„Markmiðið er að hafa 10 liða efstu deild“ Atli Arason skrifar 12. maí 2022 06:30 Njarðvíkurkonur komu upp úr 1. deildinni og urðu Íslandsmeistarar á fyrsta ári. Vísir/Bára Dröfn Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, segir að markmið stjórnar KKÍ sé að fjölga liðum í Subway-deild kvenna úr átta liðum í tíu á næstu árum. Fjölgunin megi þó ekki bitna á 1. deildinni, sem gæti þar að leiðandi bitnað á íþróttinni í heild. „Þegar 1. deildin er orðin stöðug 10 liða deild þá er hægt að taka tvö lið upp og vera með 10 liða Subway-deild kvenna. Markmið okkar er að vera með 10 liða efstu deild en við verðum líka að hugsa um heildina,“ sagði Hannes í samtali við Vísi í kvöld áður en hann bætti við. „Það er í fyrsta sinn núna í vetur þar sem við erum með nægilegan fjölda í 1. deild kvenna, til að geta farið að huga að því að fjölga liðum í efstu deild kvenna.“ Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ. „Við viljum sjá núna hvernig skráningin verður í 1. deild kvenna fyrir næsta vetur og ef það verður sambærileg skráning í 1. deild kvenna, að þetta verður einhver 9 til 11 lið sem skrá sig aftur þá er kominn grundvöllur til að huga að því eftir eitt til tvö ár að fjölga liðum í Subway-deild kvenna í 10 lið.“ Umræðan um fjölgun liða í efstu deild hefur verið í gegnum gangandi á þessu tímabili og varð enn háværari eftir að Njarðvík, nýliðar í deildinni í ár, gerðu sér lítið fyrir og unnu sjálfan Íslandsmeistaratitilinn á dögunum. „Ég skil alveg umræðuna því það hefur verið mikil fjölgun í meistaraflokki kvenna og mikill fjölgun kvenna og stúlkna í körfubolta á undanförnum árum sem er mjög jákvætt, við verðum samt að hafa það í huga að við getum ekki fjölgað í efstu deild og látið það bitna á fyrstu deildinni, við getum eyðilagt þá góðu vinnu sem við erum búin að gera með því að fjölga of snemma,“ svaraði Hannes aðspurður út í umræðuna um fjölgun liða sem hefur verið umtöluð um í flestum körfuboltahlaðvörpum landsins. „Að sama skapi megum við heldur ekki bíða of lengi með að fjölga liðum í deildinni en þetta er eitthvað sem við þurfum að vega og meta á næstunni“ Lovísa Björt Henningsdóttir, leikmaður Hauka, steig fram í sviðsljósið fyrr á tímabilinu og kallaði eftir því að liðum yrði fjölgað. Hannes nefnir að stjórn KKÍ hefur rætt þetta mikið undanfarið og er að reyna að horfa í rétta tímapunktinn til að gera þessa breytingu. „Við höfum rætt um fjölgun liða fram og til baka í stjórn KKÍ, hvenær væri rétti tímapunkturinn að gera þetta og við í stjórninni erum stanslaust að ræða við öll félögin og vitum alveg hvað er um að vera. Það vilja allir fjölga liðum í Subway-deild kvenna á einhverjum tímapunkti. Það er þing næsta vor og þá getur alveg eins komið tillaga frá félögunum um að fjölga liðum sem gæti verið samþykkt. Svo getur stjórnin líka lagt fram sömu tillögu um að fjölga liðum.“ „Ef félögin vilja breyta einhverju þá þarf að vera mjög mikill meirihluti, sem vill virkilega gera eitthvað. Ég sé það fyrir mér að eftir tvö ár, miðað við fjölgunina í körfuboltanum, þá eigum við að geta verið komin með 10 liða efstu deild,“ sagði Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, að endingu. Subway-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Sjá meira
„Þegar 1. deildin er orðin stöðug 10 liða deild þá er hægt að taka tvö lið upp og vera með 10 liða Subway-deild kvenna. Markmið okkar er að vera með 10 liða efstu deild en við verðum líka að hugsa um heildina,“ sagði Hannes í samtali við Vísi í kvöld áður en hann bætti við. „Það er í fyrsta sinn núna í vetur þar sem við erum með nægilegan fjölda í 1. deild kvenna, til að geta farið að huga að því að fjölga liðum í efstu deild kvenna.“ Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ. „Við viljum sjá núna hvernig skráningin verður í 1. deild kvenna fyrir næsta vetur og ef það verður sambærileg skráning í 1. deild kvenna, að þetta verður einhver 9 til 11 lið sem skrá sig aftur þá er kominn grundvöllur til að huga að því eftir eitt til tvö ár að fjölga liðum í Subway-deild kvenna í 10 lið.“ Umræðan um fjölgun liða í efstu deild hefur verið í gegnum gangandi á þessu tímabili og varð enn háværari eftir að Njarðvík, nýliðar í deildinni í ár, gerðu sér lítið fyrir og unnu sjálfan Íslandsmeistaratitilinn á dögunum. „Ég skil alveg umræðuna því það hefur verið mikil fjölgun í meistaraflokki kvenna og mikill fjölgun kvenna og stúlkna í körfubolta á undanförnum árum sem er mjög jákvætt, við verðum samt að hafa það í huga að við getum ekki fjölgað í efstu deild og látið það bitna á fyrstu deildinni, við getum eyðilagt þá góðu vinnu sem við erum búin að gera með því að fjölga of snemma,“ svaraði Hannes aðspurður út í umræðuna um fjölgun liða sem hefur verið umtöluð um í flestum körfuboltahlaðvörpum landsins. „Að sama skapi megum við heldur ekki bíða of lengi með að fjölga liðum í deildinni en þetta er eitthvað sem við þurfum að vega og meta á næstunni“ Lovísa Björt Henningsdóttir, leikmaður Hauka, steig fram í sviðsljósið fyrr á tímabilinu og kallaði eftir því að liðum yrði fjölgað. Hannes nefnir að stjórn KKÍ hefur rætt þetta mikið undanfarið og er að reyna að horfa í rétta tímapunktinn til að gera þessa breytingu. „Við höfum rætt um fjölgun liða fram og til baka í stjórn KKÍ, hvenær væri rétti tímapunkturinn að gera þetta og við í stjórninni erum stanslaust að ræða við öll félögin og vitum alveg hvað er um að vera. Það vilja allir fjölga liðum í Subway-deild kvenna á einhverjum tímapunkti. Það er þing næsta vor og þá getur alveg eins komið tillaga frá félögunum um að fjölga liðum sem gæti verið samþykkt. Svo getur stjórnin líka lagt fram sömu tillögu um að fjölga liðum.“ „Ef félögin vilja breyta einhverju þá þarf að vera mjög mikill meirihluti, sem vill virkilega gera eitthvað. Ég sé það fyrir mér að eftir tvö ár, miðað við fjölgunina í körfuboltanum, þá eigum við að geta verið komin með 10 liða efstu deild,“ sagði Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, að endingu.
Subway-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum