Við verðum að tala um kynjajafnrétti í Fjarðabyggð Birta Sæmundsdóttir skrifar 30. apríl 2022 20:01 Jafnrétti er mér ofarlega í huga öllum stundum. Oft er talað um Ísland sem jafnréttisparadís og við trónum m.a. á toppi Global Gender Gap (GGG) vísisins yfir þau lönd þar sem mesta kynjajafnréttið ríkir í heiminum - en þar er þó aðeins hálf sagan sögð. Rannsóknir hafa sýnt að erfitt sé að mæla jafnrétti og þó að Ísland sitji í efsta sæti GGG erum við t.a.m. í 9. sæti hjá Gender Inequality Index (GII), því aðferðafræðin á bakvið mælingarnar er ekki sú sama. Þar að auki hafa mælingar sem þessar verið gagnrýndar fyrir að sýna of einfalda mynd af jafnrétti, en venjulega er ekki litið til lagalegra réttinda, samfélagslegra viðmiða eða menningarlegra hefða. Hér á Íslandi erum við vissulega nær jafnrétti heldur en mörg önnur lönd, en það er varla mælikvarði sem við viljum una okkur við. Ef við lítum okkur nær hvað kynjajafnréttið varðar eru karlar fleiri en konur í öllum kjörnum Fjarðabyggðar og laun kvenna almennt töluvert lægri en laun karla. Í raun er staðan einna verst á Austurlandi þegar kemur að búferlaflutningum kvenna til höfuðborgarsvæðisins, en konur flytjast frekar á brott og eru ólíklegri til að snúa aftur. Þetta má m.a. skýra með færri valkostum á vinnumarkaði, þar sem aðaláherslan í Fjarðabyggð er á hefðbundnar karlagreinar, sem og hærri launakjörum á höfuðborgarsvæðinu. En hvað þýðir þetta virkilega? Í gagnkynja samböndum er konan mun líklegri til þess að vinna starf sem hentar með uppeldi barnanna því karlmaðurinn ver oftar lengri tíma frá heimilinu og getur þ.a.l. ekki náð í börnin í dagvistun. Konur eru því almennt líklegri til þess að vinna hlutastörf sem leiðir til þess að þær eiga minni möguleika á starfsþróun og eru jafnvel háðar mökum sínum um tekjur. Þær vinna að auki bróðurpartinn af húsverkunum og þriðja vaktin, líka þekkt sem hugræn byrði, sem er nokkurs konar yfirumsjón alls sem fer fram á heimilinu, þ.m.t. umönnun barna og eldri eða veikra ættingja, fellur að langstærstu leyti á herðar kvenna. Þetta þýðir að konur vinna gífurlega mikla ólaunaða vinnu sem er ekki metin til að verðleikum, en áætlanir hafa sýnt að ólaunuð umönnunarvinna gæti talið allt að 50% af þjóðarframleiðslu tekjuhárra landa. Þar sem þessi mikla og mikilvæga vinna sem konur sinna mun oftar er ólaunuð borga konur óhjákvæmilega minna í lífeyrissjóði sem skilar sér svo í mun lægri ellilífeyri seinna á lífsleiðinni, en tölur gefa til kynna að ellilífeyrir kvenna sé oft allt að 50% minni en ellilífeyrir karla. Í dag þýðir þetta aukin hætta fyrir konur á eftirlaunaaldri að lenda undir fátæktarmörkum. Það væri auðvelt að skrifa þetta ójafnvægi kynjanna á persónulegt val hvers og eins - og það er í raun gert í hvert skipti sem bryddað er upp á þessu málefni - en hafa þarf í huga að val hvers og eins mótast af væntingum og mótun samfélagsins. Það er auðvelt að stinga upp á því að konur skelli sér á sjóinn til þess að fá jafnhá laun og karlmenn en annað fyrir þær konur að horfast í augu við samfélagið sem ætlast til þess að þær séu heima með börnunum í stað þess að vera frá heimilinu til lengri tíma. Það sem þarf að eiga sér stað er samfélagsleg breyting þar sem við metum hefðbundin kvennastörf að verðleikum og þar sem hefðbundin karlastörf, sem geta boðið upp á það, verði fjölskylduvænni. Kynjafræði, þar sem hefðbundnum staðalímyndum um kynin er ögrað, þarf að byrja strax í leikskóla og halda áfram á öllum skólastigum. Nemendur á seinni stigum grunnskóla og í framhaldsskóla þurfa að fá hlutlausa kynningu á mögulegum námsleiðum og starfsvali þar sem reynt er að brjóta upp ójöfn kynjahlutföll sem sækja í iðngreinar. Að lokum myndi ég vilja sjá aukna fræðslu fyrir almenning, bæði um þriðju vaktina svokölluðu og álagið sem fylgir því að sinna henni ofan á launuðu vinnuna. Valdeflandi fræðsla fyrir fólk af öllum kynjum er nauðsynleg til að berjast gegn því ósamræmi í samfélaginu sem stendur jafnrétti fyrir þrifum. Það eitt og sér er ekki nóg til þess að koma á kynjajafnrétti, en allt telur. Höfundur situr í 4. sæti Fjarðalistans – lista félagshyggjufólks í Fjarðabyggð og stundar nám við menntun framhaldsskólakennara með áherslu á kyn og jafnrétti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Fjarðabyggð Jafnréttismál Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Jafnrétti er mér ofarlega í huga öllum stundum. Oft er talað um Ísland sem jafnréttisparadís og við trónum m.a. á toppi Global Gender Gap (GGG) vísisins yfir þau lönd þar sem mesta kynjajafnréttið ríkir í heiminum - en þar er þó aðeins hálf sagan sögð. Rannsóknir hafa sýnt að erfitt sé að mæla jafnrétti og þó að Ísland sitji í efsta sæti GGG erum við t.a.m. í 9. sæti hjá Gender Inequality Index (GII), því aðferðafræðin á bakvið mælingarnar er ekki sú sama. Þar að auki hafa mælingar sem þessar verið gagnrýndar fyrir að sýna of einfalda mynd af jafnrétti, en venjulega er ekki litið til lagalegra réttinda, samfélagslegra viðmiða eða menningarlegra hefða. Hér á Íslandi erum við vissulega nær jafnrétti heldur en mörg önnur lönd, en það er varla mælikvarði sem við viljum una okkur við. Ef við lítum okkur nær hvað kynjajafnréttið varðar eru karlar fleiri en konur í öllum kjörnum Fjarðabyggðar og laun kvenna almennt töluvert lægri en laun karla. Í raun er staðan einna verst á Austurlandi þegar kemur að búferlaflutningum kvenna til höfuðborgarsvæðisins, en konur flytjast frekar á brott og eru ólíklegri til að snúa aftur. Þetta má m.a. skýra með færri valkostum á vinnumarkaði, þar sem aðaláherslan í Fjarðabyggð er á hefðbundnar karlagreinar, sem og hærri launakjörum á höfuðborgarsvæðinu. En hvað þýðir þetta virkilega? Í gagnkynja samböndum er konan mun líklegri til þess að vinna starf sem hentar með uppeldi barnanna því karlmaðurinn ver oftar lengri tíma frá heimilinu og getur þ.a.l. ekki náð í börnin í dagvistun. Konur eru því almennt líklegri til þess að vinna hlutastörf sem leiðir til þess að þær eiga minni möguleika á starfsþróun og eru jafnvel háðar mökum sínum um tekjur. Þær vinna að auki bróðurpartinn af húsverkunum og þriðja vaktin, líka þekkt sem hugræn byrði, sem er nokkurs konar yfirumsjón alls sem fer fram á heimilinu, þ.m.t. umönnun barna og eldri eða veikra ættingja, fellur að langstærstu leyti á herðar kvenna. Þetta þýðir að konur vinna gífurlega mikla ólaunaða vinnu sem er ekki metin til að verðleikum, en áætlanir hafa sýnt að ólaunuð umönnunarvinna gæti talið allt að 50% af þjóðarframleiðslu tekjuhárra landa. Þar sem þessi mikla og mikilvæga vinna sem konur sinna mun oftar er ólaunuð borga konur óhjákvæmilega minna í lífeyrissjóði sem skilar sér svo í mun lægri ellilífeyri seinna á lífsleiðinni, en tölur gefa til kynna að ellilífeyrir kvenna sé oft allt að 50% minni en ellilífeyrir karla. Í dag þýðir þetta aukin hætta fyrir konur á eftirlaunaaldri að lenda undir fátæktarmörkum. Það væri auðvelt að skrifa þetta ójafnvægi kynjanna á persónulegt val hvers og eins - og það er í raun gert í hvert skipti sem bryddað er upp á þessu málefni - en hafa þarf í huga að val hvers og eins mótast af væntingum og mótun samfélagsins. Það er auðvelt að stinga upp á því að konur skelli sér á sjóinn til þess að fá jafnhá laun og karlmenn en annað fyrir þær konur að horfast í augu við samfélagið sem ætlast til þess að þær séu heima með börnunum í stað þess að vera frá heimilinu til lengri tíma. Það sem þarf að eiga sér stað er samfélagsleg breyting þar sem við metum hefðbundin kvennastörf að verðleikum og þar sem hefðbundin karlastörf, sem geta boðið upp á það, verði fjölskylduvænni. Kynjafræði, þar sem hefðbundnum staðalímyndum um kynin er ögrað, þarf að byrja strax í leikskóla og halda áfram á öllum skólastigum. Nemendur á seinni stigum grunnskóla og í framhaldsskóla þurfa að fá hlutlausa kynningu á mögulegum námsleiðum og starfsvali þar sem reynt er að brjóta upp ójöfn kynjahlutföll sem sækja í iðngreinar. Að lokum myndi ég vilja sjá aukna fræðslu fyrir almenning, bæði um þriðju vaktina svokölluðu og álagið sem fylgir því að sinna henni ofan á launuðu vinnuna. Valdeflandi fræðsla fyrir fólk af öllum kynjum er nauðsynleg til að berjast gegn því ósamræmi í samfélaginu sem stendur jafnrétti fyrir þrifum. Það eitt og sér er ekki nóg til þess að koma á kynjajafnrétti, en allt telur. Höfundur situr í 4. sæti Fjarðalistans – lista félagshyggjufólks í Fjarðabyggð og stundar nám við menntun framhaldsskólakennara með áherslu á kyn og jafnrétti.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar