Leikskólabörn á færibandinu Rannveig Ernudóttir skrifar 4. maí 2022 07:45 Úr barnastefnu Pírata „Mikilvægt er að nám sé markvisst, faglegt og fjölbreytt, og veiti undirbúning í að meta upplýsingar, taka ákvarðanir og bera ábyrgð á sjálfum sér.“ Er gott fyrir börn að flýta skólagöngu þeirra um eitt ár? Nýverið heyrði ég borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Hildi Björnsdóttur, í pallborði Vísis, leggja til að skólagöngu ungra barna yrði flýtt, sem lausn við mönnunarvanda. Í stað þess að hefja skólagöngu sína á 6. aldursári, þá ætti skólagangan að hefjast á 5. aldursári. Augljóst er að Hildi er það alvara með þessa tillögu að hún hefur nú birt grein um hana. Erfitt er að sjá hvernig tillagan leysi mönnunarvandann, þar sem það verða enn 5 ára gömul börn í skólakerfinu, sem þurfa menntun og umönnun. Ég er mjög hugsi yfir þessari hugmynd og fór að velta fyrir mér hvernig Sjálfstæðisflokknum detti það í hug að koma með slíka tillögu, þar sem ég hef hvorki séð foreldra, né neinn úr leik- eða grunnskólasamfélaginu, leggja slíkt til, eða taka undir slíkar vangaveltur. Þvert á móti ef satt skal segja. Hvað segir fagfólkið og rannsóknir? Rannsóknir á velferð barna í tengslum við skólagöngu sýna að tillaga sem þessi gengur í raun þvert gegn velferð þeirra. Samkvæmt rannsókn sem Harvard framkvæmdi, eru börn sem hefja skólagöngu líklegri til að greinast t.d. með ADHD, auk þess sem hegðunarþroski 6 og 7 ára barna er mun viðkvæmari en þegar þau ná aðeins hærri aldri. Í grein sem skrifuð er í kjölfarið af þessum niðurstöðum, er reyndar farið hörðum orðum um skólana, sem hreinlega valdi ungum börnum skaða því þar sé gengið svo harkalega á barnæskuna og gerðar óraunhæfar og skaðlegar kröfur til þeirra, bæði hvað varðar þroska þeirra sem og námsgetu. Tekið skal fram að þessari gagnrýni er beint að bandaríska skólakerfinu. Foreldrar eru frekar hvattir til þess að sporna gegn þessari kröfu og verja meiri tíma sjálf með börnum sínum. Það er sem betur fer ekki tilefni til að fara slíkum orðum um leik- og grunnskólana okkar hér á landi. Leik- og grunnskólaganga á Íslandi er fagleg, verðmæt og íslenskum börnum dýrmæt. Það er hins vegar ástæða til að við stöldrum við og skoðum á hvaða vegferð við erum sem samfélag. Leik- og grunnskólaganga á fyrst og fremst að fara fram á forsendum barnanna, þar sem ljóst er að línan, þar sem hið faglega og góða starf getur hreinlega snúist upp í andhverfu sína, er fín. Í grein Hildar gengur tillagan út á það að leysa mönnunnarvanda leikskólanna, en hefur ekkert með velferð leik- og grunnskólabarna að gera. Hún leggur upp með að þar sé um einhvers konar forskóla að ræða, þar sem kennsla sé í formi leiks. Það er rétt hjá Hildi að leikur skiptir máli fyrir ung börn. En það þýðir ekki að bjóða börnum upp á að henda inn einu réttu orði með vondri tillögu sem gengur ekki út á þeirra þarfir, heldur þarfir atvinnurekenda til þess að fá foreldra barnanna sem fyrst í vinnuna, 8 tíma á dag. Þessi tillaga snýst eingöngu um hvað fullorðna fólkið þarf, en ekkert um börnin né starfsaðstæður starfsfólksins. Hér er um klassíska birtingarmynd á færibandablæti Sjálfstæðisflokksins að ræða. Framleiðum sem fyrst vinnuafl fyrir atvinnulífið, sama hvað það kostar. Hvaða nágrannalönd viljum við bera okkur saman við? Hildur talar um nágrannalönd okkar, að þar byrji börn í skóla 5 ára gömul. Hvaða lönd eru það? Bretland? Skotland og Írland? Bandaríkin? Viljum við bera okkur saman við þau? Við höfum hingað til frekar viljað horfa til nágranna okkar á Norðurlöndunum sem fyrirmyndir í þessum efnum. Í Noregi byrja börn 6 ára gömul í skóla, það sama á við um Svíþjóð og Danmörku, rétt eins og hér. Ef við svo skoðum hvaða lönd standa sérlega framarlega hvað varðar námsárangur barna, þá er um að ræða Eistland og Finnland. Í báðum þeim löndum byrjar börn í skóla 7 ára. Við Íslendingar erum almennt mjög hrifin af Finnunum þegar kemur að leikskóla-, skóla og frístundamálum, bæði foreldrar sem og fagfólkið okkar. Við viljum frekar bera okkur saman við bæði þessi lönd, sérstaklega Eistland sem stendur framar öllum öðrum OECD löndum hvað menntun og námsárangur barna varðar. Mönnunarvandinn hefur verið krefjandi verkefni Mönnunarvandinn já, hann hefur verið erfiður að eiga við. En mikið hefur verið gert til að taka á honum, ekki bara með hækkun launa, heldur og ekki síður, með bættu starfsumhverfi sem leikskólakennarar og starfsfólk hafa kallað eftir, m.a. með því að stytta opnunartíma leikskólanna og auka undirbúningstíma leikskólakennara. Við þurfum hins vegar að halda áfram að taka á mönnunarvandanum, en nú viljum við gera það út frá þörfum barnanna og samkvæmt óskum foreldra. Er gott að ætla bæta úr mönnunarvanda leikskólanna með því að færa “vandamálið” (sem eru þá væntanlega börnin?) yfir í grunnskólana? Er ekki æskilegra að létta frekar álaginu á leikskólunum og faglega starfið þeirra? Það getum við gert með því að annars vegar auka val foreldra við að brúa bilið, með tengslagreiðslum frá 12 mánaða aldri, og hins vegar með því að skilgreina leikskólann sem grunnþjónustu sem fái fjármagn frá ríkinu, eins og með grunnskólunum. Það er vissulega ekki einhliða ákvörðun sveitarfélaganna að ákveða þessa hluti en þetta ætti að vera næsta baráttumál. Í millitíðinni getum við stefnt á að bjóða gjaldfrjálsan leikskóla í 6 tíma á dag og þar með skapað hvata fyrir foreldra til að stytta vinnudag barna. Munum svo að börn þroskast og læra lang mest og best í gegnum leik. Höfundur er varaborgarfulltrúi og frambjóðandi fyrir Pírata í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rannveig Ernudóttir Skoðun: Kosningar 2022 Píratar Reykjavík Grunnskólar Leikskólar Skóla - og menntamál Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Úr barnastefnu Pírata „Mikilvægt er að nám sé markvisst, faglegt og fjölbreytt, og veiti undirbúning í að meta upplýsingar, taka ákvarðanir og bera ábyrgð á sjálfum sér.“ Er gott fyrir börn að flýta skólagöngu þeirra um eitt ár? Nýverið heyrði ég borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Hildi Björnsdóttur, í pallborði Vísis, leggja til að skólagöngu ungra barna yrði flýtt, sem lausn við mönnunarvanda. Í stað þess að hefja skólagöngu sína á 6. aldursári, þá ætti skólagangan að hefjast á 5. aldursári. Augljóst er að Hildi er það alvara með þessa tillögu að hún hefur nú birt grein um hana. Erfitt er að sjá hvernig tillagan leysi mönnunarvandann, þar sem það verða enn 5 ára gömul börn í skólakerfinu, sem þurfa menntun og umönnun. Ég er mjög hugsi yfir þessari hugmynd og fór að velta fyrir mér hvernig Sjálfstæðisflokknum detti það í hug að koma með slíka tillögu, þar sem ég hef hvorki séð foreldra, né neinn úr leik- eða grunnskólasamfélaginu, leggja slíkt til, eða taka undir slíkar vangaveltur. Þvert á móti ef satt skal segja. Hvað segir fagfólkið og rannsóknir? Rannsóknir á velferð barna í tengslum við skólagöngu sýna að tillaga sem þessi gengur í raun þvert gegn velferð þeirra. Samkvæmt rannsókn sem Harvard framkvæmdi, eru börn sem hefja skólagöngu líklegri til að greinast t.d. með ADHD, auk þess sem hegðunarþroski 6 og 7 ára barna er mun viðkvæmari en þegar þau ná aðeins hærri aldri. Í grein sem skrifuð er í kjölfarið af þessum niðurstöðum, er reyndar farið hörðum orðum um skólana, sem hreinlega valdi ungum börnum skaða því þar sé gengið svo harkalega á barnæskuna og gerðar óraunhæfar og skaðlegar kröfur til þeirra, bæði hvað varðar þroska þeirra sem og námsgetu. Tekið skal fram að þessari gagnrýni er beint að bandaríska skólakerfinu. Foreldrar eru frekar hvattir til þess að sporna gegn þessari kröfu og verja meiri tíma sjálf með börnum sínum. Það er sem betur fer ekki tilefni til að fara slíkum orðum um leik- og grunnskólana okkar hér á landi. Leik- og grunnskólaganga á Íslandi er fagleg, verðmæt og íslenskum börnum dýrmæt. Það er hins vegar ástæða til að við stöldrum við og skoðum á hvaða vegferð við erum sem samfélag. Leik- og grunnskólaganga á fyrst og fremst að fara fram á forsendum barnanna, þar sem ljóst er að línan, þar sem hið faglega og góða starf getur hreinlega snúist upp í andhverfu sína, er fín. Í grein Hildar gengur tillagan út á það að leysa mönnunnarvanda leikskólanna, en hefur ekkert með velferð leik- og grunnskólabarna að gera. Hún leggur upp með að þar sé um einhvers konar forskóla að ræða, þar sem kennsla sé í formi leiks. Það er rétt hjá Hildi að leikur skiptir máli fyrir ung börn. En það þýðir ekki að bjóða börnum upp á að henda inn einu réttu orði með vondri tillögu sem gengur ekki út á þeirra þarfir, heldur þarfir atvinnurekenda til þess að fá foreldra barnanna sem fyrst í vinnuna, 8 tíma á dag. Þessi tillaga snýst eingöngu um hvað fullorðna fólkið þarf, en ekkert um börnin né starfsaðstæður starfsfólksins. Hér er um klassíska birtingarmynd á færibandablæti Sjálfstæðisflokksins að ræða. Framleiðum sem fyrst vinnuafl fyrir atvinnulífið, sama hvað það kostar. Hvaða nágrannalönd viljum við bera okkur saman við? Hildur talar um nágrannalönd okkar, að þar byrji börn í skóla 5 ára gömul. Hvaða lönd eru það? Bretland? Skotland og Írland? Bandaríkin? Viljum við bera okkur saman við þau? Við höfum hingað til frekar viljað horfa til nágranna okkar á Norðurlöndunum sem fyrirmyndir í þessum efnum. Í Noregi byrja börn 6 ára gömul í skóla, það sama á við um Svíþjóð og Danmörku, rétt eins og hér. Ef við svo skoðum hvaða lönd standa sérlega framarlega hvað varðar námsárangur barna, þá er um að ræða Eistland og Finnland. Í báðum þeim löndum byrjar börn í skóla 7 ára. Við Íslendingar erum almennt mjög hrifin af Finnunum þegar kemur að leikskóla-, skóla og frístundamálum, bæði foreldrar sem og fagfólkið okkar. Við viljum frekar bera okkur saman við bæði þessi lönd, sérstaklega Eistland sem stendur framar öllum öðrum OECD löndum hvað menntun og námsárangur barna varðar. Mönnunarvandinn hefur verið krefjandi verkefni Mönnunarvandinn já, hann hefur verið erfiður að eiga við. En mikið hefur verið gert til að taka á honum, ekki bara með hækkun launa, heldur og ekki síður, með bættu starfsumhverfi sem leikskólakennarar og starfsfólk hafa kallað eftir, m.a. með því að stytta opnunartíma leikskólanna og auka undirbúningstíma leikskólakennara. Við þurfum hins vegar að halda áfram að taka á mönnunarvandanum, en nú viljum við gera það út frá þörfum barnanna og samkvæmt óskum foreldra. Er gott að ætla bæta úr mönnunarvanda leikskólanna með því að færa “vandamálið” (sem eru þá væntanlega börnin?) yfir í grunnskólana? Er ekki æskilegra að létta frekar álaginu á leikskólunum og faglega starfið þeirra? Það getum við gert með því að annars vegar auka val foreldra við að brúa bilið, með tengslagreiðslum frá 12 mánaða aldri, og hins vegar með því að skilgreina leikskólann sem grunnþjónustu sem fái fjármagn frá ríkinu, eins og með grunnskólunum. Það er vissulega ekki einhliða ákvörðun sveitarfélaganna að ákveða þessa hluti en þetta ætti að vera næsta baráttumál. Í millitíðinni getum við stefnt á að bjóða gjaldfrjálsan leikskóla í 6 tíma á dag og þar með skapað hvata fyrir foreldra til að stytta vinnudag barna. Munum svo að börn þroskast og læra lang mest og best í gegnum leik. Höfundur er varaborgarfulltrúi og frambjóðandi fyrir Pírata í Reykjavík.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun