Hver er framtíð án mín Arnar Hólm Einarsson skrifar 9. maí 2022 15:30 Við þekkjum öll samsetningu skólakerfa hér á landi. Lögð er áhersla á bóklegt nám sem hefur áhrif á hugmyndir okkar á hvað framtíðin ber í skauti sér. Við lifum í ákveðinni fortíð. Fortíð sem leggur áherslu á að við séum einsleit. Einsleitni hefur lengi vel verið mantra samfélaga í uppbyggingu á ákveðinni félagslegri þróun. Í dag er sú hugmyndafræði þó sem betur fer að breytast. Breytingin felur í sér að við erum í raun að opna fyrir að fólk megi vera öðruvísi og samt sem áður teljast sem góður og gildur þegn í samfélaginu. Sú tækniþróun sem hefur átt sér stað á undanförnum árum hefur haft þau áhrif að skólasamfélag nær ekki að halda í þær breytingar sem eiga sér stað. Slíkt er þó ekki ógerlegt. Garðabær þarf að vera meðvitað samfélag og fagna þeim breytingum sem eiga sér stað og viðhalda innviðum í takt við það. Ef slíkt er ekki gert tekur framþróun lengri tíma. Á sama tíma erum við að setja fólk sem ekki passar í þær staðalímyndir sem til staðar eru í dag til hliðar sem hafa jákvæð áhrif á það samfélag sem er að myndast. Við erum að setja framtíðina til hliðar. Meðvitund um að það sé ekki eitt rétt fyrirkomulag er hið eina rétta viðhorf. Því hvað vitum við, ekkert. Við erum bundin við stað, stund og tíma. Þegar skólasamfélag þróast ekki í takt við þessa hugsunarhætti er engin leið að sjá hvert samfélagið hefði getað orðið ef sú spornun hefði ekki verið til staðar. Sá hugsunarháttur sem Viðreisn tileinkar sér höfðaði til mín þar sem ég trúi því inn við beinið að við erum í raun öll að vinna að sama markmiði. Markmiðið er alltaf velsæld sem flestra, þannig vil ég forgangsraða fjármunum Garðabær. Samfélagið er það breytt í dag og kannski fyrir löngu síðan að ég sætti mig ekki lengur við að ekki sé til staðar úrræði sem grípa ungt fólk sem ekki passa í þær staðalímyndir samfélagsins í dag. Viðreisn í Garðabæ vill bæði innan skóla og utan taka utan um þá aðila sem ekki passa í staðalýmyndir samfélagsins sem við búum við í í dag. Ungmennahús í Garðabæ Ég kenni rafíþróttir en fyrir ekki svo löngu var litið á gláp á tölvuskjá sér til skemmtunar sem mein. “Farðu bara út og leiktu þér eins og venjulegir krakkar”. Þessir krakkar eru samt í dag venjulegir. Samfélagið er bara breytt. Hvernig ætlum við að koma til móts við þessi ungmenni. Viðreisn vill ungmennahús fyrir öll, þar sem einmitt er tekið á móti þessum einstaklingum líka. Tekið á móti framtíðinni, tekið á móti mér. Ég vil sjá aukna áherslu á tækni, tónlistarnám og aðrar tómstundariðju líkt og skátana. Við erum ekki öll gefin til þess að stunda þær hefðbundnu íþróttir sem hafa í gegnum tíðinna fengið leiðarljósið í samfélagslegri umræðu. Biðlistar hafa í gegnum árin farið hækkandi í tónlistarnámi en það hefur ekki verið spornað við því með innviðauppbyggingu og ungmennahús er ekki enn að finna í Garðabæ. Ég veit að börn okkar upplifi sig sem hluti samfélags þó þau passi ekki í staðlímyndir dagsins í dag. Garðabær þarf því að stíga það skref að byggja upp þá innviði sem þarf til að sinna þessum hluta samfélagsins sem hefur í dag stærri hlut í mótun samfélags en kannski gerði áður. Garðabær þarf að koma á fót ungmennahúsi. Ungmennahús byggt á fjölbreytileikanum og fyrir öll en ekki bara sum. Það er ekki svo langt síðan að ég gekk um með takkasíma og þótti það afar mikið framfaraskref fyrir heiminn allan að ég gæti spilað leik í slíkum síma. Við þekkjum ekki einu sinni alla þá leiki sem til eru í dag. Fyrir einhverjum árum síðan vissum við öll hvað Snake var. Sígild. Við verðum að vera meðvituð um það að það sem við teljum sígilt í dag er ekki það sama og samfélagið mun telja eftir 10 ár. Ég er meðvitaður um það og vill því að þessi ungmenni fái að njóta sín. Ég vill að framtíðin fái að njóta sín. Viðreisn í Garðabæ vill ungmennahús í Garðabæ fyrir alla en ekki einvörðungu þá iðju sem hefur fengið að njóta sín síðastliðinn áratug eða áratugi. Samfélagið er að breytast og við þurfum að vera opin fyrir breytingum og styðja framtíðina til framþróunnar. Höfundur er fræðslustjóri Rafíþróttasamtaka Íslands og skipar 6. sæti á lista Viðreisnar í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Garðabær Viðreisn Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Skoðun Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Sjá meira
Við þekkjum öll samsetningu skólakerfa hér á landi. Lögð er áhersla á bóklegt nám sem hefur áhrif á hugmyndir okkar á hvað framtíðin ber í skauti sér. Við lifum í ákveðinni fortíð. Fortíð sem leggur áherslu á að við séum einsleit. Einsleitni hefur lengi vel verið mantra samfélaga í uppbyggingu á ákveðinni félagslegri þróun. Í dag er sú hugmyndafræði þó sem betur fer að breytast. Breytingin felur í sér að við erum í raun að opna fyrir að fólk megi vera öðruvísi og samt sem áður teljast sem góður og gildur þegn í samfélaginu. Sú tækniþróun sem hefur átt sér stað á undanförnum árum hefur haft þau áhrif að skólasamfélag nær ekki að halda í þær breytingar sem eiga sér stað. Slíkt er þó ekki ógerlegt. Garðabær þarf að vera meðvitað samfélag og fagna þeim breytingum sem eiga sér stað og viðhalda innviðum í takt við það. Ef slíkt er ekki gert tekur framþróun lengri tíma. Á sama tíma erum við að setja fólk sem ekki passar í þær staðalímyndir sem til staðar eru í dag til hliðar sem hafa jákvæð áhrif á það samfélag sem er að myndast. Við erum að setja framtíðina til hliðar. Meðvitund um að það sé ekki eitt rétt fyrirkomulag er hið eina rétta viðhorf. Því hvað vitum við, ekkert. Við erum bundin við stað, stund og tíma. Þegar skólasamfélag þróast ekki í takt við þessa hugsunarhætti er engin leið að sjá hvert samfélagið hefði getað orðið ef sú spornun hefði ekki verið til staðar. Sá hugsunarháttur sem Viðreisn tileinkar sér höfðaði til mín þar sem ég trúi því inn við beinið að við erum í raun öll að vinna að sama markmiði. Markmiðið er alltaf velsæld sem flestra, þannig vil ég forgangsraða fjármunum Garðabær. Samfélagið er það breytt í dag og kannski fyrir löngu síðan að ég sætti mig ekki lengur við að ekki sé til staðar úrræði sem grípa ungt fólk sem ekki passa í þær staðalímyndir samfélagsins í dag. Viðreisn í Garðabæ vill bæði innan skóla og utan taka utan um þá aðila sem ekki passa í staðalýmyndir samfélagsins sem við búum við í í dag. Ungmennahús í Garðabæ Ég kenni rafíþróttir en fyrir ekki svo löngu var litið á gláp á tölvuskjá sér til skemmtunar sem mein. “Farðu bara út og leiktu þér eins og venjulegir krakkar”. Þessir krakkar eru samt í dag venjulegir. Samfélagið er bara breytt. Hvernig ætlum við að koma til móts við þessi ungmenni. Viðreisn vill ungmennahús fyrir öll, þar sem einmitt er tekið á móti þessum einstaklingum líka. Tekið á móti framtíðinni, tekið á móti mér. Ég vil sjá aukna áherslu á tækni, tónlistarnám og aðrar tómstundariðju líkt og skátana. Við erum ekki öll gefin til þess að stunda þær hefðbundnu íþróttir sem hafa í gegnum tíðinna fengið leiðarljósið í samfélagslegri umræðu. Biðlistar hafa í gegnum árin farið hækkandi í tónlistarnámi en það hefur ekki verið spornað við því með innviðauppbyggingu og ungmennahús er ekki enn að finna í Garðabæ. Ég veit að börn okkar upplifi sig sem hluti samfélags þó þau passi ekki í staðlímyndir dagsins í dag. Garðabær þarf því að stíga það skref að byggja upp þá innviði sem þarf til að sinna þessum hluta samfélagsins sem hefur í dag stærri hlut í mótun samfélags en kannski gerði áður. Garðabær þarf að koma á fót ungmennahúsi. Ungmennahús byggt á fjölbreytileikanum og fyrir öll en ekki bara sum. Það er ekki svo langt síðan að ég gekk um með takkasíma og þótti það afar mikið framfaraskref fyrir heiminn allan að ég gæti spilað leik í slíkum síma. Við þekkjum ekki einu sinni alla þá leiki sem til eru í dag. Fyrir einhverjum árum síðan vissum við öll hvað Snake var. Sígild. Við verðum að vera meðvituð um það að það sem við teljum sígilt í dag er ekki það sama og samfélagið mun telja eftir 10 ár. Ég er meðvitaður um það og vill því að þessi ungmenni fái að njóta sín. Ég vill að framtíðin fái að njóta sín. Viðreisn í Garðabæ vill ungmennahús í Garðabæ fyrir alla en ekki einvörðungu þá iðju sem hefur fengið að njóta sín síðastliðinn áratug eða áratugi. Samfélagið er að breytast og við þurfum að vera opin fyrir breytingum og styðja framtíðina til framþróunnar. Höfundur er fræðslustjóri Rafíþróttasamtaka Íslands og skipar 6. sæti á lista Viðreisnar í Garðabæ.
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar