Nikola Jokic valinn sá mikilvægasti í NBA annað tímabilið í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. maí 2022 16:02 Nikola Jokic átti frábært tímabil með Denver Nuggets en liðið var án tveggja lykilmanna nær allt tímabilið. AP/David Zalubowski Serbneski miðherjinn Nikola Jokic var kosinn mikilvægasti leikmaður NBA-deildarinnar annað árið í röð en nokkrir bandarískir fjölmiðlar hafa heimildir fyrir þessu. Jokic átti frábært og í raun einstakt tímabil með Denver Nuggets liðinu. Hann endaði með 27,1 stig, 13,8 fráköst og 7,9 stoðsendingar að meðaltali í leik. View this post on Instagram A post shared by NBA on ESPN (@nbaonespn) Hann hafði betur í baráttunni við Giannis Antetokounmpo og Joel Embiid sem voru einnig tilnefndir. Jokic varð sá fyrsti í NBA-sögunni til að vera með meira en tvö þúsund stig, meira en þúsund fráköst og meira en fimm hundrað stoðsendingar á einu tímabili. Jokic skilaði þessum frábæru tölum á sama tíma og Denver liðið þurfti að spila án tveggja af sínum bestu mönnum. Leikstjórnandinn Jamal Murray missti af öllu tímabilinu eftir krossbandsslit og Michael Porter Jr. lék aðeins níu leiki vegna bakmeiðsla. Denver Nuggets center Nikola Jokic has been voted the NBA s Most Valuable Player for a second consecutive season, sources tell ESPN. A formal announcement is expected this week.— Adrian Wojnarowski (@wojespn) May 9, 2022 Þrátt fyrir þetta náði Nuggets liðið fimmta besta árangrinum í Vesturdeildinni og sú staðreynd auk tölfræðinnar er að skila Jokic þessum eftirsóttu verðlaunum annað árið í röð. Jokic er fimmtándi leikmaðurinn í sögunni til að vinna þessi verðlaun oftar en einu sinni. Hann er sá annar í röð til að vinna tvö ár í röð en Giannis Antetokounmpo gerði það á undan honum 2018-19 og 2019-20. NBA Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Sjá meira
Jokic átti frábært og í raun einstakt tímabil með Denver Nuggets liðinu. Hann endaði með 27,1 stig, 13,8 fráköst og 7,9 stoðsendingar að meðaltali í leik. View this post on Instagram A post shared by NBA on ESPN (@nbaonespn) Hann hafði betur í baráttunni við Giannis Antetokounmpo og Joel Embiid sem voru einnig tilnefndir. Jokic varð sá fyrsti í NBA-sögunni til að vera með meira en tvö þúsund stig, meira en þúsund fráköst og meira en fimm hundrað stoðsendingar á einu tímabili. Jokic skilaði þessum frábæru tölum á sama tíma og Denver liðið þurfti að spila án tveggja af sínum bestu mönnum. Leikstjórnandinn Jamal Murray missti af öllu tímabilinu eftir krossbandsslit og Michael Porter Jr. lék aðeins níu leiki vegna bakmeiðsla. Denver Nuggets center Nikola Jokic has been voted the NBA s Most Valuable Player for a second consecutive season, sources tell ESPN. A formal announcement is expected this week.— Adrian Wojnarowski (@wojespn) May 9, 2022 Þrátt fyrir þetta náði Nuggets liðið fimmta besta árangrinum í Vesturdeildinni og sú staðreynd auk tölfræðinnar er að skila Jokic þessum eftirsóttu verðlaunum annað árið í röð. Jokic er fimmtándi leikmaðurinn í sögunni til að vinna þessi verðlaun oftar en einu sinni. Hann er sá annar í röð til að vinna tvö ár í röð en Giannis Antetokounmpo gerði það á undan honum 2018-19 og 2019-20.
NBA Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum