Samtakamáttur og baráttuandi kennara er mikill Magnús Þór Jónsson skrifar 30. apríl 2022 12:31 Við þekkjum öll textann um maísólina sem rís, vonina sem hún færir og þau hughrif sem geislar hennar veita samstöðuviljanum. Það er auðvitað engin tilviljun að ljóð Halldórs Laxness er fastur liður í samkomum á alþjóðlegum baráttudegi launafólks þann 1. maí enda ljóðlínurnar meitlaðar í þeirra vitund. Þó að ljóðið sé vissulega orðið nokkurra áratuga gamalt þá talar það enn inn í íslenskt samfélag og er mikilvægt innlegg í kjarabaráttu hvers tíma. Því að þrátt fyrir að mikill ávinningur hafi orðið í kjarabaráttu launafólks frá því að fyrsta íslenska kröfugangan var haldin árið 1923 þá eru enn ærin verkefni fyrir höndum og mikilvægi samstöðunnar og baráttuviljans hefur ekkert dvínað. Hjá okkur kennurum hefur baráttan verið þyrnum stráð og kostað blóð, svita og tár. Sagan okkar geymir átök í tengslum við satt að segja nær alla okkar kjarasamninga þó ekki hafi þeim öllum fylgt verkfallsátök eða viðlíka vinnumatsaðgerðir. Þegar þessi orð eru rituð er blek á nýgerðum kjarasamningi Félags leikskólakennara nýþornað og ekki er langt síðan undirritaðir voru samningar við Félag grunnskólakennara og Félag kennara og stjórnenda í tónlistarskólum en enn hefur ekki tekist að ljúka kjarasamningi við stjórnendafélög leik- og grunnskóla innan KÍ. Í öllum þessum samningum hafa lítil skref verið tekin í átt að bættum kjörum kennara en við vitum öll að enn er langt í land með að við náum þeim áföngum á leiðinni sem lengi hefur verið sveiflað að væri handan horns og í raun eru óuppfyllt loforð sem hanga yfir samskiptum okkar við viðsemjendur okkar, ríki og sveitarfélög. Loforð um jöfnun launa sem fylgdu jöfnun lífeyrisréttinda árið 2016 eru þar stærst. Sú sjálfsagða krafa að sérfræðingastéttin kennarar sé með launakjör sambærileg við sérfræðinga á almennum markaði var það ár sett í farveg sem enn hefur ekki skilað af sér neinu sem hönd á festir og það er einfaldlega þannig að tími funda, rannsókna og skýrslna er liðinn og kominn er tími á að taka þau skref sem lofað hefur verið að muni verða tekin. Við höfum tekið á okkur þann hlut sem okkur var ætlað og nú er komið að því að vinnuveitandinn taki sín skref. Þeir kjarasamningar sem að gerðir hafa verið að undanförnu hafa allir átt það sammerkt að þeir fylgja svonefndum lífskjarasamningi, en sá rennur út snemma árs 2023, eða á þeim tíma þar sem flestir okkar samningar renna líka út. Það er því okkur öllum ljóst að fram undan eru lykiltímar í kjarabaráttu kennara enn á ný. Í aðdraganda nýgerðra kjarasamninga mátti öllum vera ljóst að samtakamáttur og baráttuandi kennarastéttarinnar er mikill. Við höfum unnið enn eitt stórvirkið síðustu ár þar sem við náðum betri árangri í varnarbaráttu menntunar í heimsfaraldri en annars staðar í heiminum og erum tilbúin að nýta þá reynslu til að verða enn betri í störfum okkar, öllum börnum til heilla. Ég treysti því að viðsemjendur okkar standi við að þau fallegu orð sem okkur voru færð í þeirri baráttu og hafi í raun réttri sýnt þeim fram á mikilvægi kennarastéttarinnar fyrir íslenskt samfélag og tryggi henni þann aðbúnað sem hún þarf í störfum sínum. Vissulega kemur ýmislegt þar inn í en stærsti þátturinn eru að sjálfsögðu launakjör stéttarinnar og þá einfaldlega að gefin loforð verði efnd. Eins og nefnt hefur verið í umræðum kennara víða í vetur, núna er næst. Sá tími er kominn! Við skulum taka þátt í viðburðum baráttudags launafólks nú á sunnudaginn. Með því heiðrum við baráttu þeirra sem á undan okkur hafa gengið og þjöppum okkur líka saman fyrir komandi verkefni, við ætlum að bera saman fána þessa framtíðarlands! Höfundur er formaður Kennarasambands Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Kjaramál Magnús Þór Jónsson Verkalýðsdagurinn Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Sjá meira
Við þekkjum öll textann um maísólina sem rís, vonina sem hún færir og þau hughrif sem geislar hennar veita samstöðuviljanum. Það er auðvitað engin tilviljun að ljóð Halldórs Laxness er fastur liður í samkomum á alþjóðlegum baráttudegi launafólks þann 1. maí enda ljóðlínurnar meitlaðar í þeirra vitund. Þó að ljóðið sé vissulega orðið nokkurra áratuga gamalt þá talar það enn inn í íslenskt samfélag og er mikilvægt innlegg í kjarabaráttu hvers tíma. Því að þrátt fyrir að mikill ávinningur hafi orðið í kjarabaráttu launafólks frá því að fyrsta íslenska kröfugangan var haldin árið 1923 þá eru enn ærin verkefni fyrir höndum og mikilvægi samstöðunnar og baráttuviljans hefur ekkert dvínað. Hjá okkur kennurum hefur baráttan verið þyrnum stráð og kostað blóð, svita og tár. Sagan okkar geymir átök í tengslum við satt að segja nær alla okkar kjarasamninga þó ekki hafi þeim öllum fylgt verkfallsátök eða viðlíka vinnumatsaðgerðir. Þegar þessi orð eru rituð er blek á nýgerðum kjarasamningi Félags leikskólakennara nýþornað og ekki er langt síðan undirritaðir voru samningar við Félag grunnskólakennara og Félag kennara og stjórnenda í tónlistarskólum en enn hefur ekki tekist að ljúka kjarasamningi við stjórnendafélög leik- og grunnskóla innan KÍ. Í öllum þessum samningum hafa lítil skref verið tekin í átt að bættum kjörum kennara en við vitum öll að enn er langt í land með að við náum þeim áföngum á leiðinni sem lengi hefur verið sveiflað að væri handan horns og í raun eru óuppfyllt loforð sem hanga yfir samskiptum okkar við viðsemjendur okkar, ríki og sveitarfélög. Loforð um jöfnun launa sem fylgdu jöfnun lífeyrisréttinda árið 2016 eru þar stærst. Sú sjálfsagða krafa að sérfræðingastéttin kennarar sé með launakjör sambærileg við sérfræðinga á almennum markaði var það ár sett í farveg sem enn hefur ekki skilað af sér neinu sem hönd á festir og það er einfaldlega þannig að tími funda, rannsókna og skýrslna er liðinn og kominn er tími á að taka þau skref sem lofað hefur verið að muni verða tekin. Við höfum tekið á okkur þann hlut sem okkur var ætlað og nú er komið að því að vinnuveitandinn taki sín skref. Þeir kjarasamningar sem að gerðir hafa verið að undanförnu hafa allir átt það sammerkt að þeir fylgja svonefndum lífskjarasamningi, en sá rennur út snemma árs 2023, eða á þeim tíma þar sem flestir okkar samningar renna líka út. Það er því okkur öllum ljóst að fram undan eru lykiltímar í kjarabaráttu kennara enn á ný. Í aðdraganda nýgerðra kjarasamninga mátti öllum vera ljóst að samtakamáttur og baráttuandi kennarastéttarinnar er mikill. Við höfum unnið enn eitt stórvirkið síðustu ár þar sem við náðum betri árangri í varnarbaráttu menntunar í heimsfaraldri en annars staðar í heiminum og erum tilbúin að nýta þá reynslu til að verða enn betri í störfum okkar, öllum börnum til heilla. Ég treysti því að viðsemjendur okkar standi við að þau fallegu orð sem okkur voru færð í þeirri baráttu og hafi í raun réttri sýnt þeim fram á mikilvægi kennarastéttarinnar fyrir íslenskt samfélag og tryggi henni þann aðbúnað sem hún þarf í störfum sínum. Vissulega kemur ýmislegt þar inn í en stærsti þátturinn eru að sjálfsögðu launakjör stéttarinnar og þá einfaldlega að gefin loforð verði efnd. Eins og nefnt hefur verið í umræðum kennara víða í vetur, núna er næst. Sá tími er kominn! Við skulum taka þátt í viðburðum baráttudags launafólks nú á sunnudaginn. Með því heiðrum við baráttu þeirra sem á undan okkur hafa gengið og þjöppum okkur líka saman fyrir komandi verkefni, við ætlum að bera saman fána þessa framtíðarlands! Höfundur er formaður Kennarasambands Íslands
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar