu um endurgreiðslu hinna ofgreiddu gjalda. Alls þarf íslenska ríkið að greiða Skeljungi 448,6 milljónir króna og Atlantsolíu 86,9 milljónir króna Dóma Landsréttar má lesa hér og hér. Dómsmál Bensín og olía Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Þetta er niðurstaða Landsréttar í málum Skeljungs og Atlantsolíu gegn íslenska ríkinu. Landsréttur sneri því við dómum héraðsdóms Reykjavíkur í málunum þar sem ríkið var sýknað af kröfum olíufélaganna á síðasta ári. Landsréttur kvað upp dóm sinn í málunum tveimur í dag. Í dómunum kemur fram að Skeljungur og Atlantsolía hafi höfðað mál gegn ríkinu til endurgreiðslu svokallaðs flutningsjöfnunargjalds sem lagt var á fyrirtækin á árunum 2016 til 208. Deilt var um hvort gjaldið væri lögmætt eður ei. Kemur fram í dómum Landsréttar að ekki væri deilt um að gjaldið teldist skattur. Í dómum Landsréttar er vísað í ákvæði stjórnarskrárinnar þess efnis að ekki megi leggja á skatt né breyta eða taka af nema með lögum. LandsrétturVísir/Vilhelm. Tekið er fram að í lögum hafi verið gert ráð fyrir að flutningsgjald væri lagt á allar olíuvörur sem fluttar væru til landsins rynni í flutningsjöfnunarsjóð olíuvara. Fjárhæð gjaldsins var þó ekki ákveðin í umrædd lögum en Byggðastofnun falið að ákveða gjaldið fyrir minnst þrjá mánuði í senn. Gegn stjórnarskránni Í dómum Landsréttar segir að í lögunum hafi einu stjórnvaldi verið falið að ákveða fjárhæð skattsins með það fyrir augum að fjárhæðin nægði til að greiða kostnað sem öðru stjórnvaldi var falið að afmarka. Með þessu hafi stjórnvöldum verið falin ákvörðun um meginatriði skattheimtunna. Fyrrnefnd stjórnarskrárákvæði leggi bann við svo almennu framsali skattlagningarvalds til stjórnvalda. Féllst Landsréttur því á kröfur Skeljungs og Atlantsolíu um endurgreiðslu hinna ofgreiddu gjalda. Alls þarf íslenska ríkið að greiða Skeljungi 448,6 milljónir króna og Atlantsolíu 86,9 milljónir króna Dóma Landsréttar má lesa hér og hér.
Dómsmál Bensín og olía Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira