Ákvarðanir Seðlabankans eru meginástæða húsnæðiskreppunnar Þórarinn Hjartarson skrifar 7. maí 2022 13:30 Í sjónvarpsumræðum stjórnað af Boga Ágústssyni árið 1984 svaraði Milton Friedman athugasemdum Ólafs Ragnars Grímssonar um kenningar Friedman svona: „Sama hvort það er í alræðisríki eða í lýðræðisríki, ef peningar eru hömlulaust prentaðir inn á hagkerfið þá skapar það verðbólgu.“ Og síðar: „Vísindalega get ég sýnt þér hvernig hægt er að auka verðbólgu, pólitískt myndi ég aftur á móti mæla gegn því.“ Þegar Seðlabankastjóri lækkaði stýrivexti árið 2020 var augljóst í hvað stefndi. Framboð húsnæðis, eftirspurn og aðgangur að hrávöru var það sama og fyrir hækkun. Það sem að breyttist hins vegar var aðgangur fólks að fjármagni í formi lána. Fjármagn flæddi inn á markað samhliða mikilli kulnun á öllum sviðum verðmætasköpunar. Þann 9. febrúar síðastliðinn voru stýrivextir hækkaðir um 0.75% til þess að stemma stigu við verðbólgu. Af því tilefni sat Seðlabankastjóri fyrir svörum þar sem hann brást hart við þeim ásökunum að kreppan á húsnæðismarkaði mætti að einhverju leiti rekja til aðgerða Seðlabanka. Að sjálfsögðu eru fleiri þættir sem að spila inn í. Mótvægisaðgerðir stjórnvalda voru misvel skipulagðar, sveitarfélögin eru rög við að láta frá sér lóðir og launahækkanir vinna gegn hagsmunum heimilanna. Það breytir því þó ekki að Seðlabankastjóra hefði mátt vera ljóst að án fyrirvara myndi það fjármagn, sem fólk fékk aðgang að í formi lána, leita inn á þann markað sem sögulega hefur reynst öruggasta fjárfesting og trygging Íslendinga. Það er steypa. Ásgeir sagði á ofangreindum fundi Seðlabankans að gagnrýnin bæri helst keim af minnisleysi. Hann minnti á kröfu almennings um aðgerðir til þess að stemma stigu við samdrátt vegna aðgerða gegn Covid-19. Seðlabankinn hefði svarað þessu ákalli með því að leggja áherslu á að aðstoða heimilin. Fókusinn var að heimilin héldu uppi neyslu til þess að sporna við samdrætti í ferðaþjónustu. Það sem var sérstakt við andmæli Seðlabankastjóra var að hann nefndi einnig að Seðlabankanum stæðu önnur tól til boða. Það væri t.d. hægt að gera auknar kröfur til lánþega um eigiðfé við húsnæðiskaup, um hámarksgreiðslubyrði og lægra skulda- og veðhlutfall. Þessi tól hefði að sjálfsögðu átt að leggja fram samhliða stýrivaxtalækkunum. Seðlabankastjóri nefndi að hann hefði aðalega áhyggjur af þeim sem búa ekki í eigin húsnæði. En fyrirvaralausar stýrivaxtalækkanir sáu til þess að mun lengra er í land fyrir þann hóp heldur en áður. Í dag hafa ofangreindir fyrirvarar verið lagðir á lánastofnanir. En það er hreinlega of seint. Það er mögulega rétt hjá Seðlabankastjóra að fólk sé misminnugt um það sem að það sagði áður um nauðsynlega aðkomu ríkisins til þess að stemma stigum við kreppu vegna aðgerða gegn Covid-19. En Seðlabankastjóri er sérfræðingur og hefði því átt að sjá fyrir afleiddar afleiðingar af aðgerðum bankans. Stríðið í Úkraínu hefur bætt gráu ofan á svart en fyrirvaralaus stýrivaxtalækkun Seðlabankans er meginbreyta í krísunni sem ungt fólk á leigumarkaði stendur nú frammi fyrir. Seðlabankastjóri er ekki í vinsældakeppni. Sérfræðikunnátta hans er ástæða þess að honum er treyst fyrir embættinu. Ákall þjóðar er ekki afsökun fyrir slæmri hagstjórn. Höfundur er þáttastjórnandi hlaðvarpsins Ein Pæling. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Seðlabankinn Húsnæðismál Þórarinn Hjartarson Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Í sjónvarpsumræðum stjórnað af Boga Ágústssyni árið 1984 svaraði Milton Friedman athugasemdum Ólafs Ragnars Grímssonar um kenningar Friedman svona: „Sama hvort það er í alræðisríki eða í lýðræðisríki, ef peningar eru hömlulaust prentaðir inn á hagkerfið þá skapar það verðbólgu.“ Og síðar: „Vísindalega get ég sýnt þér hvernig hægt er að auka verðbólgu, pólitískt myndi ég aftur á móti mæla gegn því.“ Þegar Seðlabankastjóri lækkaði stýrivexti árið 2020 var augljóst í hvað stefndi. Framboð húsnæðis, eftirspurn og aðgangur að hrávöru var það sama og fyrir hækkun. Það sem að breyttist hins vegar var aðgangur fólks að fjármagni í formi lána. Fjármagn flæddi inn á markað samhliða mikilli kulnun á öllum sviðum verðmætasköpunar. Þann 9. febrúar síðastliðinn voru stýrivextir hækkaðir um 0.75% til þess að stemma stigu við verðbólgu. Af því tilefni sat Seðlabankastjóri fyrir svörum þar sem hann brást hart við þeim ásökunum að kreppan á húsnæðismarkaði mætti að einhverju leiti rekja til aðgerða Seðlabanka. Að sjálfsögðu eru fleiri þættir sem að spila inn í. Mótvægisaðgerðir stjórnvalda voru misvel skipulagðar, sveitarfélögin eru rög við að láta frá sér lóðir og launahækkanir vinna gegn hagsmunum heimilanna. Það breytir því þó ekki að Seðlabankastjóra hefði mátt vera ljóst að án fyrirvara myndi það fjármagn, sem fólk fékk aðgang að í formi lána, leita inn á þann markað sem sögulega hefur reynst öruggasta fjárfesting og trygging Íslendinga. Það er steypa. Ásgeir sagði á ofangreindum fundi Seðlabankans að gagnrýnin bæri helst keim af minnisleysi. Hann minnti á kröfu almennings um aðgerðir til þess að stemma stigu við samdrátt vegna aðgerða gegn Covid-19. Seðlabankinn hefði svarað þessu ákalli með því að leggja áherslu á að aðstoða heimilin. Fókusinn var að heimilin héldu uppi neyslu til þess að sporna við samdrætti í ferðaþjónustu. Það sem var sérstakt við andmæli Seðlabankastjóra var að hann nefndi einnig að Seðlabankanum stæðu önnur tól til boða. Það væri t.d. hægt að gera auknar kröfur til lánþega um eigiðfé við húsnæðiskaup, um hámarksgreiðslubyrði og lægra skulda- og veðhlutfall. Þessi tól hefði að sjálfsögðu átt að leggja fram samhliða stýrivaxtalækkunum. Seðlabankastjóri nefndi að hann hefði aðalega áhyggjur af þeim sem búa ekki í eigin húsnæði. En fyrirvaralausar stýrivaxtalækkanir sáu til þess að mun lengra er í land fyrir þann hóp heldur en áður. Í dag hafa ofangreindir fyrirvarar verið lagðir á lánastofnanir. En það er hreinlega of seint. Það er mögulega rétt hjá Seðlabankastjóra að fólk sé misminnugt um það sem að það sagði áður um nauðsynlega aðkomu ríkisins til þess að stemma stigum við kreppu vegna aðgerða gegn Covid-19. En Seðlabankastjóri er sérfræðingur og hefði því átt að sjá fyrir afleiddar afleiðingar af aðgerðum bankans. Stríðið í Úkraínu hefur bætt gráu ofan á svart en fyrirvaralaus stýrivaxtalækkun Seðlabankans er meginbreyta í krísunni sem ungt fólk á leigumarkaði stendur nú frammi fyrir. Seðlabankastjóri er ekki í vinsældakeppni. Sérfræðikunnátta hans er ástæða þess að honum er treyst fyrir embættinu. Ákall þjóðar er ekki afsökun fyrir slæmri hagstjórn. Höfundur er þáttastjórnandi hlaðvarpsins Ein Pæling.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun