Leikskólamál – fjölskylduvænt samfélag Karólína Helga Símonardóttir og Árni Stefán Guðjónsson skrifa 12. maí 2022 19:45 Á lofti eru ýmsar hugmyndir stjórnmálaflokka þessa dagana um leikskólamál, fría daggæslu, stórfelldum breytingum á uppsetningu leikskólanna, fjölgun leikskóla og fleira og fleira. Allt eru þetta góðir valkostir en enginn talar um þörf á endurskoðun á því hvernig leikskólar eru reknir í dag. Það er ekki verið að huga nægjanlega vel að vinnurými barna og starfsfólks leikskólanna með öllum þessu fögru loforðum. Við í Viðreisn hér í Hafnarfirði höfum lengi talað um mikilvægi þess að brúa bilið. Að það verði hægt að fá leikskólapláss fyrir barnið upp úr 12 mánaða aldri. Það er mikilvægt að foreldrar fái slíkt val en til þess að geta boðið slíka þjónustu þá þurfa innviðirnir að vera í lagi. Á síðasta kjörtímabili var mikið ákall starfsfólks eftir fleira starfsfólki inn á hverja starfsstöð. Að bærinn leggi meira fjármagn í starfsemina. Við í Viðreisn viljum geta orðið við því. Við teljum mikilvægt að leikskólarnir séu vel mannaðir. Að leikskólakennarar og annað starfsfólk sjái Hafnarfjörð sem ákjósanlegan vinnustað. Að haldið sé áfram að styrkja starfsfólk leikskólanna við að sækja sér fagmenntun á sínu sviði og að hlutfall fagmenntaðra við leikskóla Hafnarfjarðar sé aukið með markvissum hætti. Okkur finnst mikilvægt að horfa til þess hvernig hægt sé að bæta þjónustu við fjölskyldufólk í bænum, því það er svo sannarlega ákall eftir meiri sveigjanleika í vistunartímum barna. Að foreldrar hafi tök á því að vista barnið sitt á leikskóla eða í daggæslu nær vinnustaðnum sínum, ekki endilega í Hafnarfirði. Í dag kveða reglur Hafnarfjarðarbæjar á um að barn sem fái dagvistun í Hafnarfirði verði að vera með lögheimili í Hafnarfirði og geti ekki fengið dagvistun í öðru sveitarfélagi nema með undanþágu. Mikið af okkar fjölskyldufólki starfar utan bæjarmarkanna og í dag getur farið upp undir klukkutími eða meira fyrir foreldri að koma sér í og úr vinnu, vegna slæmrar stöðu í samgöngumálum til og frá bænum, sem veldur því að barn þarf að vera í um klukkutíma lengur í dagvistun eða á leikskóla. Hefði foreldrið sannarlegt val um leikskóla nær vinnustaðnum sínum þá myndi vistunartími barnsins styttast sem nemur tímanum sem foreldrarnir þurfa til að koma sér til og frá vinnu. Einnig er hægt að skoða það að geta boðið foreldrum sem þiggja ekki leikskólapláss frá 12 mánaða aldri barns til 24 mánaða, að fá greiðslur sem samsvara kostnaði bæjarins við þjónustu við barnið á viðkomandi stað, þessa 12 mánuði. Fjölskyldustyrkur er ákveðin lausn til að sporna við starfsaðstæðum í leikskólum og gífurlegri fjölgun barna næstu árin inn í leikskólanna. Hér er þá ekki endilega verið að þvinga annað foreldrið, þá oftast nær það foreldri sem er tekjulægra, í að vera heima. Heldur fær fjölskyldan greitt frá bænum fyrir að þiggja ekki leikskólapláss og fjölskyldan velur svo útfærsluna. Á tímum kórónuveirunnar hafa margir starfsstaðir boðið upp á sveigjanleika í tengslum við vinnu, vinnustytting er kominn inn á flestum starfssviðum, amma og afi gætu mögulega fengið að drýgja tekjur sínar með því að taka barnabörnin reglulega til sín eða foreldrar skipts á. Við í Viðreisn viljum, í samráði við bæði starfsfólk leikskólanna og foreldrasamfélagið, taka samtal um hvernig við getum bætt þjónustuna við fjölskyldufólk í bænum þegar kemur að dagvistun barna frá 12 mánaða aldri og fram að grunnskóla. Höfundar skipa 2. og 3. sæti á lista Viðreisnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Stefán Guðjónsson Karólína Helga Símonardóttir Viðreisn Hafnarfjörður Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Leikskólar Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Á lofti eru ýmsar hugmyndir stjórnmálaflokka þessa dagana um leikskólamál, fría daggæslu, stórfelldum breytingum á uppsetningu leikskólanna, fjölgun leikskóla og fleira og fleira. Allt eru þetta góðir valkostir en enginn talar um þörf á endurskoðun á því hvernig leikskólar eru reknir í dag. Það er ekki verið að huga nægjanlega vel að vinnurými barna og starfsfólks leikskólanna með öllum þessu fögru loforðum. Við í Viðreisn hér í Hafnarfirði höfum lengi talað um mikilvægi þess að brúa bilið. Að það verði hægt að fá leikskólapláss fyrir barnið upp úr 12 mánaða aldri. Það er mikilvægt að foreldrar fái slíkt val en til þess að geta boðið slíka þjónustu þá þurfa innviðirnir að vera í lagi. Á síðasta kjörtímabili var mikið ákall starfsfólks eftir fleira starfsfólki inn á hverja starfsstöð. Að bærinn leggi meira fjármagn í starfsemina. Við í Viðreisn viljum geta orðið við því. Við teljum mikilvægt að leikskólarnir séu vel mannaðir. Að leikskólakennarar og annað starfsfólk sjái Hafnarfjörð sem ákjósanlegan vinnustað. Að haldið sé áfram að styrkja starfsfólk leikskólanna við að sækja sér fagmenntun á sínu sviði og að hlutfall fagmenntaðra við leikskóla Hafnarfjarðar sé aukið með markvissum hætti. Okkur finnst mikilvægt að horfa til þess hvernig hægt sé að bæta þjónustu við fjölskyldufólk í bænum, því það er svo sannarlega ákall eftir meiri sveigjanleika í vistunartímum barna. Að foreldrar hafi tök á því að vista barnið sitt á leikskóla eða í daggæslu nær vinnustaðnum sínum, ekki endilega í Hafnarfirði. Í dag kveða reglur Hafnarfjarðarbæjar á um að barn sem fái dagvistun í Hafnarfirði verði að vera með lögheimili í Hafnarfirði og geti ekki fengið dagvistun í öðru sveitarfélagi nema með undanþágu. Mikið af okkar fjölskyldufólki starfar utan bæjarmarkanna og í dag getur farið upp undir klukkutími eða meira fyrir foreldri að koma sér í og úr vinnu, vegna slæmrar stöðu í samgöngumálum til og frá bænum, sem veldur því að barn þarf að vera í um klukkutíma lengur í dagvistun eða á leikskóla. Hefði foreldrið sannarlegt val um leikskóla nær vinnustaðnum sínum þá myndi vistunartími barnsins styttast sem nemur tímanum sem foreldrarnir þurfa til að koma sér til og frá vinnu. Einnig er hægt að skoða það að geta boðið foreldrum sem þiggja ekki leikskólapláss frá 12 mánaða aldri barns til 24 mánaða, að fá greiðslur sem samsvara kostnaði bæjarins við þjónustu við barnið á viðkomandi stað, þessa 12 mánuði. Fjölskyldustyrkur er ákveðin lausn til að sporna við starfsaðstæðum í leikskólum og gífurlegri fjölgun barna næstu árin inn í leikskólanna. Hér er þá ekki endilega verið að þvinga annað foreldrið, þá oftast nær það foreldri sem er tekjulægra, í að vera heima. Heldur fær fjölskyldan greitt frá bænum fyrir að þiggja ekki leikskólapláss og fjölskyldan velur svo útfærsluna. Á tímum kórónuveirunnar hafa margir starfsstaðir boðið upp á sveigjanleika í tengslum við vinnu, vinnustytting er kominn inn á flestum starfssviðum, amma og afi gætu mögulega fengið að drýgja tekjur sínar með því að taka barnabörnin reglulega til sín eða foreldrar skipts á. Við í Viðreisn viljum, í samráði við bæði starfsfólk leikskólanna og foreldrasamfélagið, taka samtal um hvernig við getum bætt þjónustuna við fjölskyldufólk í bænum þegar kemur að dagvistun barna frá 12 mánaða aldri og fram að grunnskóla. Höfundar skipa 2. og 3. sæti á lista Viðreisnar í Hafnarfirði.
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun