Nemendagarðar Guðbjörg Grímsdóttir og Birgitta Ósk Hlöðversdóttir skrifa 30. apríl 2022 17:00 Árborg er framtíð námsmanna. Hér eigum við að geta skapað nærandi og hvetjandi umhverfi fyrir námsmenn á öllum skólastigum en hér verður horft til framhaldsskóla og háskóla. Skólasamfélag einkennist meðal annars af metnaði fyrir því að vera í takt við tímann, hafa fagmennsku að leiðarljósi og vera í tengslum við atvinnulífið. Þetta eru stórar áskoranir en ekki síður spennandi og krefjandi. Hér í Árborg hefur margt verið gert síðustu árin í skólamálum til að efla þessa þætti og áfram göngum við. Hlúð hefur verið að iðnnámi og því gert hærra undir höfði sem vel er fagnað. Nemendur geta nú stundað nám hér í Árborg í iðngreinum, íþróttaakademíum ásamt bóklegum greinum og er það vel. Hér eru kjöraðstæður til að byggja nemendagarða sem gætu þjónað fjölbreyttu hlutverki fyrir nemendur á framhalds- og háskólastigi. Fyrir nemendur á framhaldsskólastigi myndu nemendagarðar vera heimavist meðan á framhaldsnámi stendur. Upptökusvæði Fjölbrautaskóla Suðurlands er stórt og nauðsynlegt að skapa aðstæður fyrir nemendur sem koma annars staðar að þann möguleika að geta verið í framhaldsskóla hér í Árborg. Einnig er mikilvægt að þegar námi í framhaldsskóla lýkur hafi nemendur tækifæri til að nýta nemendagarðana áfram í því námi sem tekur þá við. Í stað þess að þurfa að flytja í dýrara húsnæði á höfuðborgarsvæðinu gætu nemendur nýtt nemendagarðana áfram og stundað nám á höfuðborgarsvæðinu og þá einnig almenningssamgöngur ef vilji er fyrir því. Þannig eflum við og styðjum við bakið á nemendum til áframhaldandi náms og sköpum menningarverðmæti hér í Árborg. Þetta yrði lyftistöng fyrir bæjarfélagið og afar hvetjandi fyrir námsmenn víðar á landinu að horfa til þessa úrræðis. Nemendagarðar myndu þannig skapa jákvæða umræðu og sýna í verki þann hug sem Árborg hefur til menntunar. Með þessu móti getur sveitarfélagið komið til móts við nemendur og verið hvatning til að stunda nám því fjárfesting í menntun skilar sér margfalt til baka til samfélagsins. Við í VG viljum leggja okkar af mörkum til að efla unga fólkið okkar og um leið framtíðina. Nemendagarðar eru ein leið til þess. Guðbjörg skipar 2. sæti hjá VG í Árborg og Birgitta Ósk 15. sætið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarkosningar 2022 Vinstri græn Skoðun: Kosningar 2022 Árborg Mest lesið Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Nokkur orð um leikminjar Halldór Halldórsson Bakþankar Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir Skoðun Kæri Lars Agnar Tómas Möller Skoðun Milljarður evra til Pútíns á hverjum degi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gal(in) keppni þingmanna flokks fólksins Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Árborg er framtíð námsmanna. Hér eigum við að geta skapað nærandi og hvetjandi umhverfi fyrir námsmenn á öllum skólastigum en hér verður horft til framhaldsskóla og háskóla. Skólasamfélag einkennist meðal annars af metnaði fyrir því að vera í takt við tímann, hafa fagmennsku að leiðarljósi og vera í tengslum við atvinnulífið. Þetta eru stórar áskoranir en ekki síður spennandi og krefjandi. Hér í Árborg hefur margt verið gert síðustu árin í skólamálum til að efla þessa þætti og áfram göngum við. Hlúð hefur verið að iðnnámi og því gert hærra undir höfði sem vel er fagnað. Nemendur geta nú stundað nám hér í Árborg í iðngreinum, íþróttaakademíum ásamt bóklegum greinum og er það vel. Hér eru kjöraðstæður til að byggja nemendagarða sem gætu þjónað fjölbreyttu hlutverki fyrir nemendur á framhalds- og háskólastigi. Fyrir nemendur á framhaldsskólastigi myndu nemendagarðar vera heimavist meðan á framhaldsnámi stendur. Upptökusvæði Fjölbrautaskóla Suðurlands er stórt og nauðsynlegt að skapa aðstæður fyrir nemendur sem koma annars staðar að þann möguleika að geta verið í framhaldsskóla hér í Árborg. Einnig er mikilvægt að þegar námi í framhaldsskóla lýkur hafi nemendur tækifæri til að nýta nemendagarðana áfram í því námi sem tekur þá við. Í stað þess að þurfa að flytja í dýrara húsnæði á höfuðborgarsvæðinu gætu nemendur nýtt nemendagarðana áfram og stundað nám á höfuðborgarsvæðinu og þá einnig almenningssamgöngur ef vilji er fyrir því. Þannig eflum við og styðjum við bakið á nemendum til áframhaldandi náms og sköpum menningarverðmæti hér í Árborg. Þetta yrði lyftistöng fyrir bæjarfélagið og afar hvetjandi fyrir námsmenn víðar á landinu að horfa til þessa úrræðis. Nemendagarðar myndu þannig skapa jákvæða umræðu og sýna í verki þann hug sem Árborg hefur til menntunar. Með þessu móti getur sveitarfélagið komið til móts við nemendur og verið hvatning til að stunda nám því fjárfesting í menntun skilar sér margfalt til baka til samfélagsins. Við í VG viljum leggja okkar af mörkum til að efla unga fólkið okkar og um leið framtíðina. Nemendagarðar eru ein leið til þess. Guðbjörg skipar 2. sæti hjá VG í Árborg og Birgitta Ósk 15. sætið.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun