Heimurinn farinn að átta sig á að bregðast þurfi við: „Þetta gengur lengra en tvíhliða stríð og smáar skærur“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 2. maí 2022 20:01 Natela Menabde, sendiherra Georgíu gagnvart Íslandi. Vísir/Sigurjón Sendiherra Georgíu gagnvart Íslandi segir mikilvægt að Georgía fái aðild að Atlantshafsbandalaginu, ekki síst í ljósi ástandsins í Úkraínu. Georgíumenn finni til með Úkraínumönnum á hátt sem aðeins þeir sem hafa lent í innrásarhernum geta gert. Ljóst sé að fleiri lönd séu í hættu takist ekki að stöðva Rússa. Nýskipaður sendiherra Georgíu á Íslandi er nú á landinu ásamt sendinefnd til að fagna 30 ára afmæli stjórnmálasambands landanna. Ísland var meðal þeirra fyrstu til að viðurkenna sjálfstæði Georgíu og eiga löndin margt sameiginlegt þrátt fyrir að þau séu landfræðilega mjög fjarlæg. Helsta markmiðið með komunni er að styrkja tengslin milli Íslands og Georgíu á ýmsum sviðum, þar á meðal í menningar- og efnahagsmálum. Einnig er það tilgangur fundarins að ræða aðild Georgíu að Atlantshafsbandalaginu. „Við viljum fá stuðning og tryggja okkur atkvæði allra til stuðnings við stöðu okkar svo það verði einhver framvinda eftir fjórtán ár þar sem ekkert hefur gerst á pólitíska sviðinu,“ segir Natela Menabde, sendiherra Georgíu gagnvart Íslandi. „Með hverri rödd allra landa, hvort sem þau eru stór eða lítil, fáum við meiri stuðning,“ segir hún enn fremur. Krafan er sérstaklega mikilvæg í dag í ljósi stöðunnar í Úkraínu en Rússar réðust inn í Georgíu fyrir fjórtán árum. Þannig finna Georgíumenn til með Úkraínumönnum á hátt sem fáir aðrir geta gert. „Nú held ég að við fáum einnig skilning frá þeim sem hafa ekki verið í okkar sporum og þeir sjá líka að nú gengur þetta lengra en tvíhliða stríð og smáar skærur,“ segir Natela um hvernig það er að horfa á stríðið frá augum Georgíumanna. Hún segir mögulegt að ef Georgía hefði fengið aðild að NATO eða meiri stuðning fyrr hefði verið hægt að koma í veg fyrir innrásina árið 2008, og hugsanlega innrásina í Úkraínu. Engan tíma megi nú missa þar sem ljóst er að Rússar muni ekki stoppa í Úkraínu heldur gætu þeir reynt að leggja fleiri lönd undir sig. „Við vitum að það þarf að virkja mjög sterkan, sameinaðan og ákveðinn stuðning frá alþjóðasamfélaginu til að binda enda á þessar þjáningar fólksins,“ segir Natela. Rússar safna liði og halda árásum sínum áfram Vesturlöndin hafa tilkynnt um umfangsmiklar refsiaðgerðir undanfarna tvo mánuði og í dag funduðu orkumálaráðherrar Evrópusambandsins um mögulegt olíubann. Ekkert lát er þó á árásum Rússa, sérstaklega í austurhluta Úkraínu. „Óvinurinn safnar nú liði á svæðunum í kringum Zaporizhzhia, Kryvyi Rih og Mykolaiv og eykur stórskota- og loftárásir. Í héruðunum Kharkiv, Donetsk og Zaporizhzhia beita Rússar herflugvélum til að gera eldflauga- og sprengjuárásir,“ sagði Oleksandr Motuzyanyk, talsmaður varnamálaráðuneytis Úkraínu, í dag. Mariupol, sem hefur sætt linnulausum árásum er þá nánast alfarið á valdi Rússa en svokallað mannúðarhlið var í borginni í dag. Úkraínumenn saka þó Rússa um að hafa rænt íbúum. Fleiri er en þrjú þúsund óbreyttir borgarar í Úkraínu hafa fallið í árásum rússneskra hersveita frá upphafi innrásarinnar, samkvæmt upplýsingum fræa Mannréttindaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna. Talan er þó líklega töluvert hærri í ljósi þess að erfiðlega hefur reynst að fá upplýsingar um fólk á nokkrum svæðum í Úkraínu, þar á meðal Mariupol. Georgía NATO Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir „Hvernig ætlar Öryggisráðið að refsa Rússum þegar Rússarnir sjálfir hafa neitunarvald?“ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segir að það skorti pólitíska forystu innan alþjóðasamtaka heimsins. Hún segir að efnahagsþvinganir gegn Rússum þurfi að vera harðari. 1. maí 2022 12:04 Ýmsum þætti upphafning að vera á svörtum lista Rússa Utanríkisráðherra segir svartan lista Rússa vera útspil sem hefur minnstu áhrif á utanríkisstefnu Íslendinga. Þá segir hún að henni þyki ekki ósennilegt að af níu Íslendingum á listanum séu einhverjir sem myndu telja það upphefð. 30. apríl 2022 12:07 Biden segir Vesturlönd standa með Úkraínu allt til enda Bandaríkjaforseti segir af og frá að Úkraínumenn séu að berjast við Rússa fyrir hönd Bandaríkjamanna. Þeir séu að verjast grimmilegri innrás Rússa í sjálfstætt ríki. Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir nauðsynlegt að rannsaka stríðsglæpi Rússa en aðalglæpurinn sé stríðið sjálft. 28. apríl 2022 19:23 Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Fleiri fréttir Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Sjá meira
Nýskipaður sendiherra Georgíu á Íslandi er nú á landinu ásamt sendinefnd til að fagna 30 ára afmæli stjórnmálasambands landanna. Ísland var meðal þeirra fyrstu til að viðurkenna sjálfstæði Georgíu og eiga löndin margt sameiginlegt þrátt fyrir að þau séu landfræðilega mjög fjarlæg. Helsta markmiðið með komunni er að styrkja tengslin milli Íslands og Georgíu á ýmsum sviðum, þar á meðal í menningar- og efnahagsmálum. Einnig er það tilgangur fundarins að ræða aðild Georgíu að Atlantshafsbandalaginu. „Við viljum fá stuðning og tryggja okkur atkvæði allra til stuðnings við stöðu okkar svo það verði einhver framvinda eftir fjórtán ár þar sem ekkert hefur gerst á pólitíska sviðinu,“ segir Natela Menabde, sendiherra Georgíu gagnvart Íslandi. „Með hverri rödd allra landa, hvort sem þau eru stór eða lítil, fáum við meiri stuðning,“ segir hún enn fremur. Krafan er sérstaklega mikilvæg í dag í ljósi stöðunnar í Úkraínu en Rússar réðust inn í Georgíu fyrir fjórtán árum. Þannig finna Georgíumenn til með Úkraínumönnum á hátt sem fáir aðrir geta gert. „Nú held ég að við fáum einnig skilning frá þeim sem hafa ekki verið í okkar sporum og þeir sjá líka að nú gengur þetta lengra en tvíhliða stríð og smáar skærur,“ segir Natela um hvernig það er að horfa á stríðið frá augum Georgíumanna. Hún segir mögulegt að ef Georgía hefði fengið aðild að NATO eða meiri stuðning fyrr hefði verið hægt að koma í veg fyrir innrásina árið 2008, og hugsanlega innrásina í Úkraínu. Engan tíma megi nú missa þar sem ljóst er að Rússar muni ekki stoppa í Úkraínu heldur gætu þeir reynt að leggja fleiri lönd undir sig. „Við vitum að það þarf að virkja mjög sterkan, sameinaðan og ákveðinn stuðning frá alþjóðasamfélaginu til að binda enda á þessar þjáningar fólksins,“ segir Natela. Rússar safna liði og halda árásum sínum áfram Vesturlöndin hafa tilkynnt um umfangsmiklar refsiaðgerðir undanfarna tvo mánuði og í dag funduðu orkumálaráðherrar Evrópusambandsins um mögulegt olíubann. Ekkert lát er þó á árásum Rússa, sérstaklega í austurhluta Úkraínu. „Óvinurinn safnar nú liði á svæðunum í kringum Zaporizhzhia, Kryvyi Rih og Mykolaiv og eykur stórskota- og loftárásir. Í héruðunum Kharkiv, Donetsk og Zaporizhzhia beita Rússar herflugvélum til að gera eldflauga- og sprengjuárásir,“ sagði Oleksandr Motuzyanyk, talsmaður varnamálaráðuneytis Úkraínu, í dag. Mariupol, sem hefur sætt linnulausum árásum er þá nánast alfarið á valdi Rússa en svokallað mannúðarhlið var í borginni í dag. Úkraínumenn saka þó Rússa um að hafa rænt íbúum. Fleiri er en þrjú þúsund óbreyttir borgarar í Úkraínu hafa fallið í árásum rússneskra hersveita frá upphafi innrásarinnar, samkvæmt upplýsingum fræa Mannréttindaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna. Talan er þó líklega töluvert hærri í ljósi þess að erfiðlega hefur reynst að fá upplýsingar um fólk á nokkrum svæðum í Úkraínu, þar á meðal Mariupol.
Georgía NATO Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir „Hvernig ætlar Öryggisráðið að refsa Rússum þegar Rússarnir sjálfir hafa neitunarvald?“ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segir að það skorti pólitíska forystu innan alþjóðasamtaka heimsins. Hún segir að efnahagsþvinganir gegn Rússum þurfi að vera harðari. 1. maí 2022 12:04 Ýmsum þætti upphafning að vera á svörtum lista Rússa Utanríkisráðherra segir svartan lista Rússa vera útspil sem hefur minnstu áhrif á utanríkisstefnu Íslendinga. Þá segir hún að henni þyki ekki ósennilegt að af níu Íslendingum á listanum séu einhverjir sem myndu telja það upphefð. 30. apríl 2022 12:07 Biden segir Vesturlönd standa með Úkraínu allt til enda Bandaríkjaforseti segir af og frá að Úkraínumenn séu að berjast við Rússa fyrir hönd Bandaríkjamanna. Þeir séu að verjast grimmilegri innrás Rússa í sjálfstætt ríki. Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir nauðsynlegt að rannsaka stríðsglæpi Rússa en aðalglæpurinn sé stríðið sjálft. 28. apríl 2022 19:23 Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Fleiri fréttir Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Sjá meira
„Hvernig ætlar Öryggisráðið að refsa Rússum þegar Rússarnir sjálfir hafa neitunarvald?“ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segir að það skorti pólitíska forystu innan alþjóðasamtaka heimsins. Hún segir að efnahagsþvinganir gegn Rússum þurfi að vera harðari. 1. maí 2022 12:04
Ýmsum þætti upphafning að vera á svörtum lista Rússa Utanríkisráðherra segir svartan lista Rússa vera útspil sem hefur minnstu áhrif á utanríkisstefnu Íslendinga. Þá segir hún að henni þyki ekki ósennilegt að af níu Íslendingum á listanum séu einhverjir sem myndu telja það upphefð. 30. apríl 2022 12:07
Biden segir Vesturlönd standa með Úkraínu allt til enda Bandaríkjaforseti segir af og frá að Úkraínumenn séu að berjast við Rússa fyrir hönd Bandaríkjamanna. Þeir séu að verjast grimmilegri innrás Rússa í sjálfstætt ríki. Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir nauðsynlegt að rannsaka stríðsglæpi Rússa en aðalglæpurinn sé stríðið sjálft. 28. apríl 2022 19:23