Valur með tak á KR fyrir stórleik kvöldsins Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. apríl 2022 12:00 Valsmenn fagna því sem reyndist sigurmarkið er liðin mættust á Hlíðarenda í fyrra. Vísir/Daníel Þór Það er sannkallaður stórleikur í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld þegar Reykjavíkurliðin Valur og KR mætast. Valsmenn hafa unnið síðustu þrjár viðureignir liðanna. KR vann leik liðanna á Hlíðarenda í upphafi tímabils 2020 en Valur endaði sem Íslandsmeistari það ár. Valur hefur unnið síðustu þrjá deildarleiki liðanna en það vekur athygli hversu mikill munur hefur verið á leikjum liðanna á Hlíðarenda og svo á Meistaravöllum í Vesturbænum. Síðustu tveir leikir á Hlíðarenda hafa endað 0-1 og 1-0 á meðan mörkunum hefur rignt vestur í bæ, lokatölur 4-5 árið 2020 og svo 2-3 á síðustu leiktíð. Það hefur hins vegar ekki vantað baráttuna í leikina á Hlíðarenda þar sem liðin sönkuðu að sér sjö gulum spjöldum á síðustu leiktíð og sex árið þar á undan. Kristinn Jónsson stígur trylltan dans.Vísir/Daníel Þór Það er ljóst að það verður barist til síðasta manns í kvöld en KR-ingar töpuðu 0-1 fyrir Breiðabliki í síðustu umferð og það er einfaldlega ekki í boði að tapa tveimur af fyrstu þremur leikjum tímabilsins. Kjartan Henry Finnbogason ætti að snúa aftur í lið KR-inga en hann hóf mótið í tveggja leikja banni. Það ætti að reynast mikill happafengur en KR hefði getað nýtt markanef hans í leiknum gegn Breiðabliki í síðustu umferð. Þá vonast KR-ingar eftir því að Stefán Árni Geirsson hafi náð sér af meiðslum. Heimir Guðjónsson hefur stillt upp sama liði í báðum leikjum Vals til þessa og verður forvitnilegt að sjá hvort hann haldi sig við sama lið í kvöld eftir nauma sigra gegn ÍBV og Keflavík. Sigur í kvöld myndi hins vegar sýna að Valur er til alls líklegt í Bestu deildinni í sumar. Leikur Vals og KR er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4. Leikurinn hefst klukkan 19.15 en útsending stundarfjórðung fyrr. Að leik loknum verður hann gerður upp í Stúkunni. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn KR Valur Besta deild karla Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Körfubolti Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Fótbolti Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Fleiri fréttir Leik Lokið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Í beinni: Víkingur R. - Þróttur R. | Reykjavíkurslagur í Víkinni Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Sjá meira
Valur hefur unnið síðustu þrjá deildarleiki liðanna en það vekur athygli hversu mikill munur hefur verið á leikjum liðanna á Hlíðarenda og svo á Meistaravöllum í Vesturbænum. Síðustu tveir leikir á Hlíðarenda hafa endað 0-1 og 1-0 á meðan mörkunum hefur rignt vestur í bæ, lokatölur 4-5 árið 2020 og svo 2-3 á síðustu leiktíð. Það hefur hins vegar ekki vantað baráttuna í leikina á Hlíðarenda þar sem liðin sönkuðu að sér sjö gulum spjöldum á síðustu leiktíð og sex árið þar á undan. Kristinn Jónsson stígur trylltan dans.Vísir/Daníel Þór Það er ljóst að það verður barist til síðasta manns í kvöld en KR-ingar töpuðu 0-1 fyrir Breiðabliki í síðustu umferð og það er einfaldlega ekki í boði að tapa tveimur af fyrstu þremur leikjum tímabilsins. Kjartan Henry Finnbogason ætti að snúa aftur í lið KR-inga en hann hóf mótið í tveggja leikja banni. Það ætti að reynast mikill happafengur en KR hefði getað nýtt markanef hans í leiknum gegn Breiðabliki í síðustu umferð. Þá vonast KR-ingar eftir því að Stefán Árni Geirsson hafi náð sér af meiðslum. Heimir Guðjónsson hefur stillt upp sama liði í báðum leikjum Vals til þessa og verður forvitnilegt að sjá hvort hann haldi sig við sama lið í kvöld eftir nauma sigra gegn ÍBV og Keflavík. Sigur í kvöld myndi hins vegar sýna að Valur er til alls líklegt í Bestu deildinni í sumar. Leikur Vals og KR er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4. Leikurinn hefst klukkan 19.15 en útsending stundarfjórðung fyrr. Að leik loknum verður hann gerður upp í Stúkunni. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fótbolti Íslenski boltinn KR Valur Besta deild karla Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Körfubolti Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Fótbolti Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Fleiri fréttir Leik Lokið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Í beinni: Víkingur R. - Þróttur R. | Reykjavíkurslagur í Víkinni Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Sjá meira