Þrír látnir eftir axarárás í Ísrael Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. maí 2022 23:27 Þrír féllu í árásinni í kvöld. Getty/Nir Keidar Þrír hafa verið drepnir og fleiri eru særðir eftir að axarárás var gerð í borginni Elad í Ísrael í kvöld. Lögregla segir að um mögulega hryðjuverkaárás sé að ræða. Ísraelskir fréttamiðlar hafa greint frá því að tveir menn hafi ráðist á vegfarendur í almenningsgarði í Elad vopnaðir exi og hnífum. Mannanna er nú leitað og lögregla hefur sett upp vegatálma víða um borgina og leitar í bílum sem hafa verið stoppaðir. Í dag er þjóðhátíðardagur Ísrael og stofnun ísraelska ríkisins fagnað. Borgaryfirvöld í Elad hafa fyrirskipað fólki að halda sig innandyra í völd. Fram kemur í frétt breska ríkisútvarpsins um málið að meirihluti íbúa borgarinnar séu strangtrúaðir gyðingar (e. ultra-Orthodox). „Gleðin sem fylgir þjoðhátíðardegi okkar hætti snögglega. Árásin í Elad er hjartanu og sálinni áfall,“ skrifar Yair Lapid utanríkisráðherra Ísrael á Twitter. שמחת יום העצמאות נקטעה ברגע. פיגוע רצחני באלעד מחריד את הלב והנשמה. שלושה נרצחו ועוד שלושה נפצעו בידי מחבלים שפלים. אני שולח תנחומים מעומק הלב למשפחות שאיבדו הערב את היקרים להן מכל, ומתפלל עם כל בית ישראל לשלומם של הפצועים.— יאיר לפיד - Yair Lapid🟠 (@yairlapid) May 5, 2022 Undanfarnar vikur hefur árásum á ísraelska gyðinga fjölgað gífurlega en fleiri hafa ekki fallið í slíkum árásum í Ísrael síðan 2006. Fram kemur í frétt BBC að flestar árásanna hafi Palestínumenn eða ísraelskir arabar framið. Sextán Ísraelar, þar á meðal einn lögreglumaður af ísraelskum-arabískum uppruna, hafa fallið og tveir Úkraínumenn. Árásirnar hafa allar verið í Ísrael og á Vesturbakkanum. Ísraelsk stjórnvöld hafa svarað árásahrinunni með því að framkvæma áhlaup á palestínska bæi, þar sem átök hafa brotist út og minnst 26 fallið, þar af almennnir borgara. Ísrael var stofnað þann 14. maí 1948 en þjóðhátíðardagurinn fellur ekki alltaf á sama dag á hverju ári þar sem miðað er við hebreska dagatalið. Þann 15. maí ár hvert syrgja Palestínumenn stofnun ríkisins en dagurinn kallast al-Naqba, sem á arabísku þýðir hamfarir eða stórslys. Ísrael Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Sjá meira
Ísraelskir fréttamiðlar hafa greint frá því að tveir menn hafi ráðist á vegfarendur í almenningsgarði í Elad vopnaðir exi og hnífum. Mannanna er nú leitað og lögregla hefur sett upp vegatálma víða um borgina og leitar í bílum sem hafa verið stoppaðir. Í dag er þjóðhátíðardagur Ísrael og stofnun ísraelska ríkisins fagnað. Borgaryfirvöld í Elad hafa fyrirskipað fólki að halda sig innandyra í völd. Fram kemur í frétt breska ríkisútvarpsins um málið að meirihluti íbúa borgarinnar séu strangtrúaðir gyðingar (e. ultra-Orthodox). „Gleðin sem fylgir þjoðhátíðardegi okkar hætti snögglega. Árásin í Elad er hjartanu og sálinni áfall,“ skrifar Yair Lapid utanríkisráðherra Ísrael á Twitter. שמחת יום העצמאות נקטעה ברגע. פיגוע רצחני באלעד מחריד את הלב והנשמה. שלושה נרצחו ועוד שלושה נפצעו בידי מחבלים שפלים. אני שולח תנחומים מעומק הלב למשפחות שאיבדו הערב את היקרים להן מכל, ומתפלל עם כל בית ישראל לשלומם של הפצועים.— יאיר לפיד - Yair Lapid🟠 (@yairlapid) May 5, 2022 Undanfarnar vikur hefur árásum á ísraelska gyðinga fjölgað gífurlega en fleiri hafa ekki fallið í slíkum árásum í Ísrael síðan 2006. Fram kemur í frétt BBC að flestar árásanna hafi Palestínumenn eða ísraelskir arabar framið. Sextán Ísraelar, þar á meðal einn lögreglumaður af ísraelskum-arabískum uppruna, hafa fallið og tveir Úkraínumenn. Árásirnar hafa allar verið í Ísrael og á Vesturbakkanum. Ísraelsk stjórnvöld hafa svarað árásahrinunni með því að framkvæma áhlaup á palestínska bæi, þar sem átök hafa brotist út og minnst 26 fallið, þar af almennnir borgara. Ísrael var stofnað þann 14. maí 1948 en þjóðhátíðardagurinn fellur ekki alltaf á sama dag á hverju ári þar sem miðað er við hebreska dagatalið. Þann 15. maí ár hvert syrgja Palestínumenn stofnun ríkisins en dagurinn kallast al-Naqba, sem á arabísku þýðir hamfarir eða stórslys.
Ísrael Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Sjá meira