Börnin eiga betra skilið - Bíddu pabbi Geir Ólafsson skrifar 10. maí 2022 18:00 Sem faðir og einstaklingur í okkar samfélagi er sorglegt til þess að hugsa að ungt fólk, börn með fjölþættan vanda, þurfi að bíða eftir greiningum á sínum vanda svo árum skiptir. Lífskeið barns er stutt og hver mínúta, hver klukkustund er mikilvæg. Svo árum skiptir hafa læknar Barna- og unglingageðdeildar Landspítalans (BUGL) barist fyrir því að úr þessu ástandi verði bætt. Í lögum nr. 83/2003 um Ráðgjafa- og greiningastöð ríkisins segir í 1. mgr. laganna: ,,Markmið laga þessara er að tryggja að börn með alvarlegar þroskaraskanir sem geta leitt til fötlunar fái greiningu, ráðgjöf og önnur úrræði sem miða að því að draga úr afleiðingum röskunarinnar, enn fremur að tryggja öflun, viðhald og miðlun fræðilegrar þekkingar á þessu sviði." Vandi barnanna er mikill og aðstandendur þeirra oftar en ekki ráðþrota. Miðflokkurinn vill koma upp e.k. forgreiningu á stöðu barna sem fagfólk á vegum borgarinnar gætu mótað. Með því má styðja betur við skóla, börnin og aðstandendur þeirra. Í 3. mgr. segir að markmið; „Ráðgjafar- og greiningarstöðvar er fjölþætt og fjölskyldumiðuð með áherslu á snemmtæka íhlutun. Leiðarljós þjónustunnar er að stuðla að sjálfsbjörg barns og virkri þátttöku þess í samfélaginu.“ Taki það aðstandendur barna mörg ár að fá viðeigandi greiningu á barni, svo grípa megi inn með snemmtækri íhlutun, er raunveruleg hætta að barn fái ekki rétta meðferð, rétt lyf og viðeigandi úrræði önnur. Hér gæti verið um vandamál vegna málþroska, lesblindu og margvísleg þroskafrávik önnur. Ekki aðeins er mikilvægt að bregðast ekki barninu heldur ekki síður að tryggja foreldrum og öðrum aðstandendum blómlega framtíð fyrir barnið. Börn með fötlun eiga þennan rétt og sáttmáli Sameinuðuþjóðanna um málefni þeirra staðfestir það. Ekki er séð, þrátt fyrir barnamála- eða heilbrigðisráðherra, að það sé brugðist skjótt við. Foreldrar hafa þurft að berjast fyrir réttindum fatlaðra barna sinna svo úr þeim mörgum er úr allur þróttur og vonleysi blasir við. Við í Miðflokknum erum raunsönn, framkvæmum það sem við höfum lofað og mun ég gera mitt allra besta til að standa vörð um þennan málstað. „Bíddu pabbi, bíddu mín, bíddu því ég kem til þín.“ Við munum ekki láta ykkur bíða of lengi. Höfundur er tónlistarmaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Kópavogur Mest lesið Halldór 15.11.2025 Halldór Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Sem faðir og einstaklingur í okkar samfélagi er sorglegt til þess að hugsa að ungt fólk, börn með fjölþættan vanda, þurfi að bíða eftir greiningum á sínum vanda svo árum skiptir. Lífskeið barns er stutt og hver mínúta, hver klukkustund er mikilvæg. Svo árum skiptir hafa læknar Barna- og unglingageðdeildar Landspítalans (BUGL) barist fyrir því að úr þessu ástandi verði bætt. Í lögum nr. 83/2003 um Ráðgjafa- og greiningastöð ríkisins segir í 1. mgr. laganna: ,,Markmið laga þessara er að tryggja að börn með alvarlegar þroskaraskanir sem geta leitt til fötlunar fái greiningu, ráðgjöf og önnur úrræði sem miða að því að draga úr afleiðingum röskunarinnar, enn fremur að tryggja öflun, viðhald og miðlun fræðilegrar þekkingar á þessu sviði." Vandi barnanna er mikill og aðstandendur þeirra oftar en ekki ráðþrota. Miðflokkurinn vill koma upp e.k. forgreiningu á stöðu barna sem fagfólk á vegum borgarinnar gætu mótað. Með því má styðja betur við skóla, börnin og aðstandendur þeirra. Í 3. mgr. segir að markmið; „Ráðgjafar- og greiningarstöðvar er fjölþætt og fjölskyldumiðuð með áherslu á snemmtæka íhlutun. Leiðarljós þjónustunnar er að stuðla að sjálfsbjörg barns og virkri þátttöku þess í samfélaginu.“ Taki það aðstandendur barna mörg ár að fá viðeigandi greiningu á barni, svo grípa megi inn með snemmtækri íhlutun, er raunveruleg hætta að barn fái ekki rétta meðferð, rétt lyf og viðeigandi úrræði önnur. Hér gæti verið um vandamál vegna málþroska, lesblindu og margvísleg þroskafrávik önnur. Ekki aðeins er mikilvægt að bregðast ekki barninu heldur ekki síður að tryggja foreldrum og öðrum aðstandendum blómlega framtíð fyrir barnið. Börn með fötlun eiga þennan rétt og sáttmáli Sameinuðuþjóðanna um málefni þeirra staðfestir það. Ekki er séð, þrátt fyrir barnamála- eða heilbrigðisráðherra, að það sé brugðist skjótt við. Foreldrar hafa þurft að berjast fyrir réttindum fatlaðra barna sinna svo úr þeim mörgum er úr allur þróttur og vonleysi blasir við. Við í Miðflokknum erum raunsönn, framkvæmum það sem við höfum lofað og mun ég gera mitt allra besta til að standa vörð um þennan málstað. „Bíddu pabbi, bíddu mín, bíddu því ég kem til þín.“ Við munum ekki láta ykkur bíða of lengi. Höfundur er tónlistarmaður
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar