Opið bréf til stjórnar VM Guðmundur Ragnarsson skrifar 28. apríl 2022 12:01 Um þessar mundir er mikil og hávær umræða í samfélaginu vegna sölu ríkisins á hlutabréfum í Íslandsbanka. Þar eru notuð sterk lýsingarorð um siðleysi, blekkingar og lögbrot. Almenningur upplifir sömu hlutina aftur og aftur, ástandið er farið að minna á dagana fyrir hrun. Stjórnmálamenn hafa ítrekað lofað og jafnvel staðhæft að búið sé að taka á hlutunum og koma í veg fyrir þá spillingu sem áður viðgekkst. Erindi mitt við stjórn VM – Félags vélstjóra og málmtæknimanna er einfalt, ég er að upplifa sömu spillinguna í mínu stéttarfélagi eins og lýst er hér að framan. Alla tíð síðan ég fór að hafa afskipti af verkalýðsmálum og fór að sinna trúnaðarstörfum fyrir stéttarfélagið mitt, fyrst Vélstjórafélag Íslands og síðan VM, hefur það verið staðföst trú mín að stéttarfélögin ættu að vera til fyrirmyndar til að sýna stjórnvöldum og öðrum aðilum samfélagsins aðhald, þegar almenningi er ofboðið. Til þess að svo geti orðið verða stéttarfélögin að sýna gott fordæmi, vinna af heiðarleika og segja satt og rétt frá til að ávinna sér það traust sem þarf til að hafa rétt á að gagnrýna aðra. Sem betur fer er það raunin í flestum tilfellum. Hins vegar hafa orðið mjög neikvæðar breytingar síðustu ár hjá VM og það hefur verið gert með því að blekkja stjórnarmenn og félagsmenn. Óheiðarleg vinnubrögð eru að ná fótfestu í mínu stéttarfélagi og ný stjórn verður að henda út þeim sem eru búnir að koma þessum breyttu vinnubrögðum á. Öll siðferðisgildi brotin Það var sorglegt í þátttöku minni í nýafstöðnu formannskjöri hjá VM, að þurfta að horfa upp á öll siðferðisgildi vera brotin hjá stéttarfélaginu mínu. Núverandi formaður fór fram í skjóli síðustu stjórnar félagsins með ósannindi í fjölmiðlum og sagði ítrekað að allt það sem var gagnrýnt væri lygi, þar á meðal ítrekuð lögbrot og blekkingar. Núverandi formaður ásamt stjórn lagði sig fram við að svara ekki spurningum og birti ekki þau gögn sem óskað var eftir eftir að yrðu birt. Varamenn í stjórn fengu jafnvel ekki svör. Það kom aldrei fram hvað af því sem sett var fram væri lygi og geri ég þá kröfu að núverandi stjórn upplýsi um það. Til viðbótar fékk formaður VM formenn annarra stéttarfélaga til að fara fram með ósannindi í blaðagrein til að styðja sig. Það var ótrúlegt að verða vitni að öllum þeim blekkingum og siðleysi sem beitt var í þessum kosningum til að núverandi formaður fengi haldið sæti sínu. Lög félagsins hafa ítrekað verið brotin og meðferð fjármuna félagsins ekki samkvæmt lögum, fyrirspurnum stjórnarmanna ekki svarað og að mínu viti verður siðferðið í einu stéttarfélagi ekki verra. Formaður VM verður að standa skil á gjörðum sínum. Það hlýtur að vera lágmarkskrafa að ný stjórn VM láti gera lögfræðiúttekt þeim ásökunum sem settar hafa verið fram um lögbrot í þremur tilfellum, ekki fengu stjórnarmenn þær þó kallað væri eftir þeim. Varðandi lagalega stöðu um 2F ríkir enn mikil óvissa og engin framtíðarsýn hefur verið lögð fram um framtíð VM. Af hverju formaður félagsins þurfti að beita öllum þessum blekkingum á fyrrverandi stjórn og félagsmenn er mörgum óskiljanlegt. Af hverju þurfti að blekkja og brjóta lög félagsins ítrekað, það er lágmarkskrafa að stjórnin svari því. Voru hagsmunir formannsins teknir fram yfir hagsmuni félagsmanna og framtíð VM? Viljum við vera á þessum stað? Þegar stéttarfélögin eru komin á þennan stað þá erum við orðin illa stödd sem samfélag.Siðferði samfélagsins okkar verður varla verra, þegar félagsmennirnir eru hættir að gera þá grundvallarkröfu að stéttarfélagið þeirra fari eftir sínum eigin lögum. Eða kannski er öllum sama?Hvernig ætlar mitt stéttarfélag að koma á framfæri gagnrýni eftir það sem er búið að eiga sér stað hjá VM? Í mínum huga er svo komið að stjórn VM og formaður í nafni félagsins eru algerlega óhæf til að gagnrýna eitt eða neitt í samfélaginu. Það hefur verið mín skoðun lengi að óheiðarleikinn og mannvonskan sem hefur verið að grafa um sig í verkalýðshreyfingunni með nýrri forystu sem hefur enga framtíðarsýn eða lausnir mun á endanum skaða hagsmuni launafólks. Ég kvíði því að ég hafi rétt fyrir mér. Við erum með stéttarfélög í dag þar sem siðleysið er svo mikið að menn veigra sér ekki við að fara frjálsri hendi inn í sjúkrasjóði félaganna, ná þar í fjármuni til að reka félögin, til að geta lækkað félagsgjöld í samkeppni við önnur stéttarfélög. Svona félög eru að verða aðal samstarfsfélög VM. Enda á máltækið vel við þarna um að líkir sækja líka heim. Það sorglega er að allir þeir fjármunir sem teknir eru út úr sjúkrasjóðnum í önnur verkefni en þau sem sjóðurinn á að sinna, bitnar á félagsmönnum viðkomandi félags sem mest þurfa á aðstoð að halda út af veikindum og slysum, með lægri dagpeningum og styrkjum fyrir hinn almenna félagsmann. Þegar óheiðarleikinn og siðleysið tekur völdin Að mitt stéttarfélag skuli vera komið á þetta plan er sorglegt. Það er aðeins ein leið til að snúa þessari þróun við hjá VM en hún er að núverandi formaður segi af sér vegna framferði síns og kosið verði aftur til formanns til að byggja upp traust á félagið. Að öðrum kosti mun VM skrapa botninn með öðrum siðspilltum stéttarfélögum á Íslandi sem fáir bera virðingu fyrir sem til þekkja. Það er sorgleg staða fyrir okkur félagsmenn VM að þurfa að horfa upp á þetta. Það verður ekki hægt að stoppa þetta nema halda áfram að benda á og ýta á stjórn félagsins að taka á þessum málum.Hver þörfin var að fara fram hjá lögum félagsins er mér óskiljanlegt og hvað margir félagsmenn voru tilbúnir að styðja svona lögbrot, blekkingar og siðleysi. Vill ítreka skoðun mína að í lýðræðislegu og opnu stéttarfélagi eru hlutirnir ræddir og erindum svarað. Komi þær frá stjórnarmönnum ber formanni að svara annað er lögbrot. Að lokum krefst ég að stjórn VM hreinsi mig af þeim ásökunum sem fyrrverandi stjórn og núverandi formaður félagsins báru upp á mig að ég hafi farið með ósannindi fram í fjölmiðlum eða annarri framsetningu minni í framboði mínu til formanns VM. Kveðja, Guðmundur Ragnarssonfélagsmaður í VM Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ragnarsson Stéttarfélög Félagasamtök Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Um þessar mundir er mikil og hávær umræða í samfélaginu vegna sölu ríkisins á hlutabréfum í Íslandsbanka. Þar eru notuð sterk lýsingarorð um siðleysi, blekkingar og lögbrot. Almenningur upplifir sömu hlutina aftur og aftur, ástandið er farið að minna á dagana fyrir hrun. Stjórnmálamenn hafa ítrekað lofað og jafnvel staðhæft að búið sé að taka á hlutunum og koma í veg fyrir þá spillingu sem áður viðgekkst. Erindi mitt við stjórn VM – Félags vélstjóra og málmtæknimanna er einfalt, ég er að upplifa sömu spillinguna í mínu stéttarfélagi eins og lýst er hér að framan. Alla tíð síðan ég fór að hafa afskipti af verkalýðsmálum og fór að sinna trúnaðarstörfum fyrir stéttarfélagið mitt, fyrst Vélstjórafélag Íslands og síðan VM, hefur það verið staðföst trú mín að stéttarfélögin ættu að vera til fyrirmyndar til að sýna stjórnvöldum og öðrum aðilum samfélagsins aðhald, þegar almenningi er ofboðið. Til þess að svo geti orðið verða stéttarfélögin að sýna gott fordæmi, vinna af heiðarleika og segja satt og rétt frá til að ávinna sér það traust sem þarf til að hafa rétt á að gagnrýna aðra. Sem betur fer er það raunin í flestum tilfellum. Hins vegar hafa orðið mjög neikvæðar breytingar síðustu ár hjá VM og það hefur verið gert með því að blekkja stjórnarmenn og félagsmenn. Óheiðarleg vinnubrögð eru að ná fótfestu í mínu stéttarfélagi og ný stjórn verður að henda út þeim sem eru búnir að koma þessum breyttu vinnubrögðum á. Öll siðferðisgildi brotin Það var sorglegt í þátttöku minni í nýafstöðnu formannskjöri hjá VM, að þurfta að horfa upp á öll siðferðisgildi vera brotin hjá stéttarfélaginu mínu. Núverandi formaður fór fram í skjóli síðustu stjórnar félagsins með ósannindi í fjölmiðlum og sagði ítrekað að allt það sem var gagnrýnt væri lygi, þar á meðal ítrekuð lögbrot og blekkingar. Núverandi formaður ásamt stjórn lagði sig fram við að svara ekki spurningum og birti ekki þau gögn sem óskað var eftir eftir að yrðu birt. Varamenn í stjórn fengu jafnvel ekki svör. Það kom aldrei fram hvað af því sem sett var fram væri lygi og geri ég þá kröfu að núverandi stjórn upplýsi um það. Til viðbótar fékk formaður VM formenn annarra stéttarfélaga til að fara fram með ósannindi í blaðagrein til að styðja sig. Það var ótrúlegt að verða vitni að öllum þeim blekkingum og siðleysi sem beitt var í þessum kosningum til að núverandi formaður fengi haldið sæti sínu. Lög félagsins hafa ítrekað verið brotin og meðferð fjármuna félagsins ekki samkvæmt lögum, fyrirspurnum stjórnarmanna ekki svarað og að mínu viti verður siðferðið í einu stéttarfélagi ekki verra. Formaður VM verður að standa skil á gjörðum sínum. Það hlýtur að vera lágmarkskrafa að ný stjórn VM láti gera lögfræðiúttekt þeim ásökunum sem settar hafa verið fram um lögbrot í þremur tilfellum, ekki fengu stjórnarmenn þær þó kallað væri eftir þeim. Varðandi lagalega stöðu um 2F ríkir enn mikil óvissa og engin framtíðarsýn hefur verið lögð fram um framtíð VM. Af hverju formaður félagsins þurfti að beita öllum þessum blekkingum á fyrrverandi stjórn og félagsmenn er mörgum óskiljanlegt. Af hverju þurfti að blekkja og brjóta lög félagsins ítrekað, það er lágmarkskrafa að stjórnin svari því. Voru hagsmunir formannsins teknir fram yfir hagsmuni félagsmanna og framtíð VM? Viljum við vera á þessum stað? Þegar stéttarfélögin eru komin á þennan stað þá erum við orðin illa stödd sem samfélag.Siðferði samfélagsins okkar verður varla verra, þegar félagsmennirnir eru hættir að gera þá grundvallarkröfu að stéttarfélagið þeirra fari eftir sínum eigin lögum. Eða kannski er öllum sama?Hvernig ætlar mitt stéttarfélag að koma á framfæri gagnrýni eftir það sem er búið að eiga sér stað hjá VM? Í mínum huga er svo komið að stjórn VM og formaður í nafni félagsins eru algerlega óhæf til að gagnrýna eitt eða neitt í samfélaginu. Það hefur verið mín skoðun lengi að óheiðarleikinn og mannvonskan sem hefur verið að grafa um sig í verkalýðshreyfingunni með nýrri forystu sem hefur enga framtíðarsýn eða lausnir mun á endanum skaða hagsmuni launafólks. Ég kvíði því að ég hafi rétt fyrir mér. Við erum með stéttarfélög í dag þar sem siðleysið er svo mikið að menn veigra sér ekki við að fara frjálsri hendi inn í sjúkrasjóði félaganna, ná þar í fjármuni til að reka félögin, til að geta lækkað félagsgjöld í samkeppni við önnur stéttarfélög. Svona félög eru að verða aðal samstarfsfélög VM. Enda á máltækið vel við þarna um að líkir sækja líka heim. Það sorglega er að allir þeir fjármunir sem teknir eru út úr sjúkrasjóðnum í önnur verkefni en þau sem sjóðurinn á að sinna, bitnar á félagsmönnum viðkomandi félags sem mest þurfa á aðstoð að halda út af veikindum og slysum, með lægri dagpeningum og styrkjum fyrir hinn almenna félagsmann. Þegar óheiðarleikinn og siðleysið tekur völdin Að mitt stéttarfélag skuli vera komið á þetta plan er sorglegt. Það er aðeins ein leið til að snúa þessari þróun við hjá VM en hún er að núverandi formaður segi af sér vegna framferði síns og kosið verði aftur til formanns til að byggja upp traust á félagið. Að öðrum kosti mun VM skrapa botninn með öðrum siðspilltum stéttarfélögum á Íslandi sem fáir bera virðingu fyrir sem til þekkja. Það er sorgleg staða fyrir okkur félagsmenn VM að þurfa að horfa upp á þetta. Það verður ekki hægt að stoppa þetta nema halda áfram að benda á og ýta á stjórn félagsins að taka á þessum málum.Hver þörfin var að fara fram hjá lögum félagsins er mér óskiljanlegt og hvað margir félagsmenn voru tilbúnir að styðja svona lögbrot, blekkingar og siðleysi. Vill ítreka skoðun mína að í lýðræðislegu og opnu stéttarfélagi eru hlutirnir ræddir og erindum svarað. Komi þær frá stjórnarmönnum ber formanni að svara annað er lögbrot. Að lokum krefst ég að stjórn VM hreinsi mig af þeim ásökunum sem fyrrverandi stjórn og núverandi formaður félagsins báru upp á mig að ég hafi farið með ósannindi fram í fjölmiðlum eða annarri framsetningu minni í framboði mínu til formanns VM. Kveðja, Guðmundur Ragnarssonfélagsmaður í VM
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar