Golden State menn létu Luka hafa mikið fyrir hlutunum og unnu leik eitt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. maí 2022 07:30 Luka Doncic reynir að sækja að körfunni í leiknum í nótt en Stephen Curry er til varnar. AP/Jed Jacobsohn Golden State Warriors vann fyrsta leikinn örugglega á móti Dallas Mavericks í úrslitum Vesturdeildarinnar í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Stephen Curry var með 21 stig og 12 fráköst í þessum 112-87 sigri Golden State en varnarleikur Andrew Wiggins á Luka Doncic átti mikinn þátt í hversu vel gekk hjá heimamönnum. Stephen Curry dropped his 18th career playoff double-double to lead the @warriors to the 1-0 series lead! #DubNation@StephenCurry30: 21 PTS, 12 REB, 4 AST Game 2: Friday, 9:00pm/et on TNT pic.twitter.com/QaW6OJU345— NBA (@NBA) May 19, 2022 Það var auðvitað vitað að til þess að Dallas ætti möguleika á sigri þyrfti Slóveninn snjalli að spila jafnvel og í sigrinum í oddaleiknum á móti Phoenix Suns á dögunum. Hann komst hins vegar aldrei á flug. „Bara láta hann hafa fyrir hlutunum. Það er aðalatriðið,“ sagði Andrew Wiggins. Doncic skoraði reyndar 20 stig í leiknum en hitti aðeins úr 6 af 18 skotum sínum og tapaði sjö boltum. Hann var aðeins með tvö stig í öllum seinni hálfleiknum og það skýrir mikið hvernig leikurinn þróaðist eftir hlé. Luka finishes the 1st half with 18 points #NBAConferenceFinals presented by Google Pixel pic.twitter.com/GDBI18b1RN— NBA (@NBA) May 19, 2022 „Þeir stóðu sig mjög vel. Það er ekkert flóknara. Þeir gerðu mjög vel,“ sagði Luka Doncic sem var vel merktur í andlitinu eftir rispu í boði Wiggins. „Lætur mig líta út eins og ég harður af mér,“ sagði Doncic sem vildi ekki gera mikið úr því. „Wiggs var frábær. Það eru fáir leikmenn í deildinni erfiðari að ráða við en Doncic og það er því mikilvægt að hann þurfti að hafa mikið fyrir þessu. Hann er svo góður en við erum bara að reyna að lágmarka skaðann,“ sagði Steve Kerr, þjálfari Golden State Warriors. Jordan Poole, Andrew Wiggins, and Klay Thompson combined for 53 points in the @warriors Game 1 victory at home #DubNationPoole: 19 PTS (8/12 FGM)@22wiggins: 19 PTS, 5 REB, 3 3PM@KlayThompson: 15 PTS, 5 REB, 2 BLK pic.twitter.com/diddHgR505— NBA (@NBA) May 19, 2022 Warriors liðið vann fyrsta leikhlutann 28-18 og var níu stigum yfir í hálfleik, 54-45, eftir að Doncic hitti úr tveimur þriggja stiga skotum í röð. Hann hitti aðeins úr 1 af 8 þristum fyrir utan það og það er bara langt frá því að vera nóg á móti liði eins og Golden State. Wiggins spilaði ekki aðeins góða vörn því hann var með 19 stig og hitti meðal annars úr sex af fyrstu átta skotum sínum í leiknum. Jordan Poole kom með 19 stig af bekknum og Klay Thompson skoraði 15 stig. "A lot to build off of this game, I like it."Steph Curry after the @warriors Game 1 win! #DubNation pic.twitter.com/aSoVH0gPi1— NBA (@NBA) May 19, 2022 NBA Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Fleiri fréttir Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Sjá meira
Stephen Curry var með 21 stig og 12 fráköst í þessum 112-87 sigri Golden State en varnarleikur Andrew Wiggins á Luka Doncic átti mikinn þátt í hversu vel gekk hjá heimamönnum. Stephen Curry dropped his 18th career playoff double-double to lead the @warriors to the 1-0 series lead! #DubNation@StephenCurry30: 21 PTS, 12 REB, 4 AST Game 2: Friday, 9:00pm/et on TNT pic.twitter.com/QaW6OJU345— NBA (@NBA) May 19, 2022 Það var auðvitað vitað að til þess að Dallas ætti möguleika á sigri þyrfti Slóveninn snjalli að spila jafnvel og í sigrinum í oddaleiknum á móti Phoenix Suns á dögunum. Hann komst hins vegar aldrei á flug. „Bara láta hann hafa fyrir hlutunum. Það er aðalatriðið,“ sagði Andrew Wiggins. Doncic skoraði reyndar 20 stig í leiknum en hitti aðeins úr 6 af 18 skotum sínum og tapaði sjö boltum. Hann var aðeins með tvö stig í öllum seinni hálfleiknum og það skýrir mikið hvernig leikurinn þróaðist eftir hlé. Luka finishes the 1st half with 18 points #NBAConferenceFinals presented by Google Pixel pic.twitter.com/GDBI18b1RN— NBA (@NBA) May 19, 2022 „Þeir stóðu sig mjög vel. Það er ekkert flóknara. Þeir gerðu mjög vel,“ sagði Luka Doncic sem var vel merktur í andlitinu eftir rispu í boði Wiggins. „Lætur mig líta út eins og ég harður af mér,“ sagði Doncic sem vildi ekki gera mikið úr því. „Wiggs var frábær. Það eru fáir leikmenn í deildinni erfiðari að ráða við en Doncic og það er því mikilvægt að hann þurfti að hafa mikið fyrir þessu. Hann er svo góður en við erum bara að reyna að lágmarka skaðann,“ sagði Steve Kerr, þjálfari Golden State Warriors. Jordan Poole, Andrew Wiggins, and Klay Thompson combined for 53 points in the @warriors Game 1 victory at home #DubNationPoole: 19 PTS (8/12 FGM)@22wiggins: 19 PTS, 5 REB, 3 3PM@KlayThompson: 15 PTS, 5 REB, 2 BLK pic.twitter.com/diddHgR505— NBA (@NBA) May 19, 2022 Warriors liðið vann fyrsta leikhlutann 28-18 og var níu stigum yfir í hálfleik, 54-45, eftir að Doncic hitti úr tveimur þriggja stiga skotum í röð. Hann hitti aðeins úr 1 af 8 þristum fyrir utan það og það er bara langt frá því að vera nóg á móti liði eins og Golden State. Wiggins spilaði ekki aðeins góða vörn því hann var með 19 stig og hitti meðal annars úr sex af fyrstu átta skotum sínum í leiknum. Jordan Poole kom með 19 stig af bekknum og Klay Thompson skoraði 15 stig. "A lot to build off of this game, I like it."Steph Curry after the @warriors Game 1 win! #DubNation pic.twitter.com/aSoVH0gPi1— NBA (@NBA) May 19, 2022
NBA Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Fleiri fréttir Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Sjá meira