Við erum á krossgötum Sigurjón Andrésson skrifar 11. maí 2022 15:01 Sameininga-hamarinn er á lofti. Verkefni þeirra fulltrúa sem fá umboð til að stjórna í smærri sveitarfélögum í komandi kosningum verða því ólík því sem áður hefur verið. Kjósendur í þessum fámennu sveitarfélögum þurfa því að spyrja sig, hverjir munu gæta hagsmuna þeirra sveitarfélags og tryggja að ef til sameininga kemur, þá verði þjónusta og lífsgæði meiri en áður! Sveitarfélög með færri en 1.000 íbúa Í gildandi sveitarstjórnarlögum segir að ef íbúafjöldi sveitarfélags er undir 1.000 íbúum, er skylda, eftir sveitarstjórnarkosningar að: A) fara í sameiningarviðræður eða B) láta vinna álitsgerð. Álitsgerðin hefur þann tilgang að taka saman nægilegar upplýsingar fyrir sveitarstjórnarmenn og íbúa sveitarfélagsins svo að ákvörðun þeirra byggist á fullnægjandi upplýsingum. Samkvæmt sveitarstjórnarlögum þarf Flóahreppur því, strax eftir sveitarstjórnarkosningarnar 14. maí 2022, annað hvort að fara í formlegar viðræður um sameiningu eða vinna álit um stöðu sveitarfélagsins og getu þess til að sinna lögbundnum verkefnum og skoða hvaða tækifæri felast í sameiningu. Í okkar huga er alveg skýrt hvað þarf að gera Við sem stöndum að XT listanum í Flóahreppi höfum skýra sýn á hvernig við viljum vinna þessa vinnu eftir kosningarnar. Við ætlum strax að hefjast handa við að skoða sameiningarkosti. Hverjir eru styrkleikar, veikleikar, ógnanir og tækifæri. Jafnframt því vinnum við álit sem metur stöðu okkar og getu til að sinna okkar lögbundnu verkefnum. Samráð og íbúalýðræði Að því loknu, eigi síðar en vetur 2022-23 munum við kynna niðurstöðurnar fyrir íbúum Flóahrepps. Við munum leita sjónarmiða með opnum íbúafundum sem einnig eru í streymi með rafrænu samráðskerfi. Þannig tryggjum við að allir eigi jafnan aðgang að fræðast og koma sínum áherslum að. Spurt verður annars vegar hvort Flóahreppur eigi yfir höfuð að hefja sameiningarviðræður og ef svo er, hvaða valkostir ættu að vera í forgangi og hver eru áhersluatriði okkar í samningaviðræðunum. Ég hef velt þessum sameiningarmálum mikið fyrir mér. Flóahreppur á landamæri við sex önnur sveitarfélög. Sum eru lík okkar að uppbyggingu og önnur ólík. Sum þessara sveitarfélaga vilja eflaust sameinast Flóahreppi og önnur kannski ekki. En í öllu falli þarf að hefja vinnuna og tryggja þátttöku allra íbúa í ferlinu. Tækifærin eru óþrjótandi Það skiptir geysilega miklu máli hvernig haldið er á málum í Flóahreppi á næstu árum. Tækifærin sem eru að opnast fyrir okkur hér á þessu svæði eru óþrjótandi. Það er stöðugt að verða eftirsóknarverðara að búa og starfa í friðsælli sveit sem er í armslengd frá höfuðborgarsvæðinu - við erum í dauðafæri. Á næstu árum þarf að vinna eftir skýrri framtíðarsýn og tryggja að hagsmunir Flóahrepps gangi fyrir þannig að lífsgæði okkar verði stöðugt betri. Höfundur skipar fyrsta sæti á XT listanum í Flóahreppi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flóahreppur Sveitarstjórnarmál Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Sameininga-hamarinn er á lofti. Verkefni þeirra fulltrúa sem fá umboð til að stjórna í smærri sveitarfélögum í komandi kosningum verða því ólík því sem áður hefur verið. Kjósendur í þessum fámennu sveitarfélögum þurfa því að spyrja sig, hverjir munu gæta hagsmuna þeirra sveitarfélags og tryggja að ef til sameininga kemur, þá verði þjónusta og lífsgæði meiri en áður! Sveitarfélög með færri en 1.000 íbúa Í gildandi sveitarstjórnarlögum segir að ef íbúafjöldi sveitarfélags er undir 1.000 íbúum, er skylda, eftir sveitarstjórnarkosningar að: A) fara í sameiningarviðræður eða B) láta vinna álitsgerð. Álitsgerðin hefur þann tilgang að taka saman nægilegar upplýsingar fyrir sveitarstjórnarmenn og íbúa sveitarfélagsins svo að ákvörðun þeirra byggist á fullnægjandi upplýsingum. Samkvæmt sveitarstjórnarlögum þarf Flóahreppur því, strax eftir sveitarstjórnarkosningarnar 14. maí 2022, annað hvort að fara í formlegar viðræður um sameiningu eða vinna álit um stöðu sveitarfélagsins og getu þess til að sinna lögbundnum verkefnum og skoða hvaða tækifæri felast í sameiningu. Í okkar huga er alveg skýrt hvað þarf að gera Við sem stöndum að XT listanum í Flóahreppi höfum skýra sýn á hvernig við viljum vinna þessa vinnu eftir kosningarnar. Við ætlum strax að hefjast handa við að skoða sameiningarkosti. Hverjir eru styrkleikar, veikleikar, ógnanir og tækifæri. Jafnframt því vinnum við álit sem metur stöðu okkar og getu til að sinna okkar lögbundnu verkefnum. Samráð og íbúalýðræði Að því loknu, eigi síðar en vetur 2022-23 munum við kynna niðurstöðurnar fyrir íbúum Flóahrepps. Við munum leita sjónarmiða með opnum íbúafundum sem einnig eru í streymi með rafrænu samráðskerfi. Þannig tryggjum við að allir eigi jafnan aðgang að fræðast og koma sínum áherslum að. Spurt verður annars vegar hvort Flóahreppur eigi yfir höfuð að hefja sameiningarviðræður og ef svo er, hvaða valkostir ættu að vera í forgangi og hver eru áhersluatriði okkar í samningaviðræðunum. Ég hef velt þessum sameiningarmálum mikið fyrir mér. Flóahreppur á landamæri við sex önnur sveitarfélög. Sum eru lík okkar að uppbyggingu og önnur ólík. Sum þessara sveitarfélaga vilja eflaust sameinast Flóahreppi og önnur kannski ekki. En í öllu falli þarf að hefja vinnuna og tryggja þátttöku allra íbúa í ferlinu. Tækifærin eru óþrjótandi Það skiptir geysilega miklu máli hvernig haldið er á málum í Flóahreppi á næstu árum. Tækifærin sem eru að opnast fyrir okkur hér á þessu svæði eru óþrjótandi. Það er stöðugt að verða eftirsóknarverðara að búa og starfa í friðsælli sveit sem er í armslengd frá höfuðborgarsvæðinu - við erum í dauðafæri. Á næstu árum þarf að vinna eftir skýrri framtíðarsýn og tryggja að hagsmunir Flóahrepps gangi fyrir þannig að lífsgæði okkar verði stöðugt betri. Höfundur skipar fyrsta sæti á XT listanum í Flóahreppi.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun