Tatum tryggði Celtics oddaleik og Stríðsmennirnir komust í úrslit Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 14. maí 2022 09:31 Jayson Tatum fór fyrir liði Boston Celtics í nótt. Stacy Revere/Getty Images Jayson Tatum dró vagninn fyrir Boston Celtics í nótt er liðið tryggði sér oddaleik í undanúrslitum Austudeildarinnar í NBA með 13 stiga sigri gegn ríkjandi meisturum Milwaukee Bucks, 108-95. Þá Vann Golden State Warriors 14 stiga sigur gegn Memphis Grizzlies, 110-96, og liðið er því á leið í úrslit Vesturdeildarinnar. Gestirnir frá Boston voru með bakið upp við vegg fyrir leik næturinnar og máttu ekki við tapi ef liðið ætlaði sér ekki í sumarfrí. Jafnræði var með liðunum, en gestirnir virtust þó alltaf standa hálfu skrefi framar. Þeir náðu svo upp góðu forskoti í öðrum leikhluta og leiddu með tíu stigum þegar flautað var til hálfleiks, staðan 53-43. Liðið lét það forskot aldrei af hendi og gestirnir frá Boston unnu að lokum lífsnauðsynlegan 13 stiga sigur, 108-95. Jayson Tatum var eins og áður segir allt í öllu í liði Boston, en hann skoraði 46 stig, tók níu fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. Í liði Milwaukee átti Giannis Antetokounmpo sannkallaðan tröllaleik, en það dugði ekki til. Hann skoraði 44 stig, tók 20 fráköst og gaf sex stoðsendingar. Tatum erupts for 46. Celtics force Game 7. pic.twitter.com/wmCCS0evkm— NBA (@NBA) May 14, 2022 Í hinum leik næturinnar unnu Stríðsmennirnir frá Golden State 14 stiga sigur gegn Memphis Grizzlies og tryggðu sér þannig sæti í úrslitum Vesturdeildarinnar. Jafnræði var með liðunum framan af leik, en heimamenn tóku yfir í fjórða leikhluta þar sem þeir skoruðu32 stig gegn aðeins 19 stigum gestanna og lokatölur urðu 110-96. Klay Thompson var atkvæðamestur í sóknarleik Golden State með 30 stig, en á eftir honum kom Steph Curry með 29. Í liði Memphis var það Dillon Brooks sem var fremstur meðal jafningja með 30 stig. Game. 6. Klay.@KlayThompson's 30 points and 8 threes power the @warriors to the West Finals! pic.twitter.com/kEdAgdyCmt— NBA (@NBA) May 14, 2022 NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Mest lesið Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins Körfubolti Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Sjá meira
Gestirnir frá Boston voru með bakið upp við vegg fyrir leik næturinnar og máttu ekki við tapi ef liðið ætlaði sér ekki í sumarfrí. Jafnræði var með liðunum, en gestirnir virtust þó alltaf standa hálfu skrefi framar. Þeir náðu svo upp góðu forskoti í öðrum leikhluta og leiddu með tíu stigum þegar flautað var til hálfleiks, staðan 53-43. Liðið lét það forskot aldrei af hendi og gestirnir frá Boston unnu að lokum lífsnauðsynlegan 13 stiga sigur, 108-95. Jayson Tatum var eins og áður segir allt í öllu í liði Boston, en hann skoraði 46 stig, tók níu fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. Í liði Milwaukee átti Giannis Antetokounmpo sannkallaðan tröllaleik, en það dugði ekki til. Hann skoraði 44 stig, tók 20 fráköst og gaf sex stoðsendingar. Tatum erupts for 46. Celtics force Game 7. pic.twitter.com/wmCCS0evkm— NBA (@NBA) May 14, 2022 Í hinum leik næturinnar unnu Stríðsmennirnir frá Golden State 14 stiga sigur gegn Memphis Grizzlies og tryggðu sér þannig sæti í úrslitum Vesturdeildarinnar. Jafnræði var með liðunum framan af leik, en heimamenn tóku yfir í fjórða leikhluta þar sem þeir skoruðu32 stig gegn aðeins 19 stigum gestanna og lokatölur urðu 110-96. Klay Thompson var atkvæðamestur í sóknarleik Golden State með 30 stig, en á eftir honum kom Steph Curry með 29. Í liði Memphis var það Dillon Brooks sem var fremstur meðal jafningja með 30 stig. Game. 6. Klay.@KlayThompson's 30 points and 8 threes power the @warriors to the West Finals! pic.twitter.com/kEdAgdyCmt— NBA (@NBA) May 14, 2022 NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Mest lesið Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins Körfubolti Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Sjá meira