Stanley Þorsteinn Másson skrifar 17. maí 2022 15:00 Árið 1902 ákváðu vestfirskir frumkvöðlar að setja vél í árabátinn Stanley. Á þeim tíma réru allir íslenskir sjómenn til veiða eða notuðu segl þegar vindur var þeim hagstæður. Að setja vél í árabát er eitt stærsta og mikilvægasta orkuskiptaverkefni sem ráðist hefur verið í á Íslandi. Það er rétt hægt að ímynda sér þá byltingu sem fólst í því að hætta að róa með höndunum og láta framandi maskínu sjá um að ferja áhöfn og afla. Það er að sama skapi auðvelt að sjá fyrir sér allar efasemdirnar, enda gríðarleg óvissa um hvort þetta myndi borga sig, væri öruggt og myndi yfir höfuð virka. Ef þau hefðu haft aðgang að Excel og öðrum greiningartólum sem við notum í dag, eru líkur á því að verkefnið „vél í árabát“ hefði ekki endilega litið vel út vegna ýmiss konar óvissu: Óvissa með verð og veiðar á þorski Aðgengi að olíu Verð og verðþróun á olíu Aðgengi að varahlutum Aðgengi að kunnáttufólki sem sinna átti viðhaldi Mögulega hefðu þau endað á því að eyða frekar tíma og fjármunum í að hanna léttari árar, boðið sjómönnum upp á hollari og betri mat og reynt að hanna og framleiða betri vinnufatnað. En þau höfðu ekki aðgang að Excel eða öðrum greiningartólum og ákváðu að taka í notkun nýja tækni sem aldrei hafði verið prófuð á Íslandi. Þau vissu að þetta var að gerast í löndunum í kring og gátu því verið nokkuð bjartsýn á að þetta væri líklega framtíðin. Við sem fáumst við orkuskipti í sjávartengdri starfsemi í dag, erum í svipuðum sporum og þau sem settu vél í Stanley árið 1902 og ættum að taka þau til fyrirmyndar og keyra orkuskipti í sjávartengdri starfsemi í gang. Með því á ég ekki við að við ættum að hætta að byggja ákvarðanir á bestu mögulegu upplýsingum eða hætta að nota greiningartól til að taka góðar ákvarðanir. Við erum nefnilega búin að taka ákvörðum. Við erum búin að ákveða að verða kolefnishlutlaus árið 2040. Það er því búið að taka ákvörðun um að orkuskiptum í sjávartengdri starfsemi skuli svo sem lokið eftir 18 ár. Það er því óhætt byrja að vinna að þeim, strax í dag. Við gætum til dæmis ákveðið í dag að nýr Baldur, ferjan sem siglir yfir Breiðafjörð, muni nota rafeldsneyti (metanól eða vetni) og ákveðið hér og nú að hann verði tilbúinn innan þriggja ára. Þannig yrði Baldur fyrsti stóri notandi af rafeldsneyti á Íslandi og myndi ryðja brautina fyrir önnur rafeldsneytisverkefni og rafeldsneytisframleiðslu. Hafnir Ísafjarðabæjar ásamt fleiri höfum hafa lýst yfir áhuga á því að kaupa dráttarbát sem knúinn er áfram af rafhlöðum og brunavél og væri fyrsti sinnar tegundar á Íslandi. Við getum ákveðið í dag að styðja við þessi áform og ákveðið hér og nú að fyrsti grænorku dráttarbátur landsins væri klár innan þriggja ára. Við getum ákveðið að nýta aflaheimildir til að styðja við orkuskipti smærri báta þannig að útgerðir sem fjárfesta í grænni orku fá tímabundinn stuðning í formi aflaheimilda. Þannig munu smærri útgerðir sjá sér fært að fjárfesta í grænni orku í samvinnu við innlendar bátasmiðjur og Stanley-2, fyrsti íslenski grænorkubáturinn, mun líta dagsins ljós innan þriggja ára. Höfundur er framkvæmdastjóri Bláma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Orkuskipti Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Árið 1902 ákváðu vestfirskir frumkvöðlar að setja vél í árabátinn Stanley. Á þeim tíma réru allir íslenskir sjómenn til veiða eða notuðu segl þegar vindur var þeim hagstæður. Að setja vél í árabát er eitt stærsta og mikilvægasta orkuskiptaverkefni sem ráðist hefur verið í á Íslandi. Það er rétt hægt að ímynda sér þá byltingu sem fólst í því að hætta að róa með höndunum og láta framandi maskínu sjá um að ferja áhöfn og afla. Það er að sama skapi auðvelt að sjá fyrir sér allar efasemdirnar, enda gríðarleg óvissa um hvort þetta myndi borga sig, væri öruggt og myndi yfir höfuð virka. Ef þau hefðu haft aðgang að Excel og öðrum greiningartólum sem við notum í dag, eru líkur á því að verkefnið „vél í árabát“ hefði ekki endilega litið vel út vegna ýmiss konar óvissu: Óvissa með verð og veiðar á þorski Aðgengi að olíu Verð og verðþróun á olíu Aðgengi að varahlutum Aðgengi að kunnáttufólki sem sinna átti viðhaldi Mögulega hefðu þau endað á því að eyða frekar tíma og fjármunum í að hanna léttari árar, boðið sjómönnum upp á hollari og betri mat og reynt að hanna og framleiða betri vinnufatnað. En þau höfðu ekki aðgang að Excel eða öðrum greiningartólum og ákváðu að taka í notkun nýja tækni sem aldrei hafði verið prófuð á Íslandi. Þau vissu að þetta var að gerast í löndunum í kring og gátu því verið nokkuð bjartsýn á að þetta væri líklega framtíðin. Við sem fáumst við orkuskipti í sjávartengdri starfsemi í dag, erum í svipuðum sporum og þau sem settu vél í Stanley árið 1902 og ættum að taka þau til fyrirmyndar og keyra orkuskipti í sjávartengdri starfsemi í gang. Með því á ég ekki við að við ættum að hætta að byggja ákvarðanir á bestu mögulegu upplýsingum eða hætta að nota greiningartól til að taka góðar ákvarðanir. Við erum nefnilega búin að taka ákvörðum. Við erum búin að ákveða að verða kolefnishlutlaus árið 2040. Það er því búið að taka ákvörðun um að orkuskiptum í sjávartengdri starfsemi skuli svo sem lokið eftir 18 ár. Það er því óhætt byrja að vinna að þeim, strax í dag. Við gætum til dæmis ákveðið í dag að nýr Baldur, ferjan sem siglir yfir Breiðafjörð, muni nota rafeldsneyti (metanól eða vetni) og ákveðið hér og nú að hann verði tilbúinn innan þriggja ára. Þannig yrði Baldur fyrsti stóri notandi af rafeldsneyti á Íslandi og myndi ryðja brautina fyrir önnur rafeldsneytisverkefni og rafeldsneytisframleiðslu. Hafnir Ísafjarðabæjar ásamt fleiri höfum hafa lýst yfir áhuga á því að kaupa dráttarbát sem knúinn er áfram af rafhlöðum og brunavél og væri fyrsti sinnar tegundar á Íslandi. Við getum ákveðið í dag að styðja við þessi áform og ákveðið hér og nú að fyrsti grænorku dráttarbátur landsins væri klár innan þriggja ára. Við getum ákveðið að nýta aflaheimildir til að styðja við orkuskipti smærri báta þannig að útgerðir sem fjárfesta í grænni orku fá tímabundinn stuðning í formi aflaheimilda. Þannig munu smærri útgerðir sjá sér fært að fjárfesta í grænni orku í samvinnu við innlendar bátasmiðjur og Stanley-2, fyrsti íslenski grænorkubáturinn, mun líta dagsins ljós innan þriggja ára. Höfundur er framkvæmdastjóri Bláma.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun