Oddaleikur í Phoenix en Butler sendi Miami áfram Sindri Sverrisson skrifar 13. maí 2022 07:25 Jimmy Butler treður boltanum í sigri Miami Heat í nótt. Liðið er komið í úrslit austurdeildarinnar og mætir Boston Celtics eða Milwaukee Bucks. AP/Matt Slocum Miami Heat varð í nótt fyrsta liðið til að tryggja sig inn í fjögurra liða úrslit NBA-deildarinnar í körfubolta. Phoenix Suns og Dallas Mavericks mætast hins vegar í oddaleik. Miami vann Philadelphia 76ers á útivelli í nótt, 99-90, og þar með einvígi liðanna 4-2. Jimmy Butler skoraði 32 stig og leiddi Miami inn í úrslitaeinvígi austurdeildarinnar í annað sinn á þremur árum. Það er ekki að undra að margir stuðningsmenn eða starfsmenn 76ers svekki sig enn á að félagið hafi leyft Butler að fara árið 2019. Jimmy Butler couldn't believe it after he out-hustled Philly late in the 4th quarter to his own missed shot. pic.twitter.com/bmsjAYfGEt— ESPN (@espn) May 13, 2022 Joel Embiid, stigakóngur NBA-deildarinnar, fékk ekki næga aðstoð og skoraði sjálfur 20 stig fyrir Philadelphia auk þess að taka 12 fráköst. James Harden skoraði öll 11 stig sín í fyrri hálfleik. Oddaleikur í Phoenix á sunnudag Luka Doncic ætlar að gera sitt til að halda tímabilinu gangandi hjá Dallas Mavericks og hann skoraði 33 stig þegar liðið vann Phoenix 113-86 á heimavelli í nótt. Staðan er því 3-3 og allt undir í oddaleiknum í Phoenix á sunnudaginn. Þó að staðan í einvíginu sé jöfn þá hafa leikirnir ekki verið sérstaklega jafnir. Þeir hafa allir unnist á heimavelli og enginn með minna en sjö stiga mun. Luka led the @dallasmavs with 33 points in a WIN OR GO HOME Game 6 to force Game 7! #MFFL@luka7doncic: 33 PTS, 11 REB, 8 AST, 4 STL pic.twitter.com/ajG3ZCjoFL— NBA (@NBA) May 13, 2022 Phoenix hefur ekki skorað færri stig í leik á allri leiktíðinni en liðið hitti aðeins úr 40% skota sinna og tapaði boltanum 22 sinnum. Devin Booker klikkaði á öllum fjórum þriggja stiga skotum sínum en hitti úr 6 af 17 nær körfunni og endaði með 19 stig. Deandre Ayton skoraði 21 og tók 11 fráköst og Chris Paul skoraði 13. Þetta verður fyrsti oddaleikur Phoenix með þá Booker og Paul innanborðs á síðustu tveimur tímabilum. Raunar verður þetta í fyrsta sinn sem Booker, sem er 27 ára, prófar að spila leik sjö í einvígi en hinn 37 ára gamli Paul mun gera það í áttunda sinn. Doncic virtist glíma við meiðsli í vinstri fæti í gær og í öðrum leikhluta fór hann inn til búningsklefa vegna þeirra. Hann sneri svo aftur og hjólaði á þrekhjóli í smástund áður en hann kom inn á og tók þátt í 19-5 kafla sem skilaði Dallas 60-45 forskoti í hálfleik. Doncic skoraði ekki bara 33 stig heldur tók 11 fráköst og gaf átta stoðsendingar. Reggie Bullock skoraði 19 stig, Jalen Brunson 18 og Spencer Dinwiddie 15 með því að hitta úr 5 af 7 þriggja stiga skotum sínum. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Körfubolti Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Fleiri fréttir „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Sjá meira
Miami vann Philadelphia 76ers á útivelli í nótt, 99-90, og þar með einvígi liðanna 4-2. Jimmy Butler skoraði 32 stig og leiddi Miami inn í úrslitaeinvígi austurdeildarinnar í annað sinn á þremur árum. Það er ekki að undra að margir stuðningsmenn eða starfsmenn 76ers svekki sig enn á að félagið hafi leyft Butler að fara árið 2019. Jimmy Butler couldn't believe it after he out-hustled Philly late in the 4th quarter to his own missed shot. pic.twitter.com/bmsjAYfGEt— ESPN (@espn) May 13, 2022 Joel Embiid, stigakóngur NBA-deildarinnar, fékk ekki næga aðstoð og skoraði sjálfur 20 stig fyrir Philadelphia auk þess að taka 12 fráköst. James Harden skoraði öll 11 stig sín í fyrri hálfleik. Oddaleikur í Phoenix á sunnudag Luka Doncic ætlar að gera sitt til að halda tímabilinu gangandi hjá Dallas Mavericks og hann skoraði 33 stig þegar liðið vann Phoenix 113-86 á heimavelli í nótt. Staðan er því 3-3 og allt undir í oddaleiknum í Phoenix á sunnudaginn. Þó að staðan í einvíginu sé jöfn þá hafa leikirnir ekki verið sérstaklega jafnir. Þeir hafa allir unnist á heimavelli og enginn með minna en sjö stiga mun. Luka led the @dallasmavs with 33 points in a WIN OR GO HOME Game 6 to force Game 7! #MFFL@luka7doncic: 33 PTS, 11 REB, 8 AST, 4 STL pic.twitter.com/ajG3ZCjoFL— NBA (@NBA) May 13, 2022 Phoenix hefur ekki skorað færri stig í leik á allri leiktíðinni en liðið hitti aðeins úr 40% skota sinna og tapaði boltanum 22 sinnum. Devin Booker klikkaði á öllum fjórum þriggja stiga skotum sínum en hitti úr 6 af 17 nær körfunni og endaði með 19 stig. Deandre Ayton skoraði 21 og tók 11 fráköst og Chris Paul skoraði 13. Þetta verður fyrsti oddaleikur Phoenix með þá Booker og Paul innanborðs á síðustu tveimur tímabilum. Raunar verður þetta í fyrsta sinn sem Booker, sem er 27 ára, prófar að spila leik sjö í einvígi en hinn 37 ára gamli Paul mun gera það í áttunda sinn. Doncic virtist glíma við meiðsli í vinstri fæti í gær og í öðrum leikhluta fór hann inn til búningsklefa vegna þeirra. Hann sneri svo aftur og hjólaði á þrekhjóli í smástund áður en hann kom inn á og tók þátt í 19-5 kafla sem skilaði Dallas 60-45 forskoti í hálfleik. Doncic skoraði ekki bara 33 stig heldur tók 11 fráköst og gaf átta stoðsendingar. Reggie Bullock skoraði 19 stig, Jalen Brunson 18 og Spencer Dinwiddie 15 með því að hitta úr 5 af 7 þriggja stiga skotum sínum. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Körfubolti Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Fleiri fréttir „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Sjá meira