Viðhald félagslegra leiguíbúða Sigrún Árnadóttir skrifar 4. maí 2022 15:45 Í gær birtist aðsend grein á www.visir.is þar sem vakin var athygli á umræðu um vandamál vegna myglu og raka í byggingum. Þeirri spurningu var velt upp hvernig ástandið væri í leiguíbúðumFélagsbústaða og því haldið fram að þar væri víða pottur brotinn. Hvort sú fullyrðing fæst staðist skal ósagt látið enda liggur ekki fyrir heildstætt mat á ástandi þeirra rúmlega 3000 íbúða sem Félagsbústaðir leigja út. En af þessu tilefni er rétt að greina stuttlega frá hvernig viðhaldi íbúðanna er háttað. Í öllum hverfum borgarinnar eru félagslegar leiguíbúðir sem ætlaðar eru fjölskyldum og einstaklingum undir tilteknum eigna- og tekjumörkum, auk leiguíbúða fyrir aldraða og fólk með fötlun. Alls rúmlega 3000 íbúðir. Árleg fjölgun íbúða er í takti við áherslur Reykjavíkurborgar um frekari uppbyggingu til þess að mæta þörfum fyrir húsnæði og er gjarnan miðað við að 5% íbúða í borginni séu félagslegar leiguíbúðir. Flestar íbúðirnar sem keyptar hafa verið á undanförnum árum eru í nýbyggingum. Á hverju ári er fjöldinn allur af íbúðum standsettur vegna leigjendaskipta. Fagmenntaðir starfsmenn Félagsbústaða yfirfara íbúðirnar og gera áætlun um viðhald og kostnað. Fengnir eru fagaðilar á sínu sviði í þær endurbætur sem með þarf fyrir næstu útleigu. Þannig voru á árinu 2021 12% íbúða félagsins endurnýjaðar vegna nýrra leigjenda eða flutnings leigjenda milli íbúða auk þess sem gerðir voru leigusamningar um 100 nýkeyptar íbúðir. Viðhaldi íbúða í búsetu er sinnt í kjölfar ábendinga frá leigjendum eða húsfélagi viðkomandi fjölbýlishúss. Þjónustuborð Félagsbústaða skráir niður öll erindi og kemur þeim í réttan farveg til viðeigandi úrlausnar. Á árinu 2021 voru skráðar 2330 viðhaldsbeiðnir. Beiðnirnar eru eins og gefur að skilja af fjölbreyttum toga allt frá biluðum krana til lekavandamála. Iðnaðarmenn sinna öllum þessum erindum. Auk þessa berast erindi eða ábendingar um flóknari úrlausnarefni og er þá farið í sérstaka húsnæðisskoðun til frekari greiningar. Þegar leigjendur tilkynna um leka, óeðlilegan raka eða grun um myglu er farið í sérstakar húsnæðisskoðanir og eftir atvikum fengnir óháðir aðilar til að mæla loftgæði og/eða taka sýni til að kanna mygluvöxt. Myglu í húsnæði má einkum rekja til utanaðkomandi vatnsleka, leka innanhúss, ónógrar loftunar og ófullnægjandi þrifa. Leitast er við að komast að upptökum vandans og gera þær lagfæringar sem með þarf. Félagsbústaðir leggja áherslu á að svara öllum þeim erindum sem berast frá leigjendum og aðstoða við úrlausn þeirra mála sem upp koma vegna viðhalds eða annarra erinda. Á síðastliðnum 3 árum hefur MMR framkvæmt tvær þjónustukannanir meðal leigjenda Félagsbústaða. Ánægjulegt er að meiri ánægja mælist með þjónustuþætti í síðari könnuninni sem fram fór í apríl á síðasta ári. Þar kom í ljós að 84% leigjanda eru ánægðir eða mjög ánægðir með að leigja hjá Félagsbústöðum sem er aukning frá fyrri mælingu. Alls mældust 72% leigjenda ánægðir með þjónustu Félagsbústaða sem er aukning um 10% milli mælinga. Ánægja eða mikil ánægja með viðhaldsþjónustu mældist 60% og jókst ánægjan um 4% milli kannana. Niðurstöður eru rýndar og lagt á ráðin um úrbætur og hvernig má gera gott betra. Félagsbústaðir eru hlutafélag að fullu í eigu Reykjavíkurborgar. Eigandinn skipar stjórn félagsins sem ber ábyrgð á rekstrinum. Þannig hafa kjörnir fulltrúar aðrir en þeir sem sæti eiga í stjórninni ekki beina aðkomu að rekstri Félagsbústaða. Sigrún Árnadóttir, framkvæmdastjóri Félagsbústaða Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Mygla Tengdar fréttir Mygla í félagslegu íbúðarhúsnæði Reykjavíkurborgar Við heyrum reglulega af vandamálum tengdum myglu og raka í húsnæði á vegum Reykjavíkurborgar. Er umræðan þá aðallega tengd skólum og vellíðan barna og starfsmanna þar. En hvað um fjölskyldur sem eru í félagslegu húsnæði á vegum borgarinnar og af ýmsum ástæðum jafnvel föst þar? Er ástandið á íbúðunum þar bara í lagi? 3. maí 2022 15:00 Mest lesið Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Í gær birtist aðsend grein á www.visir.is þar sem vakin var athygli á umræðu um vandamál vegna myglu og raka í byggingum. Þeirri spurningu var velt upp hvernig ástandið væri í leiguíbúðumFélagsbústaða og því haldið fram að þar væri víða pottur brotinn. Hvort sú fullyrðing fæst staðist skal ósagt látið enda liggur ekki fyrir heildstætt mat á ástandi þeirra rúmlega 3000 íbúða sem Félagsbústaðir leigja út. En af þessu tilefni er rétt að greina stuttlega frá hvernig viðhaldi íbúðanna er háttað. Í öllum hverfum borgarinnar eru félagslegar leiguíbúðir sem ætlaðar eru fjölskyldum og einstaklingum undir tilteknum eigna- og tekjumörkum, auk leiguíbúða fyrir aldraða og fólk með fötlun. Alls rúmlega 3000 íbúðir. Árleg fjölgun íbúða er í takti við áherslur Reykjavíkurborgar um frekari uppbyggingu til þess að mæta þörfum fyrir húsnæði og er gjarnan miðað við að 5% íbúða í borginni séu félagslegar leiguíbúðir. Flestar íbúðirnar sem keyptar hafa verið á undanförnum árum eru í nýbyggingum. Á hverju ári er fjöldinn allur af íbúðum standsettur vegna leigjendaskipta. Fagmenntaðir starfsmenn Félagsbústaða yfirfara íbúðirnar og gera áætlun um viðhald og kostnað. Fengnir eru fagaðilar á sínu sviði í þær endurbætur sem með þarf fyrir næstu útleigu. Þannig voru á árinu 2021 12% íbúða félagsins endurnýjaðar vegna nýrra leigjenda eða flutnings leigjenda milli íbúða auk þess sem gerðir voru leigusamningar um 100 nýkeyptar íbúðir. Viðhaldi íbúða í búsetu er sinnt í kjölfar ábendinga frá leigjendum eða húsfélagi viðkomandi fjölbýlishúss. Þjónustuborð Félagsbústaða skráir niður öll erindi og kemur þeim í réttan farveg til viðeigandi úrlausnar. Á árinu 2021 voru skráðar 2330 viðhaldsbeiðnir. Beiðnirnar eru eins og gefur að skilja af fjölbreyttum toga allt frá biluðum krana til lekavandamála. Iðnaðarmenn sinna öllum þessum erindum. Auk þessa berast erindi eða ábendingar um flóknari úrlausnarefni og er þá farið í sérstaka húsnæðisskoðun til frekari greiningar. Þegar leigjendur tilkynna um leka, óeðlilegan raka eða grun um myglu er farið í sérstakar húsnæðisskoðanir og eftir atvikum fengnir óháðir aðilar til að mæla loftgæði og/eða taka sýni til að kanna mygluvöxt. Myglu í húsnæði má einkum rekja til utanaðkomandi vatnsleka, leka innanhúss, ónógrar loftunar og ófullnægjandi þrifa. Leitast er við að komast að upptökum vandans og gera þær lagfæringar sem með þarf. Félagsbústaðir leggja áherslu á að svara öllum þeim erindum sem berast frá leigjendum og aðstoða við úrlausn þeirra mála sem upp koma vegna viðhalds eða annarra erinda. Á síðastliðnum 3 árum hefur MMR framkvæmt tvær þjónustukannanir meðal leigjenda Félagsbústaða. Ánægjulegt er að meiri ánægja mælist með þjónustuþætti í síðari könnuninni sem fram fór í apríl á síðasta ári. Þar kom í ljós að 84% leigjanda eru ánægðir eða mjög ánægðir með að leigja hjá Félagsbústöðum sem er aukning frá fyrri mælingu. Alls mældust 72% leigjenda ánægðir með þjónustu Félagsbústaða sem er aukning um 10% milli mælinga. Ánægja eða mikil ánægja með viðhaldsþjónustu mældist 60% og jókst ánægjan um 4% milli kannana. Niðurstöður eru rýndar og lagt á ráðin um úrbætur og hvernig má gera gott betra. Félagsbústaðir eru hlutafélag að fullu í eigu Reykjavíkurborgar. Eigandinn skipar stjórn félagsins sem ber ábyrgð á rekstrinum. Þannig hafa kjörnir fulltrúar aðrir en þeir sem sæti eiga í stjórninni ekki beina aðkomu að rekstri Félagsbústaða. Sigrún Árnadóttir, framkvæmdastjóri Félagsbústaða
Mygla í félagslegu íbúðarhúsnæði Reykjavíkurborgar Við heyrum reglulega af vandamálum tengdum myglu og raka í húsnæði á vegum Reykjavíkurborgar. Er umræðan þá aðallega tengd skólum og vellíðan barna og starfsmanna þar. En hvað um fjölskyldur sem eru í félagslegu húsnæði á vegum borgarinnar og af ýmsum ástæðum jafnvel föst þar? Er ástandið á íbúðunum þar bara í lagi? 3. maí 2022 15:00
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun