Steph Curry útskrifaðist úr háskóla í miðri úrslitakeppninni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. maí 2022 14:02 Stephen Curry og félagar í Golden State Warriors eru komnir enn á ný í úrslit Vesturdeildarinnar. AP/Carlos Avila Gonzalez NBA stórstjarnan Stephen Curry var í Davidson háskólanum eins og Jón Axel Guðmundsson og Styrmir Snær Þrastarson en stökk yfir í NBA-deildina áður en hann kláraði námið. Nú hefur kappinn bætt úr því. Curry var í þrjú ár í Davidson frá 2006 til 2008 og var með 25,3 stig að meðaltali í 104 leikjum fyrir skólann. Hann er stigahæsti leikmaðurinn í sögu skólans og enginn hefur heldur skorað fleiri þrista eða stal fleiri boltum fyrir skólalið Davidson. View this post on Instagram A post shared by NBA on ESPN (@nbaonespn) Sumarið 2009 ákvað hann að skrá sig í nýliðavalið í stað þess að klára síðasta árið í skólanum. Curry náði því ekki að útskrifast. Hann sló síðan í gegn í NBA-deildinni og hefur ekki þurft að hafa miklar áhyggjur af framtíðinni. Curry var aftur á móti ákveðinn í að klára háskólaprófið sitt með því að spila í NBA og það tókst honum að gera á þrettán árum. Árið 2015 lofaði hann því að hann myndi klára háskólaprófið. Congratulations @StephenCurry30! #itsagreatdaytobeawildcat @DavidsonMBB pic.twitter.com/6adJhqCtF5— Davidson College (@DavidsonCollege) May 15, 2022 Golden State Warriors tilkynnti að Curry væri nú að útskrifast úr Davidson háskólanum. Hann átti eina önn eftir þegar hann fór í NBA og náði að klára síðustu tímanna á þessari vorönn. Curry útskrifast með BA-bróf í félagsfræði. Davidson háskólinn heiðrar ekki leikmenn skólans nema ef að þeir útskrifast og því loksins núna verður treyja Curry dregin upp í rjáfur í höll skólans. View this post on Instagram A post shared by Sports Illustrated (@sportsillustrated) Curry mætir þó ekki á útskriftina enda upptekinn með Golden State Warriors liðinu í úrslitum Vesturdeildarinnar en sagðist vonast til að gera komið seinna í sumar í Davidson til að veita prófskírteininu sínu viðtöku. Það er þó ekki eins og Curry þurfi að finna sér nýtt starf eftir að NBA-ferlinum lýkur. Hann hefur þegar unnið sér inn 212 milljónir dollara í laun og þar ekki talinn með 215 milljón dollara samningurinn sem hann skrifaði undir í ágúst 2021. NBA Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð Sjá meira
Curry var í þrjú ár í Davidson frá 2006 til 2008 og var með 25,3 stig að meðaltali í 104 leikjum fyrir skólann. Hann er stigahæsti leikmaðurinn í sögu skólans og enginn hefur heldur skorað fleiri þrista eða stal fleiri boltum fyrir skólalið Davidson. View this post on Instagram A post shared by NBA on ESPN (@nbaonespn) Sumarið 2009 ákvað hann að skrá sig í nýliðavalið í stað þess að klára síðasta árið í skólanum. Curry náði því ekki að útskrifast. Hann sló síðan í gegn í NBA-deildinni og hefur ekki þurft að hafa miklar áhyggjur af framtíðinni. Curry var aftur á móti ákveðinn í að klára háskólaprófið sitt með því að spila í NBA og það tókst honum að gera á þrettán árum. Árið 2015 lofaði hann því að hann myndi klára háskólaprófið. Congratulations @StephenCurry30! #itsagreatdaytobeawildcat @DavidsonMBB pic.twitter.com/6adJhqCtF5— Davidson College (@DavidsonCollege) May 15, 2022 Golden State Warriors tilkynnti að Curry væri nú að útskrifast úr Davidson háskólanum. Hann átti eina önn eftir þegar hann fór í NBA og náði að klára síðustu tímanna á þessari vorönn. Curry útskrifast með BA-bróf í félagsfræði. Davidson háskólinn heiðrar ekki leikmenn skólans nema ef að þeir útskrifast og því loksins núna verður treyja Curry dregin upp í rjáfur í höll skólans. View this post on Instagram A post shared by Sports Illustrated (@sportsillustrated) Curry mætir þó ekki á útskriftina enda upptekinn með Golden State Warriors liðinu í úrslitum Vesturdeildarinnar en sagðist vonast til að gera komið seinna í sumar í Davidson til að veita prófskírteininu sínu viðtöku. Það er þó ekki eins og Curry þurfi að finna sér nýtt starf eftir að NBA-ferlinum lýkur. Hann hefur þegar unnið sér inn 212 milljónir dollara í laun og þar ekki talinn með 215 milljón dollara samningurinn sem hann skrifaði undir í ágúst 2021.
NBA Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð Sjá meira