Austurheiðar – hin nýja Heiðmörk Reykvíkinga Sara Björg Sigurðardóttir skrifar 11. maí 2022 07:31 Við í Samfylkingunni viljum efla Austurheiðar með markvissari hætti sem fjölbreytt og aðgengilegt útivistarsvæði fyrir borgarbúa á öllum aldri með ólík áhugamál sem gætu notið útivistar og náttúru án þess að ganga á gjafir náttúrunnar. Fyrir þá sem ekki þekkja til eru Austurheiðar víðáttumikið heiðaland sem nær yfir Hólmsheiði, Grafarheiði og Reynisvatnsheiði. Innan svæðisins eru Rauðavatn og Reynisvatn ásamt þeim hluta Langavatns sem er innan sveitarfélagsmarka Reykjavíkur. Heiðin er mikið til skógi vaxin og lúpínubreiður þekja stóra hluta svæðisins. Við sjáum fyrir okkur að svæðið nýtist hópum eins og hestafólki, fjallahjólreiðamönnum, fyrir göngu og utanvegahlaup og jafnvel vetraríþróttir eins og gönguskíði. Mikilvægt er að ákvarða og skilgreina legu helstu vegtenginga og göngu-, hjóla og reiðleiða um svæðið, styrkja tengingu byggðar við útivistarsvæði og aðliggjandi svæða eins og Rauðavatn þannig að hægt verði að stunda fjölbreytta útivist allt árið um kring. Hin nýja Heiðmörk Reykvíkinga verður til og þannig fá borgarbúar fái að njóta náttúru, heilbrigðs lífstíls og útivistar allt árið um kring í jaðri borgarinnar. Bætt aðstaða í Nauthólsvík Sjósund er ein tegund útivistar sem slegið hefur í gegn á síðustu árum en Ylströndin var opnuð fyrir 20 árum og vegna aukinnar aðsóknar þarf að stækka aðstöðuna. Það er erfitt að lýsa, fyrir þeim sem ekki hafa prófað, þeirri upplifun að synda í sjónum, vera með sjávarlykt fyrir vitum, salt á vörum og tíminn stendur í stað. Ekkert annað kemst að – hugurinn fær hvíld, bara þú, náttúran og sjórinn. Samfylkingin vill bæta aðstöðu við Ylströndina í Nauthólsvík, lengja afgreiðslutíma, fá nýjan útiklefa og nýjan heitan pott með aðgengi fyrir fólk með skerta hreyfigetu. Gera Ylströndina að ennþá betri griðarstað fyrir þá sem hana sækja. Perlufestin í Öskjuhlíð Perlufestin er tæplega 1,5 km langur lýðheilsu- og upplifunarstígur sem liggur í Öskjuhlíð og bindur margskonar perlur saman á einum hring. Markmið er að Öskjuhlíðin nýtist fleiri hópum sem vilja njóta útivistar á þessu svæði en hann er nánast láréttur hringstígur ofarlega í Öskjuhlíð verður greiðfær, upplýstur og að hluta til snjóbræddur. Þar með opnast aðgengi allra að þessum dásemdarstað sem Öskjuhlíðin geymir allan ársins hring. Fjárfesting í sterkari og sjálfbærari hverfum Á síðustu tíu árum hefur orðið umbreyting á ferðavenjum borgarbúa eftir mikla uppbyggingu á innviðum hjólastíga og með tilkomu rafhjóla. Á síðasta kjörtímabili var tekin pólitísk ákvörðun í ráðhúsinu, undir forystu Samfylkingar, um að forgangsraða fjármunum í hjólreiðainnviði fyrir fjölbreytta vistvæna ferðamáta. Við höfum sýnt það að það skiptir máli hver leiðir borgina í gegnum breytingar, hver er tilbúinn til að taka erfiðar ákvarðanir þvert á háværar raddir sterkra hagsmunaaðila og vera leiðandi afl fyrir betri og heilsusamlegri borg. Hjólaborgin Reykjavík er nefnilega ekki bara lýðheilsumál heldur líka okkar stærsta loftslagsmál. Á laugardaginn verður gengið til mikilvægra kosninga. Þar getum við kosið um framtíðarborgina Reykjavík. Samfylkingin hefur sterka og skýra framtíðarsýn á þróun hverfa borgarinnar. Við viljum forgangsraða fjármagni í þau hverfi sem fyrir eru og nýta þá innviði sem búið er að fjárfesta í með áframhaldandi uppbyggingu í stað þess að þenja byggðina út. Samfylkingin vill fjárfesta í lífsgæðaborginni, borg hinna sterku hverfa þar sem fólk býr. Kjósum lífsgæði og setjum X við S. Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar og skipar 7. sæti á lista Samfylkingar fyrir borgarstjórnarkosningarnar 14. maí 2022. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun: Kosningar 2022 Samfylkingin Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Halldór 15.11.2025 Halldór Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Við í Samfylkingunni viljum efla Austurheiðar með markvissari hætti sem fjölbreytt og aðgengilegt útivistarsvæði fyrir borgarbúa á öllum aldri með ólík áhugamál sem gætu notið útivistar og náttúru án þess að ganga á gjafir náttúrunnar. Fyrir þá sem ekki þekkja til eru Austurheiðar víðáttumikið heiðaland sem nær yfir Hólmsheiði, Grafarheiði og Reynisvatnsheiði. Innan svæðisins eru Rauðavatn og Reynisvatn ásamt þeim hluta Langavatns sem er innan sveitarfélagsmarka Reykjavíkur. Heiðin er mikið til skógi vaxin og lúpínubreiður þekja stóra hluta svæðisins. Við sjáum fyrir okkur að svæðið nýtist hópum eins og hestafólki, fjallahjólreiðamönnum, fyrir göngu og utanvegahlaup og jafnvel vetraríþróttir eins og gönguskíði. Mikilvægt er að ákvarða og skilgreina legu helstu vegtenginga og göngu-, hjóla og reiðleiða um svæðið, styrkja tengingu byggðar við útivistarsvæði og aðliggjandi svæða eins og Rauðavatn þannig að hægt verði að stunda fjölbreytta útivist allt árið um kring. Hin nýja Heiðmörk Reykvíkinga verður til og þannig fá borgarbúar fái að njóta náttúru, heilbrigðs lífstíls og útivistar allt árið um kring í jaðri borgarinnar. Bætt aðstaða í Nauthólsvík Sjósund er ein tegund útivistar sem slegið hefur í gegn á síðustu árum en Ylströndin var opnuð fyrir 20 árum og vegna aukinnar aðsóknar þarf að stækka aðstöðuna. Það er erfitt að lýsa, fyrir þeim sem ekki hafa prófað, þeirri upplifun að synda í sjónum, vera með sjávarlykt fyrir vitum, salt á vörum og tíminn stendur í stað. Ekkert annað kemst að – hugurinn fær hvíld, bara þú, náttúran og sjórinn. Samfylkingin vill bæta aðstöðu við Ylströndina í Nauthólsvík, lengja afgreiðslutíma, fá nýjan útiklefa og nýjan heitan pott með aðgengi fyrir fólk með skerta hreyfigetu. Gera Ylströndina að ennþá betri griðarstað fyrir þá sem hana sækja. Perlufestin í Öskjuhlíð Perlufestin er tæplega 1,5 km langur lýðheilsu- og upplifunarstígur sem liggur í Öskjuhlíð og bindur margskonar perlur saman á einum hring. Markmið er að Öskjuhlíðin nýtist fleiri hópum sem vilja njóta útivistar á þessu svæði en hann er nánast láréttur hringstígur ofarlega í Öskjuhlíð verður greiðfær, upplýstur og að hluta til snjóbræddur. Þar með opnast aðgengi allra að þessum dásemdarstað sem Öskjuhlíðin geymir allan ársins hring. Fjárfesting í sterkari og sjálfbærari hverfum Á síðustu tíu árum hefur orðið umbreyting á ferðavenjum borgarbúa eftir mikla uppbyggingu á innviðum hjólastíga og með tilkomu rafhjóla. Á síðasta kjörtímabili var tekin pólitísk ákvörðun í ráðhúsinu, undir forystu Samfylkingar, um að forgangsraða fjármunum í hjólreiðainnviði fyrir fjölbreytta vistvæna ferðamáta. Við höfum sýnt það að það skiptir máli hver leiðir borgina í gegnum breytingar, hver er tilbúinn til að taka erfiðar ákvarðanir þvert á háværar raddir sterkra hagsmunaaðila og vera leiðandi afl fyrir betri og heilsusamlegri borg. Hjólaborgin Reykjavík er nefnilega ekki bara lýðheilsumál heldur líka okkar stærsta loftslagsmál. Á laugardaginn verður gengið til mikilvægra kosninga. Þar getum við kosið um framtíðarborgina Reykjavík. Samfylkingin hefur sterka og skýra framtíðarsýn á þróun hverfa borgarinnar. Við viljum forgangsraða fjármagni í þau hverfi sem fyrir eru og nýta þá innviði sem búið er að fjárfesta í með áframhaldandi uppbyggingu í stað þess að þenja byggðina út. Samfylkingin vill fjárfesta í lífsgæðaborginni, borg hinna sterku hverfa þar sem fólk býr. Kjósum lífsgæði og setjum X við S. Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar og skipar 7. sæti á lista Samfylkingar fyrir borgarstjórnarkosningarnar 14. maí 2022.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar