Vaktin: Sökktu Moskvu með hjálp Bandaríkjanna Hólmfríður Gísladóttir og Samúel Karl Ólason skrifa 5. maí 2022 06:36 Moskva sökk þann 14. apríl. Úkraínuher hefur tekist að fella fjölda rússneskra herforingja með því að nýta upplýsingar frá öryggisyfirvöldum í Bandaríkjunum. Upplýsingarnar hafa meðal annars snúið að staðsetningu færanlegra höfuðstöðva Rússa í Úkraínu. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Vladimír Pútín, forseti Rússlands, bað Naftali Bennett, forsætisráðherra Ísraels, afsökunar í dag. Það var vegna ummæla Sergeis Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, í viðtali í daginn þar sem hann líkti Vólódímir Selenskí, forseta Úkraínu, við Hitler og sagði að Hitler hefði verið með „gyðingablóð“. Harðir bardagar geysa enn í Azovstal-verksmiðjunni í Maríupól þar sem Rússar eru sagðir reyna að sigra síðustu verjendur borgarinnar og ná fullum tökum á henni. Svíar segjast hafa fengið loforð frá Bandaríkjamönnum þess efnis að öryggi landsins verði tryggt ef Svíar ákveða að sækja um aðild að Atlantshafsbandalaginu. Samkvæmt frétt New York Times um aðstoð Bandaríkjanna til handa Úkraínumönnum telja síðarnefndu sig hafa náð að drepa tólf rússneska hershöfðingja. Yfirvöld í Úkraínu segja Rússa enn einu sinni hafa svikið loforð um vopnahlé við Azovstal-verksmiðjuna í Maríupól. Rússar höfðu sagst myndu opna „mannúðarhlið“ frá verksmiðjunni í þrjá daga, frá og með deginum í dag en Úkraínumenn segja árásir enn standa yfir. Í gær tókst að bjarga 344 frá verksmiðjunni. Úkraínumenn segja Rússa hafa í hyggju að efna til herskrúðgöngu í Maríupól 9. maí næstkomandi, þegar þeir fagna „sigurdeginum“; deginum þegar sigur vannst á nasistum í seinni heimstyrjöldinni. Joe Biden Bandaríkjaforseti mun ræða við aðra leiðtoga G7-ríkjanna í vikunni um enn frekari refsiaðerðir gegn Rússum. Hér má finna vakt gærdagsins.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Vladimír Pútín, forseti Rússlands, bað Naftali Bennett, forsætisráðherra Ísraels, afsökunar í dag. Það var vegna ummæla Sergeis Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, í viðtali í daginn þar sem hann líkti Vólódímir Selenskí, forseta Úkraínu, við Hitler og sagði að Hitler hefði verið með „gyðingablóð“. Harðir bardagar geysa enn í Azovstal-verksmiðjunni í Maríupól þar sem Rússar eru sagðir reyna að sigra síðustu verjendur borgarinnar og ná fullum tökum á henni. Svíar segjast hafa fengið loforð frá Bandaríkjamönnum þess efnis að öryggi landsins verði tryggt ef Svíar ákveða að sækja um aðild að Atlantshafsbandalaginu. Samkvæmt frétt New York Times um aðstoð Bandaríkjanna til handa Úkraínumönnum telja síðarnefndu sig hafa náð að drepa tólf rússneska hershöfðingja. Yfirvöld í Úkraínu segja Rússa enn einu sinni hafa svikið loforð um vopnahlé við Azovstal-verksmiðjuna í Maríupól. Rússar höfðu sagst myndu opna „mannúðarhlið“ frá verksmiðjunni í þrjá daga, frá og með deginum í dag en Úkraínumenn segja árásir enn standa yfir. Í gær tókst að bjarga 344 frá verksmiðjunni. Úkraínumenn segja Rússa hafa í hyggju að efna til herskrúðgöngu í Maríupól 9. maí næstkomandi, þegar þeir fagna „sigurdeginum“; deginum þegar sigur vannst á nasistum í seinni heimstyrjöldinni. Joe Biden Bandaríkjaforseti mun ræða við aðra leiðtoga G7-ríkjanna í vikunni um enn frekari refsiaðerðir gegn Rússum. Hér má finna vakt gærdagsins.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Fleiri fréttir Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Sjá meira