Hefur engar áhyggjur af gagnrýni netverja á nýja lógóið Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. maí 2022 19:31 Frosti Ólafsson er framkvæmdastjóri Olís. Vísir/Arnar Olís vinnur nú að því að skipta út gamalgrónu merki sínu, sem hannað var fyrir nær fimmtíu árum, fyrir nýtt. Framkvæmdastjórinn hefur engar áhyggjur af gagnrýni þeirra sem þegar eru byrjaðir að sakna gamla merkisins. Nýja merkið hefur til dæmis verið sett upp á Olís-stöðinni í Norðlingaholti og þó að munurinn virðist kannski ekki mikill við fyrstu sýn má sjá samanburð á skýringarmyndinni hér fyrir neðan. Á hinu nýja merki er nýtt letur, auk þess sem talsvert betur loftar um stafina á nýja merkinu heldur en á því gamla - og kannski sögufræga. Gamlir tímar mæta nýjum. Netverjar hafa sett breytinguna í samhengi við yfirhalninguna á Bónusgrísnum sem var umdeild í fyrra. Þá tók Lýsi vörumerkið sem hér sést upp árið 2017 en hið gamla sést þó enn á vef og varningi fyrirtækisins.Kristján Jónsson Nýja merkið er liður í allsherjaryfirhalningu á Olís-útlitinu sem innleiða á smám saman á Olís-stöðvum landsins á næstu mánuðum. En margir eiga erfitt með að kyngja breytingum og á slíku bar á samfélagsmiðlum í vikunni þegar fregnir af nýju merki spurðust út. „HVAÐ Í FOKKANUM GERÐIST VIÐ OLÍS?“ var yfirskrift færslu inn á spjallþræði Íslendinga á samfélagsmiðlinum Reddit, hvar glöggur notandi hafði greinilega rambað á nýja merkið í Norðlingaholti. Og hér fyrir neðan má sjá örlitla samantekt af viðbrögðum á Twitter í kjölfarið. Kristján Jónsson Gamla merkið hefur enda staðið óbreytt í hartnær fimmtíu ár, líklega eitt það langlífasta á landinu. En Frosti Ólafsson framkvæmdastjóri Olís hefur engar áhyggjur af viðbrögðum netverja, breytingin sé einfaldlega í takt við nýjar þarfir. „Ég held það sé aðeins of seint að bakka úr því sem komið er,“ segir hann og hlær. „En eins og ég segi, maður þarf að venjast breytingum og við vonum að þær venjist vel í þessu tilfelli.“ „Þetta er auðvitað sögufrægt vörumerki og búið að standa tímans tönn. Ég held að það hafi verið sirka hálf öld sem það hefur enst, þannig að það hefur sannað gildi sitt og er geggjað vörumerki. En tímarnir breytast og þarfirnar í þessum myndheimi öllum með. Og við reyndum nú að sýna mikla virðingu gagnvart sögunni í þessari breytingu,“ segir Frosti. Auglýsinga- og markaðsmál Bensín og olía Tengdar fréttir Bónus lengir opnunartíma og gefur grísnum yfirhalningu Matvörurisinn Bónus hefur gert breytingar á útliti Bónusgríssins og þeirri leturgerð sem notast er við í firmamerki verslananna. Breytingarnar eru gerðar samhliða lengingu á opnunartíma verslana sem taka gildi í dag sem felur meðal annars í sér að sjö Bónusverslanir verða framvegis opnar til klukkan átta á kvöldin. 12. nóvember 2021 09:46 Mest lesið Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira
Nýja merkið hefur til dæmis verið sett upp á Olís-stöðinni í Norðlingaholti og þó að munurinn virðist kannski ekki mikill við fyrstu sýn má sjá samanburð á skýringarmyndinni hér fyrir neðan. Á hinu nýja merki er nýtt letur, auk þess sem talsvert betur loftar um stafina á nýja merkinu heldur en á því gamla - og kannski sögufræga. Gamlir tímar mæta nýjum. Netverjar hafa sett breytinguna í samhengi við yfirhalninguna á Bónusgrísnum sem var umdeild í fyrra. Þá tók Lýsi vörumerkið sem hér sést upp árið 2017 en hið gamla sést þó enn á vef og varningi fyrirtækisins.Kristján Jónsson Nýja merkið er liður í allsherjaryfirhalningu á Olís-útlitinu sem innleiða á smám saman á Olís-stöðvum landsins á næstu mánuðum. En margir eiga erfitt með að kyngja breytingum og á slíku bar á samfélagsmiðlum í vikunni þegar fregnir af nýju merki spurðust út. „HVAÐ Í FOKKANUM GERÐIST VIÐ OLÍS?“ var yfirskrift færslu inn á spjallþræði Íslendinga á samfélagsmiðlinum Reddit, hvar glöggur notandi hafði greinilega rambað á nýja merkið í Norðlingaholti. Og hér fyrir neðan má sjá örlitla samantekt af viðbrögðum á Twitter í kjölfarið. Kristján Jónsson Gamla merkið hefur enda staðið óbreytt í hartnær fimmtíu ár, líklega eitt það langlífasta á landinu. En Frosti Ólafsson framkvæmdastjóri Olís hefur engar áhyggjur af viðbrögðum netverja, breytingin sé einfaldlega í takt við nýjar þarfir. „Ég held það sé aðeins of seint að bakka úr því sem komið er,“ segir hann og hlær. „En eins og ég segi, maður þarf að venjast breytingum og við vonum að þær venjist vel í þessu tilfelli.“ „Þetta er auðvitað sögufrægt vörumerki og búið að standa tímans tönn. Ég held að það hafi verið sirka hálf öld sem það hefur enst, þannig að það hefur sannað gildi sitt og er geggjað vörumerki. En tímarnir breytast og þarfirnar í þessum myndheimi öllum með. Og við reyndum nú að sýna mikla virðingu gagnvart sögunni í þessari breytingu,“ segir Frosti.
Auglýsinga- og markaðsmál Bensín og olía Tengdar fréttir Bónus lengir opnunartíma og gefur grísnum yfirhalningu Matvörurisinn Bónus hefur gert breytingar á útliti Bónusgríssins og þeirri leturgerð sem notast er við í firmamerki verslananna. Breytingarnar eru gerðar samhliða lengingu á opnunartíma verslana sem taka gildi í dag sem felur meðal annars í sér að sjö Bónusverslanir verða framvegis opnar til klukkan átta á kvöldin. 12. nóvember 2021 09:46 Mest lesið Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira
Bónus lengir opnunartíma og gefur grísnum yfirhalningu Matvörurisinn Bónus hefur gert breytingar á útliti Bónusgríssins og þeirri leturgerð sem notast er við í firmamerki verslananna. Breytingarnar eru gerðar samhliða lengingu á opnunartíma verslana sem taka gildi í dag sem felur meðal annars í sér að sjö Bónusverslanir verða framvegis opnar til klukkan átta á kvöldin. 12. nóvember 2021 09:46