„Yrði risastórt fyrir Tindastól að fara aftur á Krókinn með 2-1 forystu“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. maí 2022 15:31 Valsmaðurinn Kristófer Acox reynir hér að komast framhjá Sigurði Gunnari Þorsteinssyni og varnarmönnum Tindastóls. Vísir/Bára Dröfn Staðan er jöfn í úrslitaeinvígi Vals og Tindastóls um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta karla og liðin spila fyrir framan uppseldum Hlíðarenda í kvöld. „Það er mikið undir hér á Hlíðarenda í kvöld þegar Valur og Tindastóll mætast í þriðju viðureign liðanna í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta. Það er uppselt á leikinn og hér verða fimmtán hundruð áhorfendur í húsinu annan leikinn í röð,“ sagði Guðjón Guðmundsson. Guðjón fékk Hörð Unnsteinsson, yfirþjálfara hjá KR og sérfræðing í Körfuboltakvöldi, til að spá í þriðja leik Vals og Tindastóls í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 20.30 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun Subway Körfuboltakvölds hefst klukkan 20.00. „Þetta er í rauninni bara ótrúlegt og ég man ekki eftir að það hafi gerst oft áður að það sé uppselt á úrslitaleiki í körfubolta langt fram í tímann. Þetta er mögnuð stemmning sem hefur myndast hérna í þessari seríu. Við eigum eftir að sjá ótrúlegan leik í kvöld,“ sagði Hörður Unnsteinsson. „Það er talað um það í NBA körfuboltanum ef þú vinnur leik fimm í sjö leikja seríu þá vinna 83 prósent liðanna seríuna. Ætli það sé ekki svipað í íslenskum körfubolta. Leikur þrjú í 1-1 stöðu og ef þú vinnur hann ertu kominn með ansi góða yfirhönd,“ sagði Hörður. „Það væri sérstaklega sterkt fyrir Tindastól að fara aftur til baka á Sauðárkrók á sunnudaginn með 2-1 forystu. Það yrði risastórt,“ sagði Hörður. „Ég held að þetta verði algjör spennuleikur. Tindastólsmenn slógu Valsmenn svolítið á trýnið í síðasta leik og stemmning á Sauðárkrók var engu lagi lík. Ég held að Valsmenn verði svolítið að svara fyrir það í dag. Þeir náðu illa að standast ákefðina í vörninni hjá Tindastól í síðasta leik og það verður að verða einhver mikil hugarfarsbreyting hjá Valsmönnum ef ekki á illa að fara í kvöld,“ sagði Hörður. Það má heyra allt viðtal Gaupa við Hörð hér fyrir neðan. Klippa: Hörður spáir í þriðja leik Vals og Tindastól Subway-deild karla Valur Tindastóll Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Sjá meira
„Það er mikið undir hér á Hlíðarenda í kvöld þegar Valur og Tindastóll mætast í þriðju viðureign liðanna í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta. Það er uppselt á leikinn og hér verða fimmtán hundruð áhorfendur í húsinu annan leikinn í röð,“ sagði Guðjón Guðmundsson. Guðjón fékk Hörð Unnsteinsson, yfirþjálfara hjá KR og sérfræðing í Körfuboltakvöldi, til að spá í þriðja leik Vals og Tindastóls í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 20.30 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun Subway Körfuboltakvölds hefst klukkan 20.00. „Þetta er í rauninni bara ótrúlegt og ég man ekki eftir að það hafi gerst oft áður að það sé uppselt á úrslitaleiki í körfubolta langt fram í tímann. Þetta er mögnuð stemmning sem hefur myndast hérna í þessari seríu. Við eigum eftir að sjá ótrúlegan leik í kvöld,“ sagði Hörður Unnsteinsson. „Það er talað um það í NBA körfuboltanum ef þú vinnur leik fimm í sjö leikja seríu þá vinna 83 prósent liðanna seríuna. Ætli það sé ekki svipað í íslenskum körfubolta. Leikur þrjú í 1-1 stöðu og ef þú vinnur hann ertu kominn með ansi góða yfirhönd,“ sagði Hörður. „Það væri sérstaklega sterkt fyrir Tindastól að fara aftur til baka á Sauðárkrók á sunnudaginn með 2-1 forystu. Það yrði risastórt,“ sagði Hörður. „Ég held að þetta verði algjör spennuleikur. Tindastólsmenn slógu Valsmenn svolítið á trýnið í síðasta leik og stemmning á Sauðárkrók var engu lagi lík. Ég held að Valsmenn verði svolítið að svara fyrir það í dag. Þeir náðu illa að standast ákefðina í vörninni hjá Tindastól í síðasta leik og það verður að verða einhver mikil hugarfarsbreyting hjá Valsmönnum ef ekki á illa að fara í kvöld,“ sagði Hörður. Það má heyra allt viðtal Gaupa við Hörð hér fyrir neðan. Klippa: Hörður spáir í þriðja leik Vals og Tindastól
Subway-deild karla Valur Tindastóll Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum