Af hverju er erfitt að elska íslenskan útgerðarmann? Heiða Kristín Helgadóttir skrifar 12. maí 2022 07:17 Kántrísöngkonan Tammy Wynette söng sig angurvært inn í hjörtu heimsbyggðarinnar með smellinum Stand by Your Man um miðja síðustu öld. Þar ráðlagði hún okkur kynsystrum sínum að elska og virða okkar menn jafnvel þó þeir geri hluti sem við skiljum ekki eða upphefji sig á okkar kostnað. Í textanum segir hún að það sé erfitt að vera kona, en af tvennu illu sé best að standa með sínum manni, því þrátt fyrir alla hans augljósu galla er hann einfaldlega karlmaður og þeir ráða þessum heimi. Lagið kom út árið 1968 og síðan eru liðin 54 ár. Í sjávarútvegi er ekki erfitt að vera kona. Tækifærin eru nánast endalaus og greinin býður upp á fjölbreytt störf út um land allt, mikla grósku og möguleika til að búa til aukin verðmæti á góðum grunni. Styrkleiki greinarinnar liggur einmitt í þessum tækifærum og hvernig spilað verður úr þeim til framtíðar. Á tyllidögum, eins og á ársfundi Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi síðastliðin föstudag, var þessum tækifærum gefið sérstaklega mikið pláss og samhliða var því vel haldið á lofti hversu mikilvæg greinin er fyrir þjóðina og þau lífsgæði sem við búum við. Á sama fundi var ný stjórn félagsins kynnt. Hana skipa 19 karlmenn á svipuðu reki með nokkuð svipaðan bakgrunn. Allir lofsöngvar og glansmyndir sem hugsast geta ná ekki að breiða yfir þá staðreynd að þarna afhjúpast helsti veikleiki greinarinnar og ástæða þess að framtíðarmúsíkin sem verið er að bera á borð á fundum eins og ársfundi SFS snar stöðvast og úreltir kántrí smellir koma upp í hugann. Er það virkilega svo að SFS ætlist til þess að allar þær fjölmörgu hæfu og reynslumiklu konur sem starfa í greininni sitji penar á kantinum, styðji sína menn og bíði eftir kynslóðarskiptum? Eigi sjávarútvegurinn að tvöfalda verðmætin sem hann skapar nú þegar eru engar líkur á að það takist með einsleitum hópi karla af sama reki og með sama bakgrunn í fararbroddi. Það er ákveðin lágmarkskrafa að hleypa öðru kyni að, svo ekki sé talað um allar aðrar mannlegar breytur sem greinin myndi græða svo margfalt á að hleypa nálægt sér. En ég legg ekki meira á mína menn en þeir geta borið. Þessi ráðstöfun endurspeglar vel mestu hættuna sem greinin stendur frammi fyrir - sjálfstortíming. Það má öllum vera ljóst að stjórn skipuð einsleitum hópi karla vekur neikvæða umræðu, skapar hugrenningatengsl um íhalds- og afturhaldssemi og að hún sé ekki í tengslum við raunveruleikan. En menn þrjóskast við og láta eins og þeir geti ekkert annað gert. Það sama á við um samtal greinarinnar við samfélagið sem á henni mjög margt að þakka. Þar ríkir lítið traust á milli og afar lítill skilningur um ólíkar afstöður en engu að síður er viðhöfð sama vonlausa nálgunin, pakkað í vörn og haldið áfram eins og ekkert sé. Það eru fáar atvinnugreinar á Íslandi sem eiga jafn ríka og áhugaverða sögu og sjávarútvegur og standa frammi fyrir jafn spennandi framtíðartækifærum fyrir ungt fólk af öllum kynjum og komandi kynslóðir. En skeytingarleysi gagnvart eðlilegum og nútímalegum viðmiðum og tilfinningalesblindan sem fær menn til að skipa 19 manna stjórn með 19 miðaldra karlmönnum, grefur undan tækifærunum og færir þá sem annars ættu að líta á sjávarútveginn sem Sílikondal þjóðarinnar til þess að horfa annað. Þar að auki gerir þetta dómgreindarleysi konunum í greininni ómögulegt að standa með sínum mönnum og það er það síðasta sem þeir þurfa á að halda. Höfundur er stofnandi Niceland Seafood. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Halldór 06.09.2025 Halldór Skoðun Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Sjá meira
Kántrísöngkonan Tammy Wynette söng sig angurvært inn í hjörtu heimsbyggðarinnar með smellinum Stand by Your Man um miðja síðustu öld. Þar ráðlagði hún okkur kynsystrum sínum að elska og virða okkar menn jafnvel þó þeir geri hluti sem við skiljum ekki eða upphefji sig á okkar kostnað. Í textanum segir hún að það sé erfitt að vera kona, en af tvennu illu sé best að standa með sínum manni, því þrátt fyrir alla hans augljósu galla er hann einfaldlega karlmaður og þeir ráða þessum heimi. Lagið kom út árið 1968 og síðan eru liðin 54 ár. Í sjávarútvegi er ekki erfitt að vera kona. Tækifærin eru nánast endalaus og greinin býður upp á fjölbreytt störf út um land allt, mikla grósku og möguleika til að búa til aukin verðmæti á góðum grunni. Styrkleiki greinarinnar liggur einmitt í þessum tækifærum og hvernig spilað verður úr þeim til framtíðar. Á tyllidögum, eins og á ársfundi Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi síðastliðin föstudag, var þessum tækifærum gefið sérstaklega mikið pláss og samhliða var því vel haldið á lofti hversu mikilvæg greinin er fyrir þjóðina og þau lífsgæði sem við búum við. Á sama fundi var ný stjórn félagsins kynnt. Hana skipa 19 karlmenn á svipuðu reki með nokkuð svipaðan bakgrunn. Allir lofsöngvar og glansmyndir sem hugsast geta ná ekki að breiða yfir þá staðreynd að þarna afhjúpast helsti veikleiki greinarinnar og ástæða þess að framtíðarmúsíkin sem verið er að bera á borð á fundum eins og ársfundi SFS snar stöðvast og úreltir kántrí smellir koma upp í hugann. Er það virkilega svo að SFS ætlist til þess að allar þær fjölmörgu hæfu og reynslumiklu konur sem starfa í greininni sitji penar á kantinum, styðji sína menn og bíði eftir kynslóðarskiptum? Eigi sjávarútvegurinn að tvöfalda verðmætin sem hann skapar nú þegar eru engar líkur á að það takist með einsleitum hópi karla af sama reki og með sama bakgrunn í fararbroddi. Það er ákveðin lágmarkskrafa að hleypa öðru kyni að, svo ekki sé talað um allar aðrar mannlegar breytur sem greinin myndi græða svo margfalt á að hleypa nálægt sér. En ég legg ekki meira á mína menn en þeir geta borið. Þessi ráðstöfun endurspeglar vel mestu hættuna sem greinin stendur frammi fyrir - sjálfstortíming. Það má öllum vera ljóst að stjórn skipuð einsleitum hópi karla vekur neikvæða umræðu, skapar hugrenningatengsl um íhalds- og afturhaldssemi og að hún sé ekki í tengslum við raunveruleikan. En menn þrjóskast við og láta eins og þeir geti ekkert annað gert. Það sama á við um samtal greinarinnar við samfélagið sem á henni mjög margt að þakka. Þar ríkir lítið traust á milli og afar lítill skilningur um ólíkar afstöður en engu að síður er viðhöfð sama vonlausa nálgunin, pakkað í vörn og haldið áfram eins og ekkert sé. Það eru fáar atvinnugreinar á Íslandi sem eiga jafn ríka og áhugaverða sögu og sjávarútvegur og standa frammi fyrir jafn spennandi framtíðartækifærum fyrir ungt fólk af öllum kynjum og komandi kynslóðir. En skeytingarleysi gagnvart eðlilegum og nútímalegum viðmiðum og tilfinningalesblindan sem fær menn til að skipa 19 manna stjórn með 19 miðaldra karlmönnum, grefur undan tækifærunum og færir þá sem annars ættu að líta á sjávarútveginn sem Sílikondal þjóðarinnar til þess að horfa annað. Þar að auki gerir þetta dómgreindarleysi konunum í greininni ómögulegt að standa með sínum mönnum og það er það síðasta sem þeir þurfa á að halda. Höfundur er stofnandi Niceland Seafood.
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun