Vaktin: Þjóðverjar búa sig undir að Rússar skrúfi fyrir gasið Hólmfríður Gísladóttir, Samúel Karl Ólason, Eiður Þór Árnason og Bjarki Sigurðsson skrifa 9. maí 2022 06:46 Robert Habeck, efnahags- og orkumálaráðherra Þýskalands. epa/FILIP SINGER Vladimir Pútín Rússlandsforseti flutti í morgun ræðu sína á Rauða torginu í tilefni sigurs Sovétmanna á nasistum í seinni heimstyrjöldinni. Þvert á væntingar margra var fátt um yfirlýsingar í ræðunni og engar stórar fregnir af fyrirætlunum Rússa í Úkraínu. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, skammaði nýverið þjóðaröryggisráðgjafa sína vegna upplýsingaleka. Fjölmiðlar vestanhafs sögðu ítrekað frá því hvaða upplýsingum Bandaríkjamenn hafa verið að deila með Úkraínumönnum. Mikhail Kasyanov, sem var fyrsti forsætisráðherra Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, segir að ræða forsetans á Sigurdeginum í morgun sýni að hann viti að stríð hans í Úkraínu sé misheppnað. Hann sagði Pútín í vanda og taldi að nú væri „upphafið að endinum“ fyrir Pútín og yfirráð hans í Rússlandi. Rauðri málningu var skvett sendiherra Rússlands í Póllandi nú fyrir skömmu. Það var gert á athöfn þar sem hann ætlaði að leggja blómvönd við minnisvarða sovésks hermannsí Varsjá vegna hátíðarhaldanna í dag. Rússneska fréttastofan RIA hefur eftir Kirill Stremousov, sem er einhvers konar leiðtogi hjá stjórn aðskilnaðarsinna í Kherson, að það standi ekki til að efna til atkvæðagreiðslu um sjálfstæði á svæðinu. Hins vegar sé stefnt að því að innlima eins stóran hluta þess og mögulegt er í Rússland. Verulegur samdráttur hefur orðið í innflutningi Rússa á vörum frá Kína en hins vegar jókst innflutningur Kínverja á rússneskum vörum um 56,6 prósent frá fyrra ári í apríl. Josep Borrell, æðsti erindreki Evrópusambandsins í utanríkis- og varnarmálum, segir í samtali við Financial Times að bandalagið ætti að íhuga að gera erlendan gjaldeyrisforða Rússa, sem hefur verið frystur, upptækan til að kosta enduruppbyggingu Úkraínu eftir stríð. BBC segir Ben Wallace, varnarmálaráðherra Breta, munu líkja aðgerðum stjórnar Pútín við framgöngu nasista í erindi sem hann mun halda í dag. Emmanuel Macron Frakklandsforseti mun funda með Olaf Scholz, kanslara Þýskalands, í Berlín í dag og er sagður munu flytja ræðu í kjölfarið. Hér má finna vakt gærdagsins.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, skammaði nýverið þjóðaröryggisráðgjafa sína vegna upplýsingaleka. Fjölmiðlar vestanhafs sögðu ítrekað frá því hvaða upplýsingum Bandaríkjamenn hafa verið að deila með Úkraínumönnum. Mikhail Kasyanov, sem var fyrsti forsætisráðherra Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, segir að ræða forsetans á Sigurdeginum í morgun sýni að hann viti að stríð hans í Úkraínu sé misheppnað. Hann sagði Pútín í vanda og taldi að nú væri „upphafið að endinum“ fyrir Pútín og yfirráð hans í Rússlandi. Rauðri málningu var skvett sendiherra Rússlands í Póllandi nú fyrir skömmu. Það var gert á athöfn þar sem hann ætlaði að leggja blómvönd við minnisvarða sovésks hermannsí Varsjá vegna hátíðarhaldanna í dag. Rússneska fréttastofan RIA hefur eftir Kirill Stremousov, sem er einhvers konar leiðtogi hjá stjórn aðskilnaðarsinna í Kherson, að það standi ekki til að efna til atkvæðagreiðslu um sjálfstæði á svæðinu. Hins vegar sé stefnt að því að innlima eins stóran hluta þess og mögulegt er í Rússland. Verulegur samdráttur hefur orðið í innflutningi Rússa á vörum frá Kína en hins vegar jókst innflutningur Kínverja á rússneskum vörum um 56,6 prósent frá fyrra ári í apríl. Josep Borrell, æðsti erindreki Evrópusambandsins í utanríkis- og varnarmálum, segir í samtali við Financial Times að bandalagið ætti að íhuga að gera erlendan gjaldeyrisforða Rússa, sem hefur verið frystur, upptækan til að kosta enduruppbyggingu Úkraínu eftir stríð. BBC segir Ben Wallace, varnarmálaráðherra Breta, munu líkja aðgerðum stjórnar Pútín við framgöngu nasista í erindi sem hann mun halda í dag. Emmanuel Macron Frakklandsforseti mun funda með Olaf Scholz, kanslara Þýskalands, í Berlín í dag og er sagður munu flytja ræðu í kjölfarið. Hér má finna vakt gærdagsins.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Fleiri fréttir Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sjá meira