Segist taka undir áhyggjur ráðherra og Isavia um að ný byggð ógni flugöryggi Kristján Már Unnarsson skrifar 5. maí 2022 21:31 Hildur Björnsdóttir skipar 1. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Bjarni Einarsson Leiðtogi sjálfstæðismanna í borgarstjórnarkosningunum, Hildur Björnsdóttir, segist styðja flugvöll í Vatnsmýri meðan ekki finnst annar jafngóður kostur. Oddviti Miðflokksins, Ómar Már Jónsson, segir sinn flokk þann eina sem ætli sér að standa vörð um flugvöllinn. Í fréttum Stöðvar 2 sagði oddviti Miðflokksins sinn flokk sér á báti í flugvallarmálinu. „Við erum bara þar í dag að Miðflokkurinn er eini flokkurinn sem ætlar sér að standa vörð um flugvöllinn í Vatnsmýri,“ segir Ómar Már Jónsson. Ómar Már Jónsson skipar 1. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavík.Arnar Halldórsson Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, tekur ekki undir þetta. „Það er nú stefna sjálfstæðismanna að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýri, þar til annar jafngóður staður hefur fundist. Þannig að ég get nú ekki alveg tekið undir með miðflokksmönnum þarna,“ segir Hildur. Miðflokksmaðurinn vitnar til fundar sem Samtök um bíllausan lífsstíl efndu til í síðasta mánuði. Kjarninn segir að þar hafi aðeins frambjóðandi Miðflokksins tekið flugvöll fram yfir byggð í Vatnsmýri. Framsóknarmaðurinn Einar Þorsteinsson hafi þó haft sama fyrirvara og Hildur og sagt að ef nýr staður fyndist fyrir flugvöll væri frábært að byggja í Vatnsmýrinni. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra lýsti því yfir í viðtali á Reykjavíkurflugvelli í gær að borgin fengi ekki meira af landi flugvallarins fyrr en jafngóður eða betri flugvallarkostur væri uppbyggður.Ívar Fannar Arnarsson Formaður Framsóknarflokksins, innviðráðherrann Sigurður Ingi, var hins vegar skýr með það í gær að borgin fengi ekki að byggja í Skerjafirði. En hver er afstaða Hildar til Nýja Skerjafjarðar? „Við höfum stutt einhverja uppbyggingu í Skerjafirði, bara látlausa uppbyggingu. En þetta magn, sem nú er kynnt, er auðvitað gríðarlega mikið. Og það gengur í rauninni gegn flugvallarsvæðinu og það ógnar flugöryggi á svæðinu sömuleiðis. Þannig að ég tek undir með ráðherra, og ég tek undir með Isavia, áhyggjur þeirra, sömuleiðis,“ svarar Hildur. Hún er þó ekki tilbúin að taka undir þá afstöðu Sigurðar Inga að frekara land verði ekki tekið af flugvellinum á meðan nýr er ekki kominn. Séð yfir svæðið í Skerjafirði sem borgarstjórnarmeirihlutinn vill leggja undir íbúðabyggð. „Ég hef ekki séð afdráttarlausa afstöðu Sjálfstæðisflokksins til flugvallarins. Og ég hef dálítið verið að leita eftir því; hvar er þessi stuðningur við flugvöllinn? Og ég sé hann ekki. Ekki nema hjá okkur, Miðflokknum,“ segir Ómar. En kemur til greina að mati Hildar að innanlandsflugið verði flutt til Keflavíkur? „Ég hef ekki séð neina greiningu á þeim kosti. Ég myndi vilja sjá hana áður en ég tæki afstöðu til þess. En þangað til þá er hann auðvitað í Vatnsmýri,“ svarar Hildur Björnsdóttir. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Borgarstjórn Reykjavík Skipulag Samgöngur Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Tókust á um lóðarúthlutun á landi innan flugvallargirðingar Átök urðu á fundi borgarráðs Reykjavíkur í dag um þá tillögu borgarstjóra að úthluta fimm þúsund fermetra lóð og byggingarrétti fyrir allt að 140 íbúðir við Einarsnes 130. Lóðin er núna innan flugvallargirðingar í svokölluðum Nýja Skerjafirði á svæði sem Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra lýsti yfir í gær að borgin fengi ekki afhent meðan ekki væri kominn betri flugvallarkostur í stað Reykjavíkurflugvallar. 5. maí 2022 23:39 Ráðherra neitar að afhenda landið en borgarstjóri segist hafa afsalið Innviðaráðherra neitar borginni um að byggja í Skerjafirði og segir að hún fái ekki meira af landi Reykjavíkurflugvallar fyrr en nýr flugvallarkostur sé fundinn og uppbyggður. Borgarstjóri hafnar því að flugöryggi verði raskað og minnir á að borgin eigi landið. 4. maí 2022 22:22 Segir það verstu niðurstöðuna að kremja lífið úr flugvellinum Isavia telur sér ekki fært að verða við beiðni Reykjavíkurborgar um að afhenda flugvallarland í Skerjafirði til íbúðabygginga og varpar ábyrgðinni á Sigurð Inga Jóhannsson innviðaráðherra. 3. maí 2022 21:41 Borgin telur Nýja Skerjafjörð ekki trufla rekstur flugvallar Talsmenn borgarstjórnarmeirihlutans vilja hefja uppbyggingu Nýja Skerjafjarðar sem allra fyrst og hafna því að byggingar þar skerði rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar. 19. apríl 2022 22:55 Atvinnuflugmenn brýna Isavia að verja rekstraröryggi flugvallarins Öryggisnefnd Félags íslenskra atvinnuflugmanna varar við því að nýjar húsbyggingar í Skerjafirði skapi hættu fyrir flugvélar á Reykjavíkurflugvelli með ókyrrð og sviptivindum. Isavia er hvatt til að setja fótinn niður og tryggja rekstraröryggi flugvallarins. 16. febrúar 2022 21:20 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Fleiri fréttir Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 sagði oddviti Miðflokksins sinn flokk sér á báti í flugvallarmálinu. „Við erum bara þar í dag að Miðflokkurinn er eini flokkurinn sem ætlar sér að standa vörð um flugvöllinn í Vatnsmýri,“ segir Ómar Már Jónsson. Ómar Már Jónsson skipar 1. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavík.Arnar Halldórsson Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, tekur ekki undir þetta. „Það er nú stefna sjálfstæðismanna að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýri, þar til annar jafngóður staður hefur fundist. Þannig að ég get nú ekki alveg tekið undir með miðflokksmönnum þarna,“ segir Hildur. Miðflokksmaðurinn vitnar til fundar sem Samtök um bíllausan lífsstíl efndu til í síðasta mánuði. Kjarninn segir að þar hafi aðeins frambjóðandi Miðflokksins tekið flugvöll fram yfir byggð í Vatnsmýri. Framsóknarmaðurinn Einar Þorsteinsson hafi þó haft sama fyrirvara og Hildur og sagt að ef nýr staður fyndist fyrir flugvöll væri frábært að byggja í Vatnsmýrinni. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra lýsti því yfir í viðtali á Reykjavíkurflugvelli í gær að borgin fengi ekki meira af landi flugvallarins fyrr en jafngóður eða betri flugvallarkostur væri uppbyggður.Ívar Fannar Arnarsson Formaður Framsóknarflokksins, innviðráðherrann Sigurður Ingi, var hins vegar skýr með það í gær að borgin fengi ekki að byggja í Skerjafirði. En hver er afstaða Hildar til Nýja Skerjafjarðar? „Við höfum stutt einhverja uppbyggingu í Skerjafirði, bara látlausa uppbyggingu. En þetta magn, sem nú er kynnt, er auðvitað gríðarlega mikið. Og það gengur í rauninni gegn flugvallarsvæðinu og það ógnar flugöryggi á svæðinu sömuleiðis. Þannig að ég tek undir með ráðherra, og ég tek undir með Isavia, áhyggjur þeirra, sömuleiðis,“ svarar Hildur. Hún er þó ekki tilbúin að taka undir þá afstöðu Sigurðar Inga að frekara land verði ekki tekið af flugvellinum á meðan nýr er ekki kominn. Séð yfir svæðið í Skerjafirði sem borgarstjórnarmeirihlutinn vill leggja undir íbúðabyggð. „Ég hef ekki séð afdráttarlausa afstöðu Sjálfstæðisflokksins til flugvallarins. Og ég hef dálítið verið að leita eftir því; hvar er þessi stuðningur við flugvöllinn? Og ég sé hann ekki. Ekki nema hjá okkur, Miðflokknum,“ segir Ómar. En kemur til greina að mati Hildar að innanlandsflugið verði flutt til Keflavíkur? „Ég hef ekki séð neina greiningu á þeim kosti. Ég myndi vilja sjá hana áður en ég tæki afstöðu til þess. En þangað til þá er hann auðvitað í Vatnsmýri,“ svarar Hildur Björnsdóttir. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Borgarstjórn Reykjavík Skipulag Samgöngur Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Tókust á um lóðarúthlutun á landi innan flugvallargirðingar Átök urðu á fundi borgarráðs Reykjavíkur í dag um þá tillögu borgarstjóra að úthluta fimm þúsund fermetra lóð og byggingarrétti fyrir allt að 140 íbúðir við Einarsnes 130. Lóðin er núna innan flugvallargirðingar í svokölluðum Nýja Skerjafirði á svæði sem Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra lýsti yfir í gær að borgin fengi ekki afhent meðan ekki væri kominn betri flugvallarkostur í stað Reykjavíkurflugvallar. 5. maí 2022 23:39 Ráðherra neitar að afhenda landið en borgarstjóri segist hafa afsalið Innviðaráðherra neitar borginni um að byggja í Skerjafirði og segir að hún fái ekki meira af landi Reykjavíkurflugvallar fyrr en nýr flugvallarkostur sé fundinn og uppbyggður. Borgarstjóri hafnar því að flugöryggi verði raskað og minnir á að borgin eigi landið. 4. maí 2022 22:22 Segir það verstu niðurstöðuna að kremja lífið úr flugvellinum Isavia telur sér ekki fært að verða við beiðni Reykjavíkurborgar um að afhenda flugvallarland í Skerjafirði til íbúðabygginga og varpar ábyrgðinni á Sigurð Inga Jóhannsson innviðaráðherra. 3. maí 2022 21:41 Borgin telur Nýja Skerjafjörð ekki trufla rekstur flugvallar Talsmenn borgarstjórnarmeirihlutans vilja hefja uppbyggingu Nýja Skerjafjarðar sem allra fyrst og hafna því að byggingar þar skerði rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar. 19. apríl 2022 22:55 Atvinnuflugmenn brýna Isavia að verja rekstraröryggi flugvallarins Öryggisnefnd Félags íslenskra atvinnuflugmanna varar við því að nýjar húsbyggingar í Skerjafirði skapi hættu fyrir flugvélar á Reykjavíkurflugvelli með ókyrrð og sviptivindum. Isavia er hvatt til að setja fótinn niður og tryggja rekstraröryggi flugvallarins. 16. febrúar 2022 21:20 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Fleiri fréttir Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Sjá meira
Tókust á um lóðarúthlutun á landi innan flugvallargirðingar Átök urðu á fundi borgarráðs Reykjavíkur í dag um þá tillögu borgarstjóra að úthluta fimm þúsund fermetra lóð og byggingarrétti fyrir allt að 140 íbúðir við Einarsnes 130. Lóðin er núna innan flugvallargirðingar í svokölluðum Nýja Skerjafirði á svæði sem Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra lýsti yfir í gær að borgin fengi ekki afhent meðan ekki væri kominn betri flugvallarkostur í stað Reykjavíkurflugvallar. 5. maí 2022 23:39
Ráðherra neitar að afhenda landið en borgarstjóri segist hafa afsalið Innviðaráðherra neitar borginni um að byggja í Skerjafirði og segir að hún fái ekki meira af landi Reykjavíkurflugvallar fyrr en nýr flugvallarkostur sé fundinn og uppbyggður. Borgarstjóri hafnar því að flugöryggi verði raskað og minnir á að borgin eigi landið. 4. maí 2022 22:22
Segir það verstu niðurstöðuna að kremja lífið úr flugvellinum Isavia telur sér ekki fært að verða við beiðni Reykjavíkurborgar um að afhenda flugvallarland í Skerjafirði til íbúðabygginga og varpar ábyrgðinni á Sigurð Inga Jóhannsson innviðaráðherra. 3. maí 2022 21:41
Borgin telur Nýja Skerjafjörð ekki trufla rekstur flugvallar Talsmenn borgarstjórnarmeirihlutans vilja hefja uppbyggingu Nýja Skerjafjarðar sem allra fyrst og hafna því að byggingar þar skerði rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar. 19. apríl 2022 22:55
Atvinnuflugmenn brýna Isavia að verja rekstraröryggi flugvallarins Öryggisnefnd Félags íslenskra atvinnuflugmanna varar við því að nýjar húsbyggingar í Skerjafirði skapi hættu fyrir flugvélar á Reykjavíkurflugvelli með ókyrrð og sviptivindum. Isavia er hvatt til að setja fótinn niður og tryggja rekstraröryggi flugvallarins. 16. febrúar 2022 21:20