Íslandsbankasala fjármálaráðherra er ólögleg Eyjólfur Ármannsson skrifar 6. maí 2022 10:16 Árið 2012 setti Alþingi lög um sölu á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Fjármálaráðherra fær þar m.a. heimild til að selja Íslandsbanka, að fenginni heimild í fjárlögum. Flokkur fólksins var eini flokkurinn á Alþingi sem var á móti sölunni á Íslandsbanka. Fjármálaráðherra selur Íslandsbanka, enginn annar. Hann tekur ákvörðun um hvort tilboð skuli samþykkt eða þeim hafnað og undirritar samninga fyrir hönd ríkisins um sölu eignarhlutarins, líkt og segir í lögunum. Hann ber ábyrgð á sölunni. Fjármálaráðherra er m.a. vanhæfur til að selja föður sínum hlut í bankanum. Það er brot á vanhæfisreglum stjórnsýslulaga, sem kveða á um vanhæfi vegna skyldleika. Lögin um söluna kveða á um að Bankasýslan annist sölumeðferð eignarhluta fyrir hönd ríkisins í samræmi við ákvörðun ráðherra. Þegar tilboð í eignarhlut liggja fyrir skal Bankasýslan skila ráðherra rökstuddu mati á þeim. Fyrir útboðið gerði Bankasýslan sölusamning við söluráðgjafa, sem byggist á stöðluðu samningsformi og gilda um hann ensk lög. Samkvæmt samningnum skulu allar deilur aðila fara fyrir gerðardóm í London. Ríkið gæti því farið í mál vegna samningsins í mál við sjálfan sig fyrir gerðardómi í London, en Landsbanki og Íslandsbanki eru aðilar að samningnum. Erlend löggjöf kann að gilda um réttarsamband erlendra umsjónaraðila og söluráðgjafa við eigin viðskiptavini. Þó samningurinn sé á stöðluðu formi gat íslenska ríkið auðveldlega gætt hagsmuna sinna. Slíkt er alvanalegt en það virðist ekki hafa verið gert. Engu er líkara en að einkaaðilar hafi verið að semja sín á milli um sölu á hlutabréfum í einkabanka en ekki í ríkisbankanum Íslandsbanka, þar sem sérstök lög gilda um söluna auk stjórnsýslulaga. Bankasýslan samdi við þrjá erlenda og fimm innlenda söluráðgjafa, þar á meðal Landsbanka og Íslandsbanka. Átta starfsmenn Íslandsbanka eða einstaklingar þeim tengdir keyptu í bankanum. Íslandsbanki var söluráðgjafi í umboði Bankasýslunnar og innti af hendi störf sem fjármálaráðherra bar sem seljandi ábyrgð á. Kaup starfsmanna Íslandsbanka standast því ekki vanhæfisreglur stjórnsýslulaga. Við söluna var ekki kveðið á um vanhæfi tilboðsgjafa samkvæmt stjórnsýslulögum. Engar kröfur voru til kaupenda aðrar en þeir væru fagfjárfestar, sem þurfa að uppfylla tvö af þremur skilyrðum; a) haft viðskipti á markaði sl. ár, að meðaltali tíu sinnum á ársfjórðungi; b) átt meira en 500.000 evrur; c) starfað í fjármálageiranum sem krefst þekkingar á viðskiptunum. Tilboðsgjöfum voru ekki sett nein sjálfstæði skilyrði sem voru sanngjörn og um að þeir nytu jafnræðis. Mikilvægt er að jafnræðis sé gætt milli þeirra sem koma til greina sem mögulegir kaupendur að eignarhlut svo að allir líklegir kaupendur hafi jafna möguleika á því að gera tilboð. Jafnræði verður best tryggt með því að skilyrði við sölu séu fá, skýr og öllum ljós. Söluráðgjafar seldu fagfjárfestum af viðskiptamannalistum sínum. Kaupendahópurinn var því minni en kröfur sögðu til um. Eftir söluna var spurt í hverja var hringt. Reynt var að halda upplýsingum um smáfjárfestana leyndum með vísan til persónuverndarlaga og jafnvel bankaleyndar, þrátt fyrir skýra nauðsyn um almannahagsmuni og kröfu um gegnsæi í lögum um söluna. Meginreglur um sölumeðferðina í sölulögunum kveða á um að áhersla skuli lögð á opið söluferli, gagnsæi, hlutlægni og hagkvæmni. Með hagkvæmni er átt við að leitað sé hæsta verðs fyrir eignarhluti. Þess skal gætt að skilyrði sem tilboðsgjöfum eru sett séu sanngjörn og að þeir njóti jafnræðis. Þá skal kappkosta að efla virka og eðlilega samkeppni á fjármálamarkaði. Ekkert af þessu var virt. Íslandi sem samfélagi hefur ekki tekist að skapa þróað nútímafjármálakerfi. Salan á Íslandsbanka sýnir að lærdómurinn af Hruninu 2008 og einkavæðingu bankanna 2003 virðist enginn. Vanræksla, fúsk og prinsippleysi klíkusamfélagsins er enn allsráðandi. Ekki hefur heyrst orð frá háskólasamfélaginu eða fjármálamarkaðnum um söluna. Þrátt fyrir ný lög hefur í raun ekkert breyst. Þess vegna á rannsóknarnefnd Alþingis að rannsaka Íslandsbankasöluna án tafar. Höfundur er þingmaður fyrir Flokk fólksins í Norðvesturkjördæmi og 2. varaformaður fjárlaganefndar, lögfræðingur og LL.M. í fjármálarétti frá University of Pennsylvania. Löggiltur verðbréfamiðlari og hefur starfað hjá Fjármálaeftirlitinu, efnahagsbrotadeild og norrænu bönkunum DNB og Nordea. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Salan á Íslandsbanka Eyjólfur Ármannsson Flokkur fólksins Alþingi Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Árið 2012 setti Alþingi lög um sölu á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Fjármálaráðherra fær þar m.a. heimild til að selja Íslandsbanka, að fenginni heimild í fjárlögum. Flokkur fólksins var eini flokkurinn á Alþingi sem var á móti sölunni á Íslandsbanka. Fjármálaráðherra selur Íslandsbanka, enginn annar. Hann tekur ákvörðun um hvort tilboð skuli samþykkt eða þeim hafnað og undirritar samninga fyrir hönd ríkisins um sölu eignarhlutarins, líkt og segir í lögunum. Hann ber ábyrgð á sölunni. Fjármálaráðherra er m.a. vanhæfur til að selja föður sínum hlut í bankanum. Það er brot á vanhæfisreglum stjórnsýslulaga, sem kveða á um vanhæfi vegna skyldleika. Lögin um söluna kveða á um að Bankasýslan annist sölumeðferð eignarhluta fyrir hönd ríkisins í samræmi við ákvörðun ráðherra. Þegar tilboð í eignarhlut liggja fyrir skal Bankasýslan skila ráðherra rökstuddu mati á þeim. Fyrir útboðið gerði Bankasýslan sölusamning við söluráðgjafa, sem byggist á stöðluðu samningsformi og gilda um hann ensk lög. Samkvæmt samningnum skulu allar deilur aðila fara fyrir gerðardóm í London. Ríkið gæti því farið í mál vegna samningsins í mál við sjálfan sig fyrir gerðardómi í London, en Landsbanki og Íslandsbanki eru aðilar að samningnum. Erlend löggjöf kann að gilda um réttarsamband erlendra umsjónaraðila og söluráðgjafa við eigin viðskiptavini. Þó samningurinn sé á stöðluðu formi gat íslenska ríkið auðveldlega gætt hagsmuna sinna. Slíkt er alvanalegt en það virðist ekki hafa verið gert. Engu er líkara en að einkaaðilar hafi verið að semja sín á milli um sölu á hlutabréfum í einkabanka en ekki í ríkisbankanum Íslandsbanka, þar sem sérstök lög gilda um söluna auk stjórnsýslulaga. Bankasýslan samdi við þrjá erlenda og fimm innlenda söluráðgjafa, þar á meðal Landsbanka og Íslandsbanka. Átta starfsmenn Íslandsbanka eða einstaklingar þeim tengdir keyptu í bankanum. Íslandsbanki var söluráðgjafi í umboði Bankasýslunnar og innti af hendi störf sem fjármálaráðherra bar sem seljandi ábyrgð á. Kaup starfsmanna Íslandsbanka standast því ekki vanhæfisreglur stjórnsýslulaga. Við söluna var ekki kveðið á um vanhæfi tilboðsgjafa samkvæmt stjórnsýslulögum. Engar kröfur voru til kaupenda aðrar en þeir væru fagfjárfestar, sem þurfa að uppfylla tvö af þremur skilyrðum; a) haft viðskipti á markaði sl. ár, að meðaltali tíu sinnum á ársfjórðungi; b) átt meira en 500.000 evrur; c) starfað í fjármálageiranum sem krefst þekkingar á viðskiptunum. Tilboðsgjöfum voru ekki sett nein sjálfstæði skilyrði sem voru sanngjörn og um að þeir nytu jafnræðis. Mikilvægt er að jafnræðis sé gætt milli þeirra sem koma til greina sem mögulegir kaupendur að eignarhlut svo að allir líklegir kaupendur hafi jafna möguleika á því að gera tilboð. Jafnræði verður best tryggt með því að skilyrði við sölu séu fá, skýr og öllum ljós. Söluráðgjafar seldu fagfjárfestum af viðskiptamannalistum sínum. Kaupendahópurinn var því minni en kröfur sögðu til um. Eftir söluna var spurt í hverja var hringt. Reynt var að halda upplýsingum um smáfjárfestana leyndum með vísan til persónuverndarlaga og jafnvel bankaleyndar, þrátt fyrir skýra nauðsyn um almannahagsmuni og kröfu um gegnsæi í lögum um söluna. Meginreglur um sölumeðferðina í sölulögunum kveða á um að áhersla skuli lögð á opið söluferli, gagnsæi, hlutlægni og hagkvæmni. Með hagkvæmni er átt við að leitað sé hæsta verðs fyrir eignarhluti. Þess skal gætt að skilyrði sem tilboðsgjöfum eru sett séu sanngjörn og að þeir njóti jafnræðis. Þá skal kappkosta að efla virka og eðlilega samkeppni á fjármálamarkaði. Ekkert af þessu var virt. Íslandi sem samfélagi hefur ekki tekist að skapa þróað nútímafjármálakerfi. Salan á Íslandsbanka sýnir að lærdómurinn af Hruninu 2008 og einkavæðingu bankanna 2003 virðist enginn. Vanræksla, fúsk og prinsippleysi klíkusamfélagsins er enn allsráðandi. Ekki hefur heyrst orð frá háskólasamfélaginu eða fjármálamarkaðnum um söluna. Þrátt fyrir ný lög hefur í raun ekkert breyst. Þess vegna á rannsóknarnefnd Alþingis að rannsaka Íslandsbankasöluna án tafar. Höfundur er þingmaður fyrir Flokk fólksins í Norðvesturkjördæmi og 2. varaformaður fjárlaganefndar, lögfræðingur og LL.M. í fjármálarétti frá University of Pennsylvania. Löggiltur verðbréfamiðlari og hefur starfað hjá Fjármálaeftirlitinu, efnahagsbrotadeild og norrænu bönkunum DNB og Nordea.
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun