Auglýsingadeild RÚV grimm á auglýsingamarkaði Jakob Bjarnar skrifar 2. maí 2022 11:59 Fyrirferð Ríkisútvarpsins á samkeppnismarkaði er mörgum þyrnir í augum. Vísir/Vilhelm Auglýsingadeild Ríkissjónvarpsins seldi auglýsingar fyrir rúma tvo milljarða í fyrra sem er um 25 prósenta vöxtur milli ára. Þetta kemur fram í nýlega útgefinni árskýrslu RÚV sem tekur til ársins í fyrra. Magnús Ragnarsson framkvæmdastjóri Símans segir erfitt að eiga við slíka samkeppni ríkisins. „Þetta er mikill vöxtur milli ára á markaði sem er heldur að dragast saman en þarna nýtur Ríkisútvarpið auðvitað forskots nær 5 milljarða króna í skattfé til að framleiðslu efnis,“ segir Magnús í samtali við Vísi. Magnús segir með ólíkindum að hið opinbera fjölgi stöðugildum í auglýsingasölunni þegar öll umræða á Alþingi gangi út á að minnka umsvif stofnunarinnar á auglýsingamarkaði.síminn Hann segir að ef menn vilji leita nánari skýringa á þessari miklu sókn stofnunarinnar á auglýsingamarkað geti reynst athyglisvert að horfa ekki einvörðungu til aukningar milli ára því tekjurnar voru á svipuðu róli bæði árin 2018 og 2019. „Tekjufallið árið 2020 skýrist líklega af því að sá starfsmaður sem harðast beitir sér í tengingunni milli sölu og dagskrár var erlendis það ár en hefur nú snúið til baka og heldur betur slegið í klárinn. Það er svo auðvitað með ólíkindum að sjá að hið opinbera sé að fjölga stöðugildum í sölu á meðan öll umræða á Alþingi snýst um að minnka umsvif á samkeppnismarkaði,“ segir Magnús. Einar Logi auglýsingastjóri öflugur Magnús er þarna að tala um auglýsingastjóra Ríkisútvarpsins, Einar Loga Vignisson, sem dvaldi í Portúgal árið 2020 og þá dró úr sókninni. Magnús telur einsýnt að þarna sé orsakasamhengi. Í nýlegum ársreikningi stofnunarinnar kemur fram að auglýsingadeildin, sem eftir að Ríkisendurskoðun gerði athugasemdir við rekstrarfyrirkomulagið, var breytt í dótturfélag og heitir nú RÚV Sala og ber ábyrgð á allri sölu í því sem heitir tekjuaflandi samkeppnisrekstur, aflaði tæplega 2,4 milljarða króna í tekjur í fyrra. Af því eru 2.206 milljónir tekjur af auglýsingasölu eða 402 milljónum krónum meira en á árinu 2020. Árið sem Einar Logi var fjarri góðu gamni. Einar Logi Vignisson er auglýsingastjóri stofnunarinnar og afar öflugur ef marka má Magnús Ragnarsson.SÁÁ Kjarninn skrifar frétt upp úr árskýrslunni og þar er bent á að til samanburðar megi nefna að rekstrarstyrkir til einkarekinna fjölmiðla, sem úthlutað er árlega, voru tæplega 389 milljónir króna í fyrra sem dreifðust á 19 mismunandi miðla. 227 milljónir króna í laun auglýsingasölumanna Hagnaður af rekstri RÚV Sölu eftir uppgjör, viðskipti við móðurfélagið og launagreiðslur var 124 milljónir króna á árinu 2021. Laun og lífeyrisgreiðslur til starfsmanna RÚV Sölu, sem voru 16 (eru nú 17), eru alls 227 milljónir króna. Stefán Eiríksson útvarpsstjóri er með 2,7 milljónir króna í laun á mánuði. Tólf starfsmenn Ríkisútvarpsins eru með yfir eina milljón króna í laun á mánuði en í dótturfélaginu, RÚV Sala, eru meðallaunin tæpar 1,2 milljón á mánuði. Einar Logi er með 1,7 milljón króna í laun á mánuði.vísir „Það þýðir að meðaltal kostnaðar vegna launa og gjalda starfsmanna RÚV Sölu var 1.182 þúsund krónur á mánuði. Einar Logi Vignisson, framkvæmdastjóri RÚV Sölu var með um 1,7 milljónir króna í heildarlaunakostnað að meðaltali. Í árslok 2021 hafði starfsmönnum RÚV Sölu fjölgað um einn í 17. Þetta þýðir að auglýsingasölumenn ríkisstofnunarinnar eru með hæstu laun þar innan dyra. En eins og segir í Kjarnanum voru samkvæmt samantekt Frjálsrar verslunar 12 starfsmenn með yfir milljón krónur á mánuði hjá Ríkisútvarpinu; Stefán Eiríksson útvarpsstjóri með 2,7 milljónir króna á mánuði í laun. Ríkisútvarpið Ráðning útvarpsstjóra Fjölmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Alþingi Mest lesið Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Fleiri fréttir Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sjá meira
Þetta kemur fram í nýlega útgefinni árskýrslu RÚV sem tekur til ársins í fyrra. Magnús Ragnarsson framkvæmdastjóri Símans segir erfitt að eiga við slíka samkeppni ríkisins. „Þetta er mikill vöxtur milli ára á markaði sem er heldur að dragast saman en þarna nýtur Ríkisútvarpið auðvitað forskots nær 5 milljarða króna í skattfé til að framleiðslu efnis,“ segir Magnús í samtali við Vísi. Magnús segir með ólíkindum að hið opinbera fjölgi stöðugildum í auglýsingasölunni þegar öll umræða á Alþingi gangi út á að minnka umsvif stofnunarinnar á auglýsingamarkaði.síminn Hann segir að ef menn vilji leita nánari skýringa á þessari miklu sókn stofnunarinnar á auglýsingamarkað geti reynst athyglisvert að horfa ekki einvörðungu til aukningar milli ára því tekjurnar voru á svipuðu róli bæði árin 2018 og 2019. „Tekjufallið árið 2020 skýrist líklega af því að sá starfsmaður sem harðast beitir sér í tengingunni milli sölu og dagskrár var erlendis það ár en hefur nú snúið til baka og heldur betur slegið í klárinn. Það er svo auðvitað með ólíkindum að sjá að hið opinbera sé að fjölga stöðugildum í sölu á meðan öll umræða á Alþingi snýst um að minnka umsvif á samkeppnismarkaði,“ segir Magnús. Einar Logi auglýsingastjóri öflugur Magnús er þarna að tala um auglýsingastjóra Ríkisútvarpsins, Einar Loga Vignisson, sem dvaldi í Portúgal árið 2020 og þá dró úr sókninni. Magnús telur einsýnt að þarna sé orsakasamhengi. Í nýlegum ársreikningi stofnunarinnar kemur fram að auglýsingadeildin, sem eftir að Ríkisendurskoðun gerði athugasemdir við rekstrarfyrirkomulagið, var breytt í dótturfélag og heitir nú RÚV Sala og ber ábyrgð á allri sölu í því sem heitir tekjuaflandi samkeppnisrekstur, aflaði tæplega 2,4 milljarða króna í tekjur í fyrra. Af því eru 2.206 milljónir tekjur af auglýsingasölu eða 402 milljónum krónum meira en á árinu 2020. Árið sem Einar Logi var fjarri góðu gamni. Einar Logi Vignisson er auglýsingastjóri stofnunarinnar og afar öflugur ef marka má Magnús Ragnarsson.SÁÁ Kjarninn skrifar frétt upp úr árskýrslunni og þar er bent á að til samanburðar megi nefna að rekstrarstyrkir til einkarekinna fjölmiðla, sem úthlutað er árlega, voru tæplega 389 milljónir króna í fyrra sem dreifðust á 19 mismunandi miðla. 227 milljónir króna í laun auglýsingasölumanna Hagnaður af rekstri RÚV Sölu eftir uppgjör, viðskipti við móðurfélagið og launagreiðslur var 124 milljónir króna á árinu 2021. Laun og lífeyrisgreiðslur til starfsmanna RÚV Sölu, sem voru 16 (eru nú 17), eru alls 227 milljónir króna. Stefán Eiríksson útvarpsstjóri er með 2,7 milljónir króna í laun á mánuði. Tólf starfsmenn Ríkisútvarpsins eru með yfir eina milljón króna í laun á mánuði en í dótturfélaginu, RÚV Sala, eru meðallaunin tæpar 1,2 milljón á mánuði. Einar Logi er með 1,7 milljón króna í laun á mánuði.vísir „Það þýðir að meðaltal kostnaðar vegna launa og gjalda starfsmanna RÚV Sölu var 1.182 þúsund krónur á mánuði. Einar Logi Vignisson, framkvæmdastjóri RÚV Sölu var með um 1,7 milljónir króna í heildarlaunakostnað að meðaltali. Í árslok 2021 hafði starfsmönnum RÚV Sölu fjölgað um einn í 17. Þetta þýðir að auglýsingasölumenn ríkisstofnunarinnar eru með hæstu laun þar innan dyra. En eins og segir í Kjarnanum voru samkvæmt samantekt Frjálsrar verslunar 12 starfsmenn með yfir milljón krónur á mánuði hjá Ríkisútvarpinu; Stefán Eiríksson útvarpsstjóri með 2,7 milljónir króna á mánuði í laun.
Ríkisútvarpið Ráðning útvarpsstjóra Fjölmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Alþingi Mest lesið Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Fleiri fréttir Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sjá meira