Vaktin: Gera enn árásir á lestarkerfi Úkraínu Hólmfríður Gísladóttir og Kjartan Kjartansson skrifa 4. maí 2022 07:05 Rússar hafa skotið mörgum eldflaugum á Úkraínu síðasta daga og margar árásirnar hafa beinst að innviðum landsins. Hér má þó sjá eftirmála árásar Úkraínumanna á olíubirgðastöð á yfirráðasvæði Rússa í Donetsk. AP/Alexei Alexandrov Hvítrússar hófu skyndilega umfangsmiklar hernaðaræfingar í morgun sem þeir segja ætlað að prófa viðbúnað heraflans. Varnarmálaráðuneytið segir nágrannaríkjunum ekki stafa hætt af æfingunum né Evrópu yfirhöfuð. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Rússar hafa síðustu daga gert umfangsmiklar árásir á innviði í Úkraínu. Árásirnar virðast beinast sérstaklega að lestarkerfi landsins, sem Úkraínumenn nota að miklu leyti til að flytja vopn og herafla milli landshluta. Gera má ráð fyrir fregnum af næstu refsiaðgerðum Evrópusambandsins í dag, þegar sendifulltrúar aðildarríkjanna koma saman. Enn er unnið að því að útfæra olíubann en til stendur að láta af olíuviðskiptum við Rússa á næstu sex til átta mánuðum. Ríki sem eru afar háð olíunni, til að mynda Ungverjaland og Slóvakía, munu mögulega fá undaþágu eða lengri aðlögunartíma. Antony Radakin, yfirmaður breska heraflans, sagði á ráðstefnu í Lundúnum að hernaðaraðgerðir Rússa í Úkrainu hefði byggt á lélegum upplýsingum og „ótrúlegum hroka“. Hann sagði ákvarðanir ráðamanna ekki hafa batnað og að endalok átakanna yrðu langt frá því sem lagt var upp með. Þá sagðist hann telja Rússlandsforseta hafa einangrast verulega. Breska varnarmálaráðuneytið segir Rússa nú hafa 22 hersveitir nærri Izium til að freista þess að komast áfram norður í Donbas. Rússar hafi líklega í hyggju að taka borgirnar Kramatorsk og Severodonetsk. Embættismenn í Úkraínu og hjá Sameinuðu þjóðunum segja vísbendingar uppi um að drengir og fullorðnir menn hafi einnig verið beittir kynferðisofbeldi af hálfu innrásarhersins. Úkraínska þingið hefur samþykkt lög sem banna stjórnmálaflokka sem reyna að réttlæta eða afneita árás Rússa á Úkraínu. Hér má finna vakt gærdagsins.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Rússar hafa síðustu daga gert umfangsmiklar árásir á innviði í Úkraínu. Árásirnar virðast beinast sérstaklega að lestarkerfi landsins, sem Úkraínumenn nota að miklu leyti til að flytja vopn og herafla milli landshluta. Gera má ráð fyrir fregnum af næstu refsiaðgerðum Evrópusambandsins í dag, þegar sendifulltrúar aðildarríkjanna koma saman. Enn er unnið að því að útfæra olíubann en til stendur að láta af olíuviðskiptum við Rússa á næstu sex til átta mánuðum. Ríki sem eru afar háð olíunni, til að mynda Ungverjaland og Slóvakía, munu mögulega fá undaþágu eða lengri aðlögunartíma. Antony Radakin, yfirmaður breska heraflans, sagði á ráðstefnu í Lundúnum að hernaðaraðgerðir Rússa í Úkrainu hefði byggt á lélegum upplýsingum og „ótrúlegum hroka“. Hann sagði ákvarðanir ráðamanna ekki hafa batnað og að endalok átakanna yrðu langt frá því sem lagt var upp með. Þá sagðist hann telja Rússlandsforseta hafa einangrast verulega. Breska varnarmálaráðuneytið segir Rússa nú hafa 22 hersveitir nærri Izium til að freista þess að komast áfram norður í Donbas. Rússar hafi líklega í hyggju að taka borgirnar Kramatorsk og Severodonetsk. Embættismenn í Úkraínu og hjá Sameinuðu þjóðunum segja vísbendingar uppi um að drengir og fullorðnir menn hafi einnig verið beittir kynferðisofbeldi af hálfu innrásarhersins. Úkraínska þingið hefur samþykkt lög sem banna stjórnmálaflokka sem reyna að réttlæta eða afneita árás Rússa á Úkraínu. Hér má finna vakt gærdagsins.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Evrópusambandið Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Sjá meira